Fljótasti maður heims í vandræðum ári fyrir Ólympíuleika Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. ágúst 2019 09:30 Christian Coleman. Getty/Lachlan Cunningham Christian Coleman er fljótasti maður heims á þessu ári en hann gæti verið búinn að koma sér í mikil vandræði ári fyrir Ólympíuleikana í Tókýó. Rannsókn er farin í gang á því hvernig standi á því að Coleman sé búinn að missa af þremur lyfjaprófum. Ef Coleman verður fundinn sekur um að hafa vísvitandi skrópað í umrædd lyfjapróf þá á hann yfir höfði sér eins árs bann. Það myndi þýða að hann missti af bæði HM í Katar í ár sem og Ólympíuleikunum í Tókýó á næsta ári.American sprinter Christian Coleman is under investigation over concerns he may have missed three drugs tests, BBC Sport has been told.https://t.co/odFWkMm4RUpic.twitter.com/HFJjHovufA — BBC Sport (@BBCSport) August 22, 2019 Christian Coleman þarf eins og aðrir íþróttamenn að láta vita af því hvar hann er svo lyfjaeftirlitið eigi möguleika á að hitta á hann í einn klukkutíma á hverjum degi. Hann þarf líka að láta vita af því hvar hann gistir og hvar hann æfir. Í þessi þrjú skipti var Christian Coleman ekki þar sem hann átti að vera og því gat ekkert lyfjapróf farið fram. Coleman véfengir að minnsta kosti eitt þessara skipta. Christian Coleman varð bandarískur meistari í 100 metra hlaupi í síðasta mánuði þegar hann kom í mark á 9,99 sekúndum en áður hafði hann náð fljótasta tíma ársins með því að hlaupa 100 metrana á 9,81 sekúndu á Demantamóti í Stanford í Kaliforníu í júní.EXCLUSIVE: Olympic 100m favourite Christian Coleman 'has missed three drugs tests' to leave Usain Bolt's successor fighting for his reputation https://t.co/oYQITMiPnT | @Matt_Lawton_DMpic.twitter.com/7CxZsSF4K9 — MailOnline Sport (@MailSport) August 22, 2019 Coleman er 23 ár gamall og vann silfur á síðasta heimsmeistaramóti sem fór fram í London 2017. Coleman er sjöundi fljótasti 100 metra hlaupari allra tíma. Hann setti síðan heimsmet í 60 metra hlaupi innanhúss á síðasta ári. Eftir að Usain Bolt hætti bjuggust margir við því að Christian Coleman yrði næsta ofurstjarna spretthlaupanna en þessi vandræði gætu eyðilagt mikið fyrir honum. Coleman átti að keppa á Demantamóti í Birmingham síðasta föstudag en hætti við þátttöku þar.9.58 Bolt 9.69 Gay 9.69 Blake 9.72 Powell 9.74 Gatlin 9.78 Carter 9.78 Montgomery 9.79 Big Ben Johnson 9.79 Greene - payments to PED dealer 9.79 Coleman - 3 missed tests 9.80 Mullings 9.82 Richard Thompson — Edmund Willison (@honestsport_ew) August 22, 2019 Bandaríkin Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Fótbolti Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Fótbolti Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Fótbolti Fleiri fréttir Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Dagskráin í dag: Enski boltinn á sviðið „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Sjá meira
Christian Coleman er fljótasti maður heims á þessu ári en hann gæti verið búinn að koma sér í mikil vandræði ári fyrir Ólympíuleikana í Tókýó. Rannsókn er farin í gang á því hvernig standi á því að Coleman sé búinn að missa af þremur lyfjaprófum. Ef Coleman verður fundinn sekur um að hafa vísvitandi skrópað í umrædd lyfjapróf þá á hann yfir höfði sér eins árs bann. Það myndi þýða að hann missti af bæði HM í Katar í ár sem og Ólympíuleikunum í Tókýó á næsta ári.American sprinter Christian Coleman is under investigation over concerns he may have missed three drugs tests, BBC Sport has been told.https://t.co/odFWkMm4RUpic.twitter.com/HFJjHovufA — BBC Sport (@BBCSport) August 22, 2019 Christian Coleman þarf eins og aðrir íþróttamenn að láta vita af því hvar hann er svo lyfjaeftirlitið eigi möguleika á að hitta á hann í einn klukkutíma á hverjum degi. Hann þarf líka að láta vita af því hvar hann gistir og hvar hann æfir. Í þessi þrjú skipti var Christian Coleman ekki þar sem hann átti að vera og því gat ekkert lyfjapróf farið fram. Coleman véfengir að minnsta kosti eitt þessara skipta. Christian Coleman varð bandarískur meistari í 100 metra hlaupi í síðasta mánuði þegar hann kom í mark á 9,99 sekúndum en áður hafði hann náð fljótasta tíma ársins með því að hlaupa 100 metrana á 9,81 sekúndu á Demantamóti í Stanford í Kaliforníu í júní.EXCLUSIVE: Olympic 100m favourite Christian Coleman 'has missed three drugs tests' to leave Usain Bolt's successor fighting for his reputation https://t.co/oYQITMiPnT | @Matt_Lawton_DMpic.twitter.com/7CxZsSF4K9 — MailOnline Sport (@MailSport) August 22, 2019 Coleman er 23 ár gamall og vann silfur á síðasta heimsmeistaramóti sem fór fram í London 2017. Coleman er sjöundi fljótasti 100 metra hlaupari allra tíma. Hann setti síðan heimsmet í 60 metra hlaupi innanhúss á síðasta ári. Eftir að Usain Bolt hætti bjuggust margir við því að Christian Coleman yrði næsta ofurstjarna spretthlaupanna en þessi vandræði gætu eyðilagt mikið fyrir honum. Coleman átti að keppa á Demantamóti í Birmingham síðasta föstudag en hætti við þátttöku þar.9.58 Bolt 9.69 Gay 9.69 Blake 9.72 Powell 9.74 Gatlin 9.78 Carter 9.78 Montgomery 9.79 Big Ben Johnson 9.79 Greene - payments to PED dealer 9.79 Coleman - 3 missed tests 9.80 Mullings 9.82 Richard Thompson — Edmund Willison (@honestsport_ew) August 22, 2019
Bandaríkin Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Fótbolti Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Fótbolti Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Fótbolti Fleiri fréttir Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Dagskráin í dag: Enski boltinn á sviðið „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Sjá meira