Kauphegðunin breytist hratt Ólöf Skaftadóttir skrifar 22. ágúst 2019 07:30 Breki Karlsson er hagfræðingur að mennt og formaður Neytendasamtakanna. Hann hefur ekki áhyggjur af þróun verslunar. Fréttablaðið/Vilhelm Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, segir erfitt að spá um framtíð verslunar. „Ég er hagfræðingur og hagfræðingum er tamt að segja á morgun af hverju spáin sem þeir gerðu í gær, sé röng í dag. Það er erfitt að spá um hvað framtíðin ber í skauti sér. En víst er að kauphegðun er að breytast mjög mikið og mjög hratt,“ segir hann og segir vísbendingar um miklar breytingar í nágrannalöndum okkar. „Þess vegna myndi ég vilja stórefla neytendarannsóknir á Íslandi svo við getum betur gert okkur grein fyrir þróuninni og brugðist við henni,“ segir Breki.Hefðbundin verslun á undanhaldi? Víða í stórborgum erlendis eru hefðbundin verslunarrými á undanhaldi. Ekki þarf annað en að ganga um götur í London eða New York til að sjá auð verslunarrými á áður eftirsóttum götum. Leiguverð á atvinnuhúsnæði fer hækkandi víðar en í Reykjavík. „Ég hef satt að segja ekki stórkostlegar áhyggjur af þessu. Ég trúi því að þetta muni allt finna sér farveg og rýmin fyllist á ný.“ Mikilvægt sé þó að borgaryfirvöld séu meðvituð um þróunina. „Borgarumhverfið tekur sífelldum breytingum. Það er til dæmis magnað að sjá gamlar myndir af mjólkurbúðum í öllum hverfum Reykjavíkur. Með breyttri tækni og lögum hurfu þær allar og rýmin þar sem þær voru fengu annað hlutverk. Skipulag borga tekur þannig breytingum og verður á hverjum tíma að taka mið af breytingum í þjóðfélaginu.“ Breki segir eigendur hefðbundinna verslana ekki eiga að óttast aukningu í netverslun. „Þeir geta brugðist við á margan hátt. Til dæmis má nefna að áhugi á hægari lífsstíl og verslun og framleiðslu í heimabyggð er að stóraukast. En aftur, ef við hefðum betri neytendarannsóknir gætu verslunareigendur einnig tekið betri ákvarðanir um hvernig sé best að bregðast við breyttum háttum.“Hefðbundin verslun er að taka stórfelldum breytingum. Það setur svip á borgir heimsins. Vísbendingar eru um miklar breytingar.Fréttablaðið/AntonNý reglugerð eflir neytendur Hingað til eru mörg dæmi þekkt um að neytendur hafi ekki getað fengið vöru eða þjónustu keypta á netinu nema að vera búsettir í því landi þar sem netverslunin er starfrækt eða að seljandi hafi ákveðið að selja eingöngu til ákveðinna landa. Þegar ný EES-tilskipun tekur gildi, sem samþykkt var í desember 2018, verður slíkt óheimilt. Breki segir þetta munu hafa mikil og jákvæð áhrif á neytendur. „Reglugerðin snýr raunar að afnámi óréttmætra landfræðilegra hindrana og annars konar mismununar á grundvelli þjóðernis viðskiptavina, búsetu eða staðsetningu starfsstöðvar á EES-svæðinu. Þetta þýðir að vefverslunum er bannað að mismuna neytendum á grunni þjóðernis eða búsetu. Seljendum er því ekki lengur heimilt að neita því að selja vörur eða þjónustu vegna þess að kaupandi býr í öðru landi eða notar erlent greiðslukort,“ segir Breki. „Seljanda er þó ekki skylt að annast sendingu vöru. Því gæti komið til þess að kaupandi þurfi að annast sendinguna sjálfur.“Mörg mál á borði samtakanna Mikill fjöldi mála kemur á borð samtakanna vegna þjónustukaupa á netinu. „Yfirleitt eru það mál sem varða ferðaskrifstofur og kaup á flugferðum. Þá leita margir til samtakanna til að leita upplýsinga um stöðu sína gagnvart vefverslunum sem telja sig eingöngu vera milligönguaðila. Ef vara reynist gölluð vísa þeir yfirleitt til þriðja aðila, sem á að vera söluaðilinn. Oft reynist þá erfitt að ná til þessa þriðja aðila. Réttarstaðan í slíkum málum er stundum umdeild, en Neytendasamtökin telja að sá aðili sem annast sölu sé í flestum tilvikum ábyrgur fyrir seldri vöru,“ útskýrir Breki en bætir við að neytendur hafi í raun ríkari rétt, kaupi þeir vöru eða þjónustu á netinu, en ef þeir kaupa á fastri starfsstöð seljanda. „Þannig hafa neytendur 14 daga til að falla frá samningi án þess að þurfa að gefa upp ástæðu. Þann rétt hafa þeir ekki ef þeir kaupa vöru eða þjónustu í verslun.“ Birtist í Fréttablaðinu Neytendur Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Fleiri fréttir Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Sjá meira
Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, segir erfitt að spá um framtíð verslunar. „Ég er hagfræðingur og hagfræðingum er tamt að segja á morgun af hverju spáin sem þeir gerðu í gær, sé röng í dag. Það er erfitt að spá um hvað framtíðin ber í skauti sér. En víst er að kauphegðun er að breytast mjög mikið og mjög hratt,“ segir hann og segir vísbendingar um miklar breytingar í nágrannalöndum okkar. „Þess vegna myndi ég vilja stórefla neytendarannsóknir á Íslandi svo við getum betur gert okkur grein fyrir þróuninni og brugðist við henni,“ segir Breki.Hefðbundin verslun á undanhaldi? Víða í stórborgum erlendis eru hefðbundin verslunarrými á undanhaldi. Ekki þarf annað en að ganga um götur í London eða New York til að sjá auð verslunarrými á áður eftirsóttum götum. Leiguverð á atvinnuhúsnæði fer hækkandi víðar en í Reykjavík. „Ég hef satt að segja ekki stórkostlegar áhyggjur af þessu. Ég trúi því að þetta muni allt finna sér farveg og rýmin fyllist á ný.“ Mikilvægt sé þó að borgaryfirvöld séu meðvituð um þróunina. „Borgarumhverfið tekur sífelldum breytingum. Það er til dæmis magnað að sjá gamlar myndir af mjólkurbúðum í öllum hverfum Reykjavíkur. Með breyttri tækni og lögum hurfu þær allar og rýmin þar sem þær voru fengu annað hlutverk. Skipulag borga tekur þannig breytingum og verður á hverjum tíma að taka mið af breytingum í þjóðfélaginu.“ Breki segir eigendur hefðbundinna verslana ekki eiga að óttast aukningu í netverslun. „Þeir geta brugðist við á margan hátt. Til dæmis má nefna að áhugi á hægari lífsstíl og verslun og framleiðslu í heimabyggð er að stóraukast. En aftur, ef við hefðum betri neytendarannsóknir gætu verslunareigendur einnig tekið betri ákvarðanir um hvernig sé best að bregðast við breyttum háttum.“Hefðbundin verslun er að taka stórfelldum breytingum. Það setur svip á borgir heimsins. Vísbendingar eru um miklar breytingar.Fréttablaðið/AntonNý reglugerð eflir neytendur Hingað til eru mörg dæmi þekkt um að neytendur hafi ekki getað fengið vöru eða þjónustu keypta á netinu nema að vera búsettir í því landi þar sem netverslunin er starfrækt eða að seljandi hafi ákveðið að selja eingöngu til ákveðinna landa. Þegar ný EES-tilskipun tekur gildi, sem samþykkt var í desember 2018, verður slíkt óheimilt. Breki segir þetta munu hafa mikil og jákvæð áhrif á neytendur. „Reglugerðin snýr raunar að afnámi óréttmætra landfræðilegra hindrana og annars konar mismununar á grundvelli þjóðernis viðskiptavina, búsetu eða staðsetningu starfsstöðvar á EES-svæðinu. Þetta þýðir að vefverslunum er bannað að mismuna neytendum á grunni þjóðernis eða búsetu. Seljendum er því ekki lengur heimilt að neita því að selja vörur eða þjónustu vegna þess að kaupandi býr í öðru landi eða notar erlent greiðslukort,“ segir Breki. „Seljanda er þó ekki skylt að annast sendingu vöru. Því gæti komið til þess að kaupandi þurfi að annast sendinguna sjálfur.“Mörg mál á borði samtakanna Mikill fjöldi mála kemur á borð samtakanna vegna þjónustukaupa á netinu. „Yfirleitt eru það mál sem varða ferðaskrifstofur og kaup á flugferðum. Þá leita margir til samtakanna til að leita upplýsinga um stöðu sína gagnvart vefverslunum sem telja sig eingöngu vera milligönguaðila. Ef vara reynist gölluð vísa þeir yfirleitt til þriðja aðila, sem á að vera söluaðilinn. Oft reynist þá erfitt að ná til þessa þriðja aðila. Réttarstaðan í slíkum málum er stundum umdeild, en Neytendasamtökin telja að sá aðili sem annast sölu sé í flestum tilvikum ábyrgur fyrir seldri vöru,“ útskýrir Breki en bætir við að neytendur hafi í raun ríkari rétt, kaupi þeir vöru eða þjónustu á netinu, en ef þeir kaupa á fastri starfsstöð seljanda. „Þannig hafa neytendur 14 daga til að falla frá samningi án þess að þurfa að gefa upp ástæðu. Þann rétt hafa þeir ekki ef þeir kaupa vöru eða þjónustu í verslun.“
Birtist í Fréttablaðinu Neytendur Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Fleiri fréttir Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Sjá meira