Gætu vikið frá stefnu sinni um beitingu kjarnorkuvopna Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 23. ágúst 2019 06:15 Varnarmálaráðherra Indlands talar nú með öðrum hætti um notkun kjarnorkuvopna. Nordicphotos/Getty Nýleg ummæli Rajnaths Singh, varnarmálaráðherra Indlands, þykja benda til þess að stjórnvöld þar í landi séu opin fyrir því að beita kjarnorkuvopnum sínum án þess að skotið sé á Indverja fyrst (e. no first use). „Í dag er kjarnorkustefnan sú að beita vopnunum ekki að fyrra bragði. En hvað gerist í framtíðinni er háð aðstæðum,“ sagði Singh á sunnudag er hann var staddur í Pokhran, þar sem Indverjar gerðu kjarnorkutilraunir árið 1998. Blaðamönnum Hindustan Times þóttu ummælin ekki til marks um að stefnan, sem tekin var upp árið 2003, hafi verið felld úr gildi. Hún þykir hins vegar ekki jafnhelg nú og áður. „Þarna var ekki um formlega stefnubreytingu að ræða,“ sagði í frétt blaðsins. Hins vegar væru ummælin afar mikilvæg. Þótt ýmsir indverskir stjórnmálamenn hafi í gegnum tíðina lýst yfir efasemdum um ágæti stefnunnar um að beita kjarnorkuvopnum ekki að fyrra bragði hefur enginn þeirra verið jafnháttsettur og Singh. Í umfjöllun Asíumálaritsins The Diplomat segir að með yfirlýsingunni sé Singh í rauninni að sanna það sem stjórnvöld í bæði Pakistan og Kína, ríkjum sem eiga í langvarandi deilum við Indland, hafa alla tíð haldið fram. Að Indverjum sé ekki alvara með stefnunni. Indverjar hafa varpað fram sams konar efasemdum um að Kínverjar hafi þessa sömu stefnu, líkt og kínversk stjórnvöld lýstu yfir árið 1964. En hversu slæmar þurfa aðstæður að vera svo Indverjar geti hugsað sér að beita kjarnorkuvopni? Deilan við Pakistana, einnig kjarnorkuveldi, um Kasmír hefur harðnað mjög á undanförnum mánuðum. Eftir meinta hryðjuverkaárás samtakanna JeM í Pulwama í indverska hluta Kasmír fyrr á árinu sögðust Indverjar til að mynda hafa gert árásir á hryðjuverkasamtökin á pakistanskri grundu og voru Pakistanar afar ósáttir. Hermenn ríkjanna skiptust á skotum en ekki kom til alvarlegri átaka. Þá er vert að nefna að ástandið í indverska hluta Kasmír núna, sem Indverjar hafa svipt sjálfsstjórn, hefur kallað fram afar hörð viðbrögð í Pakistan, sem líkt og Indland gerir tilkall til alls héraðsins. „Kjarnorkuvopn Pakistans hafa þrengt að möguleikum Indverja í hefðbundnum hernaði og valdið stjórnvöldum í Nýju-Delí erfiðleikum,“ skrifaði blaðamaður The Diplomat og hélt áfram: „Árásin á JeM, sem kom flestum á óvart, sýndi Pakistönum að hefðbundinn hernaður er enn mögulegur þrátt fyrir þann háa þröskuld sem er fyrir notkun kjarnorkuvopna. Pakistanar gætu ekki lengur falið sig á bak við kjarnorkuvopnin og hagnast á frekari árásum annarra á Indland.“ Birtist í Fréttablaðinu Indland Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Sjá meira
Nýleg ummæli Rajnaths Singh, varnarmálaráðherra Indlands, þykja benda til þess að stjórnvöld þar í landi séu opin fyrir því að beita kjarnorkuvopnum sínum án þess að skotið sé á Indverja fyrst (e. no first use). „Í dag er kjarnorkustefnan sú að beita vopnunum ekki að fyrra bragði. En hvað gerist í framtíðinni er háð aðstæðum,“ sagði Singh á sunnudag er hann var staddur í Pokhran, þar sem Indverjar gerðu kjarnorkutilraunir árið 1998. Blaðamönnum Hindustan Times þóttu ummælin ekki til marks um að stefnan, sem tekin var upp árið 2003, hafi verið felld úr gildi. Hún þykir hins vegar ekki jafnhelg nú og áður. „Þarna var ekki um formlega stefnubreytingu að ræða,“ sagði í frétt blaðsins. Hins vegar væru ummælin afar mikilvæg. Þótt ýmsir indverskir stjórnmálamenn hafi í gegnum tíðina lýst yfir efasemdum um ágæti stefnunnar um að beita kjarnorkuvopnum ekki að fyrra bragði hefur enginn þeirra verið jafnháttsettur og Singh. Í umfjöllun Asíumálaritsins The Diplomat segir að með yfirlýsingunni sé Singh í rauninni að sanna það sem stjórnvöld í bæði Pakistan og Kína, ríkjum sem eiga í langvarandi deilum við Indland, hafa alla tíð haldið fram. Að Indverjum sé ekki alvara með stefnunni. Indverjar hafa varpað fram sams konar efasemdum um að Kínverjar hafi þessa sömu stefnu, líkt og kínversk stjórnvöld lýstu yfir árið 1964. En hversu slæmar þurfa aðstæður að vera svo Indverjar geti hugsað sér að beita kjarnorkuvopni? Deilan við Pakistana, einnig kjarnorkuveldi, um Kasmír hefur harðnað mjög á undanförnum mánuðum. Eftir meinta hryðjuverkaárás samtakanna JeM í Pulwama í indverska hluta Kasmír fyrr á árinu sögðust Indverjar til að mynda hafa gert árásir á hryðjuverkasamtökin á pakistanskri grundu og voru Pakistanar afar ósáttir. Hermenn ríkjanna skiptust á skotum en ekki kom til alvarlegri átaka. Þá er vert að nefna að ástandið í indverska hluta Kasmír núna, sem Indverjar hafa svipt sjálfsstjórn, hefur kallað fram afar hörð viðbrögð í Pakistan, sem líkt og Indland gerir tilkall til alls héraðsins. „Kjarnorkuvopn Pakistans hafa þrengt að möguleikum Indverja í hefðbundnum hernaði og valdið stjórnvöldum í Nýju-Delí erfiðleikum,“ skrifaði blaðamaður The Diplomat og hélt áfram: „Árásin á JeM, sem kom flestum á óvart, sýndi Pakistönum að hefðbundinn hernaður er enn mögulegur þrátt fyrir þann háa þröskuld sem er fyrir notkun kjarnorkuvopna. Pakistanar gætu ekki lengur falið sig á bak við kjarnorkuvopnin og hagnast á frekari árásum annarra á Indland.“
Birtist í Fréttablaðinu Indland Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Sjá meira