Liðið er að undirbúa sig fyrir leiki gegn Ungverjalandi og Slóvakíu í undankeppni EM 2021 en báðir leikir fara fram á Laugardalsvelli.
Fyrri leikurinn fer fram á Ungverjalandi næsta fimmtudag og svo síðari leikurinn gegn Slóvakíu þann 2. september. Báðir leikirnir í beinni á Stöð 2 Sport.
KSÍ hefur nú tilkynnt að æfing kvennalandsliðins á þriðjudaginn verði opin öllum og segir að þetta „er kjörið tækifæri fyrir unga iðkendur og aðra áhugasama til að kynna sér hvernig landsliðsæfing fer fram.“
Opin æfing A landsliðs kvenna á Laugardalsvelli þriðjudaginn 27. ágúst kl. 17:00!
Kjörið tækifæri fyrir unga iðkendur og aðra áhugasama að kynna sér hvernig landsliðsæfing fer fram og fylgjast með undirbúningi fyrir undankeppni EM.
Allir velkomnir!#LeiðinTilEnglands#dottirpic.twitter.com/wvc9Qds0dD
— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) August 23, 2019
EM 2021 fer fram í Englandi en Ísland tók þátt á síðasta EM sem fór fram í Hollandi. Þar komst liðið ekki upp úr riðlinum.