Eftirlaunasjóður Boeing með hálft prósent í Arion Hörður Ægisson skrifar 28. ágúst 2019 08:00 Hlutabréfaverð Arion banka hefur hækkað um tæplega sjö prósent frá áramótum. Mynd/Fréttablaðið Eftirlaunasjóður starfsmanna bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing er á meðal þrjátíu stærstu hluthafa Arion banka með eignarhlut að jafnvirði tæplega 600 milljóna króna. Þetta má lesa út úr lista yfir alla hluthafa bankans á miðvikudag í síðustu viku, sem Markaðurinn hefur séð, en sjóðurinn er með sem nemur rúmlega 0,4 prósenta hlut í Arion. Þá er eftirlaunasjóður starfsmanna í Los Angeles-borg með um 0,36 prósenta hlut í bankanum. Miðað við núverandi hlutabréfaverð Arion banka er sá hlutur metinn á um 500 milljónir króna. Fjárfestingarsjóður í stýringu bandaríska eignastýringarfyrirtækisins Principal Global Investors, sem er með eignir í stýringu að fjárhæð samtals um 450 milljarðar Bandaríkjadala, er tuttugasti stærsti hluthafi Arion banka en sjóðurinn á rúmlega 15,2 milljónir hluta í bankanum, jafnvirði um 1.150 milljóna króna. Sá eignarhlutur skilar sjóðnum ekki á opinberan lista yfir alla þá hluthafa sem eiga eitt prósent eða meira í bankanum en hlutur Principal Global nemur um 0,84 prósentum. Sé litið yfir fimmtíu stærstu hluthafa Arion banka nemur samanlagður eignarhlutur erlendra fjárfesta tæplega 55 prósentum. Stærstu hluthafar bankans eru sem kunnugt er bandarísku vogunarsjóðirnir Taconic Capital með ríflega 23,5 prósenta hlut og Och-Ziff Capital sem fer fyrir 9,25 prósenta hlut. Aðrir erlendir fjárfestingarsjóðir sem má finna á lista yfir alla hluthafa bankans, með á bilinu um 0,23 til 0,62 prósenta hlut, eru sjóðir í stýringu bandaríska vogunarsjóðsins 683 Capital Management, sænska eignastýringarfyrirtækisins Lannebo, breska vogunarsjóðsins Toscafund Asset Management, sænska bankans SEB og bandaríska fjárfestingarrisans Blackstone. Hlutabréfaverð Arion banka hefur hækkað um tæplega sjö prósent frá áramótum. Gengi bréfa bankans stóð í 75,3 krónum á hlut við lokun markaða í gær og er markaðsvirði Arion um 137 milljarðar króna. Birtist í Fréttablaðinu Boeing Íslenskir bankar Mest lesið Landsbankinn lækkar vexti Viðskipti innlent Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Viðskipti innlent Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Indó ríður á vaðið Neytendur Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Sjá meira
Eftirlaunasjóður starfsmanna bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing er á meðal þrjátíu stærstu hluthafa Arion banka með eignarhlut að jafnvirði tæplega 600 milljóna króna. Þetta má lesa út úr lista yfir alla hluthafa bankans á miðvikudag í síðustu viku, sem Markaðurinn hefur séð, en sjóðurinn er með sem nemur rúmlega 0,4 prósenta hlut í Arion. Þá er eftirlaunasjóður starfsmanna í Los Angeles-borg með um 0,36 prósenta hlut í bankanum. Miðað við núverandi hlutabréfaverð Arion banka er sá hlutur metinn á um 500 milljónir króna. Fjárfestingarsjóður í stýringu bandaríska eignastýringarfyrirtækisins Principal Global Investors, sem er með eignir í stýringu að fjárhæð samtals um 450 milljarðar Bandaríkjadala, er tuttugasti stærsti hluthafi Arion banka en sjóðurinn á rúmlega 15,2 milljónir hluta í bankanum, jafnvirði um 1.150 milljóna króna. Sá eignarhlutur skilar sjóðnum ekki á opinberan lista yfir alla þá hluthafa sem eiga eitt prósent eða meira í bankanum en hlutur Principal Global nemur um 0,84 prósentum. Sé litið yfir fimmtíu stærstu hluthafa Arion banka nemur samanlagður eignarhlutur erlendra fjárfesta tæplega 55 prósentum. Stærstu hluthafar bankans eru sem kunnugt er bandarísku vogunarsjóðirnir Taconic Capital með ríflega 23,5 prósenta hlut og Och-Ziff Capital sem fer fyrir 9,25 prósenta hlut. Aðrir erlendir fjárfestingarsjóðir sem má finna á lista yfir alla hluthafa bankans, með á bilinu um 0,23 til 0,62 prósenta hlut, eru sjóðir í stýringu bandaríska vogunarsjóðsins 683 Capital Management, sænska eignastýringarfyrirtækisins Lannebo, breska vogunarsjóðsins Toscafund Asset Management, sænska bankans SEB og bandaríska fjárfestingarrisans Blackstone. Hlutabréfaverð Arion banka hefur hækkað um tæplega sjö prósent frá áramótum. Gengi bréfa bankans stóð í 75,3 krónum á hlut við lokun markaða í gær og er markaðsvirði Arion um 137 milljarðar króna.
Birtist í Fréttablaðinu Boeing Íslenskir bankar Mest lesið Landsbankinn lækkar vexti Viðskipti innlent Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Viðskipti innlent Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Indó ríður á vaðið Neytendur Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Sjá meira