Aftakan í Malmö: Kanna hvort morðið tengist vitnisburði konunnar í morðmáli eða afbrotasögu barnsföður hennar Birgir Olgeirsson skrifar 26. ágúst 2019 15:51 Konan var á gangi í miðborg Malmö ásamt barni sínu og barnsföður þegar dökkklæddur maður birtist óvænt og skaut hana í höfuðið. Vísir/Getty Lögreglan í Malmö er sögð með tvo anga til rannsóknar vegna morðsins á konu um þrítugt í sænsku borginni fyrr í dag. Annars vegar sé til rannsóknar hvort að morðið hafi einhverjar tengingar við barnsföður konunnar sem er sagður eiga sér afbrotasögu. Hins vegar rannsaki lögreglan hvort morðið hafi eitthvað með vitnisburð að gera sem hún gaf í þekktu morðmáli í Malmö.Greint er frá þessu á vef sænska dagblaðsins Aftonbladet. Konan var á gangi í miðborg Malmö ásamt barni sínu og barnsföður þegar dökkklæddur maður birtist óvænt og skaut hana í höfuðið. Þetta gerðist um klukkan tíu að morgni að staðartíma í Malmö. Aftonbladet segist hafa fengið fyrst um sinn upplýsingar þess efnis að tilræðismaðurinn hafi ætlað sér að drepa barnsföður konunnar, en konan orðið fyrir skotinu. Eftir frekari eftirgrennslan dagblaðsins þykir ljóst að konan hafi verið skotmark ódæðismannsins. „Það er ljóst að hún var skotmarkið,“ hefur Aftonbladet eftir heimildarmanni sínum. Aftonbladet segir árásarmanninn hafa gengið beint upp að konunni og skotið hana í höfuðið. Sjónarvottar hafa lýst þessu voðaverki sem hreinni aftöku. Sögðust vitni hafa heyrt nokkra skothvelli, allt upp í tíu talsins. Í frétt Aftonbladet segir að barnsfaðir konunnar hafi afplánað fangelsisdóm fyrir rán fyrir tíu árum síðar. Þá segir einnig í sömu frétt að konan hafi borið vitni fyrir um ári síðan þegar réttað var í morðmáli sem fór hátt. Aftonbladet segir fjölda hafa verið hótað eftir þessi réttarhöld. Vitnisburður konunnar er þó ekki sagður hafa verið veigamikill, en lögreglan rannsaki engu að síður hvort það tengist þessu morði. Sá sem skaut konuna til bana er sagður hafa flúið af vettvangi á Mercedez-bifreið sem fannst í ljósum logum um fjörutíu mínútum síðar í Lorensborg. Barn konunnar er sagt hafa fallið til jarðar þegar móðirin var skotin til bana. Það hlaut ekki alvarlega áverka og slapp barnsfaðirinn einnig ómeiddur en hann er sagður hafa farið með barnið á neyðarmóttöku. Lögreglan hefur enn ekki fundið þann sem ber ábyrgð á morðinu. Morðið á Karolin Hakim í Malmö Svíþjóð Tengdar fréttir Kona skotin til bana í miðborg Malmö: „Þetta var aftaka“ Konan var á gangi ásamt manni og barni þegar annar maður birtist óvænt og skaut hana í höfuðið. 26. ágúst 2019 13:35 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Fleiri fréttir Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Sjá meira
Lögreglan í Malmö er sögð með tvo anga til rannsóknar vegna morðsins á konu um þrítugt í sænsku borginni fyrr í dag. Annars vegar sé til rannsóknar hvort að morðið hafi einhverjar tengingar við barnsföður konunnar sem er sagður eiga sér afbrotasögu. Hins vegar rannsaki lögreglan hvort morðið hafi eitthvað með vitnisburð að gera sem hún gaf í þekktu morðmáli í Malmö.Greint er frá þessu á vef sænska dagblaðsins Aftonbladet. Konan var á gangi í miðborg Malmö ásamt barni sínu og barnsföður þegar dökkklæddur maður birtist óvænt og skaut hana í höfuðið. Þetta gerðist um klukkan tíu að morgni að staðartíma í Malmö. Aftonbladet segist hafa fengið fyrst um sinn upplýsingar þess efnis að tilræðismaðurinn hafi ætlað sér að drepa barnsföður konunnar, en konan orðið fyrir skotinu. Eftir frekari eftirgrennslan dagblaðsins þykir ljóst að konan hafi verið skotmark ódæðismannsins. „Það er ljóst að hún var skotmarkið,“ hefur Aftonbladet eftir heimildarmanni sínum. Aftonbladet segir árásarmanninn hafa gengið beint upp að konunni og skotið hana í höfuðið. Sjónarvottar hafa lýst þessu voðaverki sem hreinni aftöku. Sögðust vitni hafa heyrt nokkra skothvelli, allt upp í tíu talsins. Í frétt Aftonbladet segir að barnsfaðir konunnar hafi afplánað fangelsisdóm fyrir rán fyrir tíu árum síðar. Þá segir einnig í sömu frétt að konan hafi borið vitni fyrir um ári síðan þegar réttað var í morðmáli sem fór hátt. Aftonbladet segir fjölda hafa verið hótað eftir þessi réttarhöld. Vitnisburður konunnar er þó ekki sagður hafa verið veigamikill, en lögreglan rannsaki engu að síður hvort það tengist þessu morði. Sá sem skaut konuna til bana er sagður hafa flúið af vettvangi á Mercedez-bifreið sem fannst í ljósum logum um fjörutíu mínútum síðar í Lorensborg. Barn konunnar er sagt hafa fallið til jarðar þegar móðirin var skotin til bana. Það hlaut ekki alvarlega áverka og slapp barnsfaðirinn einnig ómeiddur en hann er sagður hafa farið með barnið á neyðarmóttöku. Lögreglan hefur enn ekki fundið þann sem ber ábyrgð á morðinu.
Morðið á Karolin Hakim í Malmö Svíþjóð Tengdar fréttir Kona skotin til bana í miðborg Malmö: „Þetta var aftaka“ Konan var á gangi ásamt manni og barni þegar annar maður birtist óvænt og skaut hana í höfuðið. 26. ágúst 2019 13:35 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Fleiri fréttir Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Sjá meira
Kona skotin til bana í miðborg Malmö: „Þetta var aftaka“ Konan var á gangi ásamt manni og barni þegar annar maður birtist óvænt og skaut hana í höfuðið. 26. ágúst 2019 13:35