Stór samningur Japans og Bandaríkjanna Kristinn Haukur Guðnason skrifar 26. ágúst 2019 08:30 Trump og Abe leystu vandamál heima fyrir með stórum samningi. Nordicphotos/Getty Donald Trump, Bandaríkjaforseti, og Shinzo Abe, forsætisráðherra Japans, tilkynntu um stóran viðskiptasamning á fundi G7-ríkjanna sem fram fer í Biarritz í Frakklandi. Nánari útfærsla á samningnum verður gerð í New York í september. Samkvæmt samningnum munu Japanir kaupa mikið af maís frá Bandaríkjunum. Síðan viðskiptastríð hófst við Kína hafa bandarískir maísframleiðendur átt erfitt með að koma vörum sínum á markað. „Þetta eru margir milljarðar Bandaríkjadollara. Frábært fyrir bændur,“ sagði Trump á blaðamannafundi hans og Abe. Abe sagði að það yrði ekki japanska ríkið sjálft sem keypti afurðirnar heldur fyrirtæki í einkageiranum. Losað verður um tolla og innflutningshöft. Maís er ekki eina varan sem samningurinn mun ná yfir heldur einnig hveiti, mjólkurvörur, nautakjöt, svínakjöt og fleira. Í dag flytja Japanir inn landbúnaðarvörur frá Bandaríkjunum fyrir um 14 milljarða dollara, sem samsvarar 1.700 milljörðum íslenskra króna. Með samningnum opnast fyrir 7 milljarða dollara til viðbótar. Er þetta kærkomið fyrir Japani sem hafa misst mikið af eigin landbúnaðarafurðum vegna skordýrafaraldurs undanfarið. Samningurinn markar nokkur tímamót í samskiptum þjóðanna því þau hafa verið fremur stirð í tíð Trumps hvað viðskipti varðar. Þó að Trump og Abe hafi þurft að brjóta odd af oflæti sínu kemur samningurinn þeim báðum vel, bæði efnahagslega og stjórnmálalega. Ýmis önnur tíðindi hafa orðið á fundinum og einna markverðust var fyrirvaralaus koma íranska utanríkisráðherrans, Mohammad Javad Zarif. Fundaði hann með Macron Frakklandsforseta og Le Drian utanríkisráðherra um spennuna vegna kjarnorkuáætlunar Írans. Þá bar Trump upp þá tillögu að hleypa Rússum aftur inn í hópinn og sagði að Pútín ætti að koma að umræðum um stöðuna í Íran, Norður-Kóreu og Sýrlandi. Voru hinir leiðtogarnir sex allir mótfallnir þeirri tillögu en Rússum var vikið úr hópnum eftir að þeir innlimuðu Krímskaga árið 2014. Skógareldarnir í Amason-frumskóginum hafa verið ræddir og hvöttu bæði Macron og Angela Merkel Þýskalandskanslari til þess að þau mál yrðu tekin föstum tökum. Samkvæmt heimildum mun samkomulag hafa náðst milli ríkjanna og var Macron falið að vinna að því að komast að þörfum Brasilíu og annarra Amason-ríkja vegna eldanna. „Án þess að troða á fullveldi þessara landa, verðum við að hafa það að markmiði að rækta upp skóginn að nýju og aðstoða hvert land fyrir sig efnahagslega,“ sagði Macron. Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Japan Tengdar fréttir Utanríkisráðherra Íran mætti óvænt til fundar G7 ríkjanna Utanríkisráðherra Íran, Mohammad Javad Zarif, heiðraði leiðtoga G7 ríkjanna með nærveru sinni í óvæntri heimsókn til franska bæjarins Biarritz hvar leiðtogarnir eru saman komnir til þess að ráða sínum ráðum. 25. ágúst 2019 17:53 Trump lofar Bretum „stærsta fríverslunarsamningi“ í sögu ríkjanna Donald Trump og Boris Jonson áttu morgunverðarfund í Frakklandi í dag. 25. ágúst 2019 09:00 Mest lesið Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Sjá meira
Donald Trump, Bandaríkjaforseti, og Shinzo Abe, forsætisráðherra Japans, tilkynntu um stóran viðskiptasamning á fundi G7-ríkjanna sem fram fer í Biarritz í Frakklandi. Nánari útfærsla á samningnum verður gerð í New York í september. Samkvæmt samningnum munu Japanir kaupa mikið af maís frá Bandaríkjunum. Síðan viðskiptastríð hófst við Kína hafa bandarískir maísframleiðendur átt erfitt með að koma vörum sínum á markað. „Þetta eru margir milljarðar Bandaríkjadollara. Frábært fyrir bændur,“ sagði Trump á blaðamannafundi hans og Abe. Abe sagði að það yrði ekki japanska ríkið sjálft sem keypti afurðirnar heldur fyrirtæki í einkageiranum. Losað verður um tolla og innflutningshöft. Maís er ekki eina varan sem samningurinn mun ná yfir heldur einnig hveiti, mjólkurvörur, nautakjöt, svínakjöt og fleira. Í dag flytja Japanir inn landbúnaðarvörur frá Bandaríkjunum fyrir um 14 milljarða dollara, sem samsvarar 1.700 milljörðum íslenskra króna. Með samningnum opnast fyrir 7 milljarða dollara til viðbótar. Er þetta kærkomið fyrir Japani sem hafa misst mikið af eigin landbúnaðarafurðum vegna skordýrafaraldurs undanfarið. Samningurinn markar nokkur tímamót í samskiptum þjóðanna því þau hafa verið fremur stirð í tíð Trumps hvað viðskipti varðar. Þó að Trump og Abe hafi þurft að brjóta odd af oflæti sínu kemur samningurinn þeim báðum vel, bæði efnahagslega og stjórnmálalega. Ýmis önnur tíðindi hafa orðið á fundinum og einna markverðust var fyrirvaralaus koma íranska utanríkisráðherrans, Mohammad Javad Zarif. Fundaði hann með Macron Frakklandsforseta og Le Drian utanríkisráðherra um spennuna vegna kjarnorkuáætlunar Írans. Þá bar Trump upp þá tillögu að hleypa Rússum aftur inn í hópinn og sagði að Pútín ætti að koma að umræðum um stöðuna í Íran, Norður-Kóreu og Sýrlandi. Voru hinir leiðtogarnir sex allir mótfallnir þeirri tillögu en Rússum var vikið úr hópnum eftir að þeir innlimuðu Krímskaga árið 2014. Skógareldarnir í Amason-frumskóginum hafa verið ræddir og hvöttu bæði Macron og Angela Merkel Þýskalandskanslari til þess að þau mál yrðu tekin föstum tökum. Samkvæmt heimildum mun samkomulag hafa náðst milli ríkjanna og var Macron falið að vinna að því að komast að þörfum Brasilíu og annarra Amason-ríkja vegna eldanna. „Án þess að troða á fullveldi þessara landa, verðum við að hafa það að markmiði að rækta upp skóginn að nýju og aðstoða hvert land fyrir sig efnahagslega,“ sagði Macron.
Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Japan Tengdar fréttir Utanríkisráðherra Íran mætti óvænt til fundar G7 ríkjanna Utanríkisráðherra Íran, Mohammad Javad Zarif, heiðraði leiðtoga G7 ríkjanna með nærveru sinni í óvæntri heimsókn til franska bæjarins Biarritz hvar leiðtogarnir eru saman komnir til þess að ráða sínum ráðum. 25. ágúst 2019 17:53 Trump lofar Bretum „stærsta fríverslunarsamningi“ í sögu ríkjanna Donald Trump og Boris Jonson áttu morgunverðarfund í Frakklandi í dag. 25. ágúst 2019 09:00 Mest lesið Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Sjá meira
Utanríkisráðherra Íran mætti óvænt til fundar G7 ríkjanna Utanríkisráðherra Íran, Mohammad Javad Zarif, heiðraði leiðtoga G7 ríkjanna með nærveru sinni í óvæntri heimsókn til franska bæjarins Biarritz hvar leiðtogarnir eru saman komnir til þess að ráða sínum ráðum. 25. ágúst 2019 17:53
Trump lofar Bretum „stærsta fríverslunarsamningi“ í sögu ríkjanna Donald Trump og Boris Jonson áttu morgunverðarfund í Frakklandi í dag. 25. ágúst 2019 09:00