Loks eitthvað jákvætt frá McGregor Benedikt Bóas skrifar 24. ágúst 2019 09:00 Conor McGregor er íslendingum að góðu kunnur enda æfir hann oft hér með Gunnari Nelson. NordicPhotos/getty Conor McGregor hefur verið í fréttum að undanförnu fyrir að hafa kýlt fimmtugan mann á bar fyrir litlar sem engar sakir. Þar á undan var hann handtekinn í Miami fyrir að eyðileggja síma aðdáanda, kynferðisleg áreitni er til rannsóknar í heimalandinu og svona mætti lengi telja. Mannorð hans er í rúst en McGregor mætti í langt viðtal á ESPN-sjónvarpsstöðinni á fimmtudag og fór yfir sína hlið á málunum. Trúlega var þetta fyrsta skrefið fyrir kappann til að reyna að öðlast snefil af virðingu aftur. McGregor fór um víðan völl í viðtalinu. Talaði um atvikin í Dublin og Miami, nýja húsið sitt og að hann ætli ekki að verða enn ein klisjan um bardagamanninn sem átti allt og gat allt en spilaði svo rassinn úr buxunum. Flestir spekingar vestan hafs eru sammála um að McGregor hafi virst auðmjúkur í viðtalinu en auðmýkt og hann hafa ekki beint verið vinir undanfarin ár. „Ég ætla ekki að feta klisjustíginn um bardagamanninn sem átti allt en sólundaði svo öllu. Ég þarf að viðurkenna fortíðina, ekki aðeins hjá mér heldur öðrum líka. Það er það sem ég er að gera, alla daga og ég er að vinna mikið í sjálfum mér.Mcgregor kemur frá lögreglustöðinni í Brooklyn í járnum.Þetta er ekkert búið hjá mér. Ég er mjög spenntur fyrir komandi tímum. Það var smá hindrun í veginum en ég er að finna jafnvægið og hvatann til að berjast aftur.“ Hann benti svo á að hann myndi trúlega berjast áfram til síðasta dags. Og hann væri langt í frá hættur í UFC þrátt fyrir tíst þess efnis. Hann vildi áfram vera hjá sambandinu og bæri ómælda virðingu fyrir því. Allir væru að vinna að því að fara aftur af stað. McGregor hefur nokkra valmöguleika þegar kemur að andstæðingum. Nate Diaz meðal annars en Conor benti á að þeir hefðu eytt um 50 mínútum í búrinu saman og kannski væri betra að skoða aðra möguleika. Heimsbyggðin væri trúlega til í annað einvígi milli Khabibs og McGregors. „Ég vil bara titilinn minn aftur. Í hreinskilni sagt þá skiptir ekki máli hver verður andstæðingur minn. Þetta snýst bara um að fara aftur inn í búrið og vera ég sjálfur.“ Þá benti McGregor á að þótt það væri ágúst þá væru líkurnar á því að hann muni stíga inn í búrið fyrir árslok töluverðar.McGregor og kærasta hans til 11 ára, Dee Devlin. Saman eiga þau sonin Conor og dótturina Croia.Mun ekki víkja undan ábyrgð Um John Kavanagh, þjálfara sinn, sagði McGregor að hann yrði í horninu hjá sér í næsta bardaga en viðurkenndi að samband þeirra hefði verið betra. „Hann er snillingur og að hafa hann í mínu horni er nauðsynlegt. Við erum að ræða saman. Ég veit að ég var ekki 100 prósent og það tekur tíma að laga sambandið en hann verður í mínu horni – ekki spurning.“ Um atvikið á barnum, sem írska lögreglan hefur til skoðunar, sagðist hann vera miður sín en ætlar að axla ábyrgð á gjörðum sínum. „Þessi maður átti skilið að fá að njóta sín á barnum. Ég baðst afsökunar strax á staðnum en það skiptir ekki máli því hegðun mín var ekki í lagi. Ég verð að axla ábyrgð, fyrir alla fjölskyldu mína, mömmu, pabba og þá sem kenndu mér að berjast. Þann dóm sem ég fæ á ég skilið. Ég mun ekki víkja mér undan ábyrgðinni.“ Fiskur eða hvalur Spurður um hvernig hann ætli að halda sig á beinu brautinni sagði McGregor að eitt af mörgu sem hann geri sé að eiga daglegt samtal við sjálfan sig. „Ég er að reyna að láta ekki undan freistingunni. Ég er að reyna að grípa ekki beituna. Er ég fiskur eða er ég hvalur? Ég þarf að vera rólegur og sýna gott fordæmi. Það eru margir sem líta upp til mín og ég get ekki haldið áfram að bregðast svona við. Ég er að vinna mikið í mínum málum til að svo megi verða. Ég er að reyna að vera fjölskyldumaður og vinn hart að því alla daga. Við fluttum inn í nýtt hús fyrir skömmu og það tók langan tíma að finna það. En ég er ánægður og við erum að koma okkur þar fyrir og skoða skóla og annað.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Menning „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Riddarar kærleikans í hringferð um landið Lífið Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn Lífið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Fleiri fréttir Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni Sjá meira
Conor McGregor hefur verið í fréttum að undanförnu fyrir að hafa kýlt fimmtugan mann á bar fyrir litlar sem engar sakir. Þar á undan var hann handtekinn í Miami fyrir að eyðileggja síma aðdáanda, kynferðisleg áreitni er til rannsóknar í heimalandinu og svona mætti lengi telja. Mannorð hans er í rúst en McGregor mætti í langt viðtal á ESPN-sjónvarpsstöðinni á fimmtudag og fór yfir sína hlið á málunum. Trúlega var þetta fyrsta skrefið fyrir kappann til að reyna að öðlast snefil af virðingu aftur. McGregor fór um víðan völl í viðtalinu. Talaði um atvikin í Dublin og Miami, nýja húsið sitt og að hann ætli ekki að verða enn ein klisjan um bardagamanninn sem átti allt og gat allt en spilaði svo rassinn úr buxunum. Flestir spekingar vestan hafs eru sammála um að McGregor hafi virst auðmjúkur í viðtalinu en auðmýkt og hann hafa ekki beint verið vinir undanfarin ár. „Ég ætla ekki að feta klisjustíginn um bardagamanninn sem átti allt en sólundaði svo öllu. Ég þarf að viðurkenna fortíðina, ekki aðeins hjá mér heldur öðrum líka. Það er það sem ég er að gera, alla daga og ég er að vinna mikið í sjálfum mér.Mcgregor kemur frá lögreglustöðinni í Brooklyn í járnum.Þetta er ekkert búið hjá mér. Ég er mjög spenntur fyrir komandi tímum. Það var smá hindrun í veginum en ég er að finna jafnvægið og hvatann til að berjast aftur.“ Hann benti svo á að hann myndi trúlega berjast áfram til síðasta dags. Og hann væri langt í frá hættur í UFC þrátt fyrir tíst þess efnis. Hann vildi áfram vera hjá sambandinu og bæri ómælda virðingu fyrir því. Allir væru að vinna að því að fara aftur af stað. McGregor hefur nokkra valmöguleika þegar kemur að andstæðingum. Nate Diaz meðal annars en Conor benti á að þeir hefðu eytt um 50 mínútum í búrinu saman og kannski væri betra að skoða aðra möguleika. Heimsbyggðin væri trúlega til í annað einvígi milli Khabibs og McGregors. „Ég vil bara titilinn minn aftur. Í hreinskilni sagt þá skiptir ekki máli hver verður andstæðingur minn. Þetta snýst bara um að fara aftur inn í búrið og vera ég sjálfur.“ Þá benti McGregor á að þótt það væri ágúst þá væru líkurnar á því að hann muni stíga inn í búrið fyrir árslok töluverðar.McGregor og kærasta hans til 11 ára, Dee Devlin. Saman eiga þau sonin Conor og dótturina Croia.Mun ekki víkja undan ábyrgð Um John Kavanagh, þjálfara sinn, sagði McGregor að hann yrði í horninu hjá sér í næsta bardaga en viðurkenndi að samband þeirra hefði verið betra. „Hann er snillingur og að hafa hann í mínu horni er nauðsynlegt. Við erum að ræða saman. Ég veit að ég var ekki 100 prósent og það tekur tíma að laga sambandið en hann verður í mínu horni – ekki spurning.“ Um atvikið á barnum, sem írska lögreglan hefur til skoðunar, sagðist hann vera miður sín en ætlar að axla ábyrgð á gjörðum sínum. „Þessi maður átti skilið að fá að njóta sín á barnum. Ég baðst afsökunar strax á staðnum en það skiptir ekki máli því hegðun mín var ekki í lagi. Ég verð að axla ábyrgð, fyrir alla fjölskyldu mína, mömmu, pabba og þá sem kenndu mér að berjast. Þann dóm sem ég fæ á ég skilið. Ég mun ekki víkja mér undan ábyrgðinni.“ Fiskur eða hvalur Spurður um hvernig hann ætli að halda sig á beinu brautinni sagði McGregor að eitt af mörgu sem hann geri sé að eiga daglegt samtal við sjálfan sig. „Ég er að reyna að láta ekki undan freistingunni. Ég er að reyna að grípa ekki beituna. Er ég fiskur eða er ég hvalur? Ég þarf að vera rólegur og sýna gott fordæmi. Það eru margir sem líta upp til mín og ég get ekki haldið áfram að bregðast svona við. Ég er að vinna mikið í mínum málum til að svo megi verða. Ég er að reyna að vera fjölskyldumaður og vinn hart að því alla daga. Við fluttum inn í nýtt hús fyrir skömmu og það tók langan tíma að finna það. En ég er ánægður og við erum að koma okkur þar fyrir og skoða skóla og annað.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Menning „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Riddarar kærleikans í hringferð um landið Lífið Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn Lífið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Fleiri fréttir Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni Sjá meira