Hefja kornskurð óvenju snemma undir Eyjafjöllum eftir frábært hlýindasumar Kristján Már Unnarsson skrifar 23. ágúst 2019 22:40 Kornskurðarvélin á ökrum Þorvaldseyrar í dag. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Kornuppskera stefnir í að verða óvenju góð sunnanlands í ár en kornskurður hófst í dag á Þorvaldseyri undir Eyjafjöllum, tveimur til þremur vikum fyrr en venjulega. Stór hluti uppskerunnar fer í ölgerð og bakarí. Þetta mátti sjá í fréttum Stöðvar 2. Kornakrarnir undir Eyjafjöllum eru orðnir bleikir, - enn eitt dæmið um óvenju hagstætt tíðarfar í sumar. Bændurnir á Þorvaldseyri, Ólafur Eggertsson og Páll Eggert, sonur hans, ræstu kornskurðarvélina í dag en þeir hafa oft ekki hafið kornslátt fyrr en komið er fram undir miðjan september. „En það er bara búið að vera svo frábært sumar og mikil hlýindi, eins og er í dag. Hérna er sextán stigi hiti og vindur. Kornið þornar bara á stráinu og það er kjörið að taka kornið á þessu stigi,“ segir Ólafur og minnist þess raunar að hafa áður byrjað kornskurð í endaðan ágúst.Bleikir akrar Þorvaldseyrar í dag. Eyjafjallajökull í baksýn.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Það hefur gengið á ýmsu í kornræktinni undanfarin ár og eftir lélegt ár í fyrra gleðst bóndinn yfir góðri uppskeru í ár. „Já, þetta er bara alveg toppurinn að lifa við svona. Að fá svona góð ár inn á milli. Og það er ekkert skemmtilegra en að vinna á kornakri í góðu veðri, eins og er í dag. Sjá hvernig vélin veður í gegnum akurinn og hirðir kornið í tank. Og það fer upp á vagn og síðan heim í kornhlöðu.“ Og það eru ekki bara kýrnar sem fá að njóta byggsins sem fóðurs heldur einnig mannfólkið. „Við erum að selja svona helminginn af korninu okkar til brugggerðar í Ölgerðinni. Og svo fer töluvert í mjöl líka, sem bakarí kaupa af okkur og baka úr þessu brauð og flatkökur og fleira," segir Ólafur Eggertsson á Þorvaldseyri. Hér má sjá viðtalið við hann í fréttum Stöðvar 2: Landbúnaður Rangárþing eystra Tengdar fréttir Repjuolía á íslenska skipaflotann Fyrsta tilraunaræktun á repju til olíuframleiðslu á Íslandi hófst 2009 á Þorvaldseyri undir Eyjafjöllum og hefur sú tilraun gefist vel. 19. maí 2019 19:15 Kornrækt til brauð- og ölgerðar eykst með nýrri þurrkunarstöð Sérhæfð kornþurrkunarstöð á Þorvaldseyri eykur matvælaöryggi í kornbúskap. 1. september 2016 19:45 Bóndi ekur í fyrsta sinn á olíu af eigin akri Olíuframleiðsla er hafin á Þorvaldseyri og ók Ólafur Eggertsson bóndi í fyrsta sinn í dag traktor sem gekk fyrir olíu af hans eigin akri. Hjá Siglingastofnun vonast menn til að íslenski fiskiskipaflotinn verði í framtíðinni knúinn með íslenskri jurtaolíu. 11. nóvember 2010 18:51 Sjáið hvað það er dásamlegt að askan gerði jörðina frjósamari Sumarið er alger toppur, segir bóndinn á Þorvaldseyri, sem þakkar bæði góðri tíð og öskunni úr Eyjafjallajökli það að kornskurður hófst í ár allt að þremur vikum fyrr en venjulega. 24. ágúst 2016 19:45 Álskip og repjurækt kolefnislosi flotann Repjuolía og álskip samhliða rafvæðingu ættu að verða næstu skref Íslendinga til að minnka kolefnislosun skipaflotans, að mati ráðgjafahóps. 16. desember 2015 19:00 Hóf slátt þegar spáð var sólskini en þá hélt bara áfram að rigna Ólafur Eggertsson, bóndi á Þorvaldseyri, segist aldrei hafa upplifað annað eins vor, það komi engar almennilegar uppstyttur. 14. júní 2018 22:00 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Kornuppskera stefnir í að verða óvenju góð sunnanlands í ár en kornskurður hófst í dag á Þorvaldseyri undir Eyjafjöllum, tveimur til þremur vikum fyrr en venjulega. Stór hluti uppskerunnar fer í ölgerð og bakarí. Þetta mátti sjá í fréttum Stöðvar 2. Kornakrarnir undir Eyjafjöllum eru orðnir bleikir, - enn eitt dæmið um óvenju hagstætt tíðarfar í sumar. Bændurnir á Þorvaldseyri, Ólafur Eggertsson og Páll Eggert, sonur hans, ræstu kornskurðarvélina í dag en þeir hafa oft ekki hafið kornslátt fyrr en komið er fram undir miðjan september. „En það er bara búið að vera svo frábært sumar og mikil hlýindi, eins og er í dag. Hérna er sextán stigi hiti og vindur. Kornið þornar bara á stráinu og það er kjörið að taka kornið á þessu stigi,“ segir Ólafur og minnist þess raunar að hafa áður byrjað kornskurð í endaðan ágúst.Bleikir akrar Þorvaldseyrar í dag. Eyjafjallajökull í baksýn.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Það hefur gengið á ýmsu í kornræktinni undanfarin ár og eftir lélegt ár í fyrra gleðst bóndinn yfir góðri uppskeru í ár. „Já, þetta er bara alveg toppurinn að lifa við svona. Að fá svona góð ár inn á milli. Og það er ekkert skemmtilegra en að vinna á kornakri í góðu veðri, eins og er í dag. Sjá hvernig vélin veður í gegnum akurinn og hirðir kornið í tank. Og það fer upp á vagn og síðan heim í kornhlöðu.“ Og það eru ekki bara kýrnar sem fá að njóta byggsins sem fóðurs heldur einnig mannfólkið. „Við erum að selja svona helminginn af korninu okkar til brugggerðar í Ölgerðinni. Og svo fer töluvert í mjöl líka, sem bakarí kaupa af okkur og baka úr þessu brauð og flatkökur og fleira," segir Ólafur Eggertsson á Þorvaldseyri. Hér má sjá viðtalið við hann í fréttum Stöðvar 2:
Landbúnaður Rangárþing eystra Tengdar fréttir Repjuolía á íslenska skipaflotann Fyrsta tilraunaræktun á repju til olíuframleiðslu á Íslandi hófst 2009 á Þorvaldseyri undir Eyjafjöllum og hefur sú tilraun gefist vel. 19. maí 2019 19:15 Kornrækt til brauð- og ölgerðar eykst með nýrri þurrkunarstöð Sérhæfð kornþurrkunarstöð á Þorvaldseyri eykur matvælaöryggi í kornbúskap. 1. september 2016 19:45 Bóndi ekur í fyrsta sinn á olíu af eigin akri Olíuframleiðsla er hafin á Þorvaldseyri og ók Ólafur Eggertsson bóndi í fyrsta sinn í dag traktor sem gekk fyrir olíu af hans eigin akri. Hjá Siglingastofnun vonast menn til að íslenski fiskiskipaflotinn verði í framtíðinni knúinn með íslenskri jurtaolíu. 11. nóvember 2010 18:51 Sjáið hvað það er dásamlegt að askan gerði jörðina frjósamari Sumarið er alger toppur, segir bóndinn á Þorvaldseyri, sem þakkar bæði góðri tíð og öskunni úr Eyjafjallajökli það að kornskurður hófst í ár allt að þremur vikum fyrr en venjulega. 24. ágúst 2016 19:45 Álskip og repjurækt kolefnislosi flotann Repjuolía og álskip samhliða rafvæðingu ættu að verða næstu skref Íslendinga til að minnka kolefnislosun skipaflotans, að mati ráðgjafahóps. 16. desember 2015 19:00 Hóf slátt þegar spáð var sólskini en þá hélt bara áfram að rigna Ólafur Eggertsson, bóndi á Þorvaldseyri, segist aldrei hafa upplifað annað eins vor, það komi engar almennilegar uppstyttur. 14. júní 2018 22:00 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Repjuolía á íslenska skipaflotann Fyrsta tilraunaræktun á repju til olíuframleiðslu á Íslandi hófst 2009 á Þorvaldseyri undir Eyjafjöllum og hefur sú tilraun gefist vel. 19. maí 2019 19:15
Kornrækt til brauð- og ölgerðar eykst með nýrri þurrkunarstöð Sérhæfð kornþurrkunarstöð á Þorvaldseyri eykur matvælaöryggi í kornbúskap. 1. september 2016 19:45
Bóndi ekur í fyrsta sinn á olíu af eigin akri Olíuframleiðsla er hafin á Þorvaldseyri og ók Ólafur Eggertsson bóndi í fyrsta sinn í dag traktor sem gekk fyrir olíu af hans eigin akri. Hjá Siglingastofnun vonast menn til að íslenski fiskiskipaflotinn verði í framtíðinni knúinn með íslenskri jurtaolíu. 11. nóvember 2010 18:51
Sjáið hvað það er dásamlegt að askan gerði jörðina frjósamari Sumarið er alger toppur, segir bóndinn á Þorvaldseyri, sem þakkar bæði góðri tíð og öskunni úr Eyjafjallajökli það að kornskurður hófst í ár allt að þremur vikum fyrr en venjulega. 24. ágúst 2016 19:45
Álskip og repjurækt kolefnislosi flotann Repjuolía og álskip samhliða rafvæðingu ættu að verða næstu skref Íslendinga til að minnka kolefnislosun skipaflotans, að mati ráðgjafahóps. 16. desember 2015 19:00
Hóf slátt þegar spáð var sólskini en þá hélt bara áfram að rigna Ólafur Eggertsson, bóndi á Þorvaldseyri, segist aldrei hafa upplifað annað eins vor, það komi engar almennilegar uppstyttur. 14. júní 2018 22:00
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent