Vildi nota kjarnorkusprengjur á fellibylji Stefán Ó. Jónsson og Sylvía Hall skrifa 26. ágúst 2019 08:08 Donald Trump Bandaríkjaforseti bar hugmyndina undir ráðgjafa sína. WH/Getty Donald Trump Bandaríkjaforseti er sagður hafa stungið upp á því á fundi með hernaðarráðgjöfum sínum að sleppa kjarnorkusprengjum á fellibylji til að splundra þeim áður en þeir ná á land í Bandaríkjunum. Mun forsetinn hafa stungið upp á því oftar en einu sinni. Að sögn bandaríska miðilsins Axios, sem hefur þetta eftir heimildarmönnum sem sátu fundinn, kom uppástunga forsetans eftir að háttsettir yfirmenn varnarmálaráðuneytisins ræddu við forsetann um þá ógn sem stafaði af náttúruhamförum á borð við fellibylji. Voru viðbrögð ráðgjafa hans á þá leið að möguleikinn yrði kannaður, án þess þó að ábyrgjast neitt. „Þeir byrja að myndast fyrir utan strendur Afríku, þegar þeir ferðast yfir Atlantshafið, þá köstum við sprengju í auga fellibylsins og hún sundrar honum. Af hverju getum við ekki gert það?“ er haft eftir forsetanum. Þrátt fyrir að hugmyndir um að varpa kjarnorkusprengjum á fellibylji hafi reglulega verið viðraðar allt frá forsetatíð Eisenhowers eru þær þó hvorki taldar líklegar til árangurs, né góðar fyrir umhverfið. Náttúruvísindatímaritið National Geographic birti umfjöllun í tímariti sínu stuttu eftir að valdatíð Trump hófst þar sem nákvæmlega þessi hugmynd var tekin fyrir. Greinin bar fyrirsögnina „Ótrúleg saga mjög vondrar hugmyndar“ og kom þar fram að hugmyndin væri, líkt og titillinn gaf til kynna, ekki svo góð. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Málverk af Trump vekur kátínu netverja Íhaldssami listamaðurinn Jon McNaughton birti á þriðjudag nýjasta verk sitt í röð málverka sem öll tengjast slagorði forsetans MAGA (Gerum Bandaríkin frábær aftur) á einn eða annan hátt. 20. ágúst 2019 23:53 Frétti að Trump hefði áhuga á að kaupa Ísland Þáttastjórnendur Fox & Friends voru ósáttir við að forsætisráðherra Danmerkur væri ekki opinn fyrir því að selja Bandaríkjunum Grænland. 23. ágúst 2019 10:57 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Fleiri fréttir „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti er sagður hafa stungið upp á því á fundi með hernaðarráðgjöfum sínum að sleppa kjarnorkusprengjum á fellibylji til að splundra þeim áður en þeir ná á land í Bandaríkjunum. Mun forsetinn hafa stungið upp á því oftar en einu sinni. Að sögn bandaríska miðilsins Axios, sem hefur þetta eftir heimildarmönnum sem sátu fundinn, kom uppástunga forsetans eftir að háttsettir yfirmenn varnarmálaráðuneytisins ræddu við forsetann um þá ógn sem stafaði af náttúruhamförum á borð við fellibylji. Voru viðbrögð ráðgjafa hans á þá leið að möguleikinn yrði kannaður, án þess þó að ábyrgjast neitt. „Þeir byrja að myndast fyrir utan strendur Afríku, þegar þeir ferðast yfir Atlantshafið, þá köstum við sprengju í auga fellibylsins og hún sundrar honum. Af hverju getum við ekki gert það?“ er haft eftir forsetanum. Þrátt fyrir að hugmyndir um að varpa kjarnorkusprengjum á fellibylji hafi reglulega verið viðraðar allt frá forsetatíð Eisenhowers eru þær þó hvorki taldar líklegar til árangurs, né góðar fyrir umhverfið. Náttúruvísindatímaritið National Geographic birti umfjöllun í tímariti sínu stuttu eftir að valdatíð Trump hófst þar sem nákvæmlega þessi hugmynd var tekin fyrir. Greinin bar fyrirsögnina „Ótrúleg saga mjög vondrar hugmyndar“ og kom þar fram að hugmyndin væri, líkt og titillinn gaf til kynna, ekki svo góð.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Málverk af Trump vekur kátínu netverja Íhaldssami listamaðurinn Jon McNaughton birti á þriðjudag nýjasta verk sitt í röð málverka sem öll tengjast slagorði forsetans MAGA (Gerum Bandaríkin frábær aftur) á einn eða annan hátt. 20. ágúst 2019 23:53 Frétti að Trump hefði áhuga á að kaupa Ísland Þáttastjórnendur Fox & Friends voru ósáttir við að forsætisráðherra Danmerkur væri ekki opinn fyrir því að selja Bandaríkjunum Grænland. 23. ágúst 2019 10:57 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Fleiri fréttir „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Sjá meira
Málverk af Trump vekur kátínu netverja Íhaldssami listamaðurinn Jon McNaughton birti á þriðjudag nýjasta verk sitt í röð málverka sem öll tengjast slagorði forsetans MAGA (Gerum Bandaríkin frábær aftur) á einn eða annan hátt. 20. ágúst 2019 23:53
Frétti að Trump hefði áhuga á að kaupa Ísland Þáttastjórnendur Fox & Friends voru ósáttir við að forsætisráðherra Danmerkur væri ekki opinn fyrir því að selja Bandaríkjunum Grænland. 23. ágúst 2019 10:57
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent