Tókst að lenda flugvélinni án vandkvæða Kolbeinn Tumi Daðason og Tryggvi Páll Tryggvason skrifa 26. ágúst 2019 13:30 Farþegarnir ganga frá borði í Keflavík. Vísir/EgillA Flugvél United Airlines sem snúið var við vegna vélarbilunar skömmu eftir flugtak frá Keflavíkurflugvelli er lent á flugvellinum. Samkvæmt upplýsingum frá Isavia tókst lendingin vel. Flugmennirnir urðu varir við að annar hreyfillinn ofhitnaði og því var ákveðið að snúa við, samkvæmt heimildum Vísis. Mikill viðbúnaður var á Keflavíkurflugvelli eftir að flugmenn vélar United Airlines á leið frá Keflavík til New York óskuðu eftir því að koma inn til lendingar skömmu eftir flugtak. Vélin lagði af stað frá Keflavík skömmu eftir hádegi.Mynd/Flightradar 24Farþegi um borð í vélinni segir í samtali við Vísi að upplifunin hafi verið óþægileg en flugmenn vélarinnar hafi fullvissað farþega um að hægt yrði að lenda vélinni án vandvæða. Um tuttugu mínútur liðu þangað til vélinni var snúið við, þangað til henni var lent. Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia sagði í samtali við Vísi að meldingin sem komi hafi verið kóðuð rauð og alltaf þegar slíkt gerist fari viðbragðsaðilar á svæðinu af stað. Sjúkraflutningsfólk, lögreglufólk og slökkviliðsmenn eru komnir á svæðið.Vélin er lent.Einar HafsteinnFlugvélin hafði verið á flugi í um klukkustund áður en henni var snúið við en hún lenti um klukkan 13.20. Samkvæmt upplýsingum Vísis eru farþegar enn um borð í vélinni og hafa þeir verið beðnir um að halda kyrru fyrir. Rauði krossinn hefur sent viðbragðshóp sinn á Keflavíkurflugvöll og veitir farþegum vélarinnar sálrænan stuðning. Í tilkynningu frá Rauða krossinum segir að í slíkum aðstæðum verði gjarnan uppnám meðal farþega og því gott að tala við vel þjálfaða sjálfboðaliða auk þess að veita upplýsingar um hvert er hægt að snúa sér ef vanlíðan gerir vart við sig síðar. Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Mest lesið „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Formlegar viðræður hafnar Innlent Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Innlent Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Innlent Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Innlent Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Innlent Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar Innlent Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Innlent Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Innlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Fleiri fréttir Formlegar viðræður hafnar Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Hissa yfir ýktum viðbrögðum en sér tækifæri í stöðunni „Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Endurgreiðsla og mögulegt gjaldþrot flokkanna andstætt markmiðum laganna Meirihlutinn fallinn í borginni Styrkir til stjórnmálaflokka og galin áform um uppbyggingu Fuglaflensugreiningum fækkar Fundi frestað fram yfir helgi Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Sjá meira
Flugvél United Airlines sem snúið var við vegna vélarbilunar skömmu eftir flugtak frá Keflavíkurflugvelli er lent á flugvellinum. Samkvæmt upplýsingum frá Isavia tókst lendingin vel. Flugmennirnir urðu varir við að annar hreyfillinn ofhitnaði og því var ákveðið að snúa við, samkvæmt heimildum Vísis. Mikill viðbúnaður var á Keflavíkurflugvelli eftir að flugmenn vélar United Airlines á leið frá Keflavík til New York óskuðu eftir því að koma inn til lendingar skömmu eftir flugtak. Vélin lagði af stað frá Keflavík skömmu eftir hádegi.Mynd/Flightradar 24Farþegi um borð í vélinni segir í samtali við Vísi að upplifunin hafi verið óþægileg en flugmenn vélarinnar hafi fullvissað farþega um að hægt yrði að lenda vélinni án vandvæða. Um tuttugu mínútur liðu þangað til vélinni var snúið við, þangað til henni var lent. Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia sagði í samtali við Vísi að meldingin sem komi hafi verið kóðuð rauð og alltaf þegar slíkt gerist fari viðbragðsaðilar á svæðinu af stað. Sjúkraflutningsfólk, lögreglufólk og slökkviliðsmenn eru komnir á svæðið.Vélin er lent.Einar HafsteinnFlugvélin hafði verið á flugi í um klukkustund áður en henni var snúið við en hún lenti um klukkan 13.20. Samkvæmt upplýsingum Vísis eru farþegar enn um borð í vélinni og hafa þeir verið beðnir um að halda kyrru fyrir. Rauði krossinn hefur sent viðbragðshóp sinn á Keflavíkurflugvöll og veitir farþegum vélarinnar sálrænan stuðning. Í tilkynningu frá Rauða krossinum segir að í slíkum aðstæðum verði gjarnan uppnám meðal farþega og því gott að tala við vel þjálfaða sjálfboðaliða auk þess að veita upplýsingar um hvert er hægt að snúa sér ef vanlíðan gerir vart við sig síðar.
Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Mest lesið „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Formlegar viðræður hafnar Innlent Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Innlent Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Innlent Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Innlent Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Innlent Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar Innlent Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Innlent Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Innlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Fleiri fréttir Formlegar viðræður hafnar Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Hissa yfir ýktum viðbrögðum en sér tækifæri í stöðunni „Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Endurgreiðsla og mögulegt gjaldþrot flokkanna andstætt markmiðum laganna Meirihlutinn fallinn í borginni Styrkir til stjórnmálaflokka og galin áform um uppbyggingu Fuglaflensugreiningum fækkar Fundi frestað fram yfir helgi Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Sjá meira