Duterte blótar Íslendingum í sand og ösku og vonar að þjóðin frjósi í hel Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 28. ágúst 2019 08:45 Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja. Getty/Pool Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, sparaði ekki stóru orðin um Ísland og Íslendinga í ræðu sem hann hélt í gær í Quezon-borg á Filippseyjum. Gagnrýndi hann stefnu Íslands hvað varðar þungunarrof harkalega. Blótaði hann Íslendingum í sand og ösku, auk þess sem að hann sagðist vona að þjóðin frjósi í hel.Þetta kemur fram í þýðingu fjölmiðla í Filippseyjum á ræðunni,en í frétt á vef fréttaveitu Yahoo á Filippseyjumkemur fram að Duterte hafi skipt á milli ensku og filipino, hins opinbera tungumáls Filippseyja.Duterte hélt ræðuna í Quezon-borg en efni hennar var landbúnaður í Filippseyjum. Um miðbik ræðunnar skipti hann þó um umræðuefni og hóf að ræða um þungunarrof. Það var þá sem hann gagnrýndi stefnu Íslands í þeim málum harkalega.„Vitið þið hvað? Ísland leyfir þungunarrof upp að sex mánuðum. Ísland heimilar slátrun á fóstrum í móðurkviði upp að sex mánuðum,“ sagði Duterte á ensku að því er haft eftir honum í fjölmiðlum á Filippseyjum. Því næst skipti hann yfir á filipino.„Þessir drullusokkar,“ sagði hann að því er fram kemur í frétt Yahoo og gagnrýndi Ísland fyrir að hafa barist fyrir því að Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti ályktun sem Ísland lagði þar fram um stöðu mannréttindamála á Filippseyjum.Sjá má ræðuna hér að neðan Ummæli Duterte um Ísland hefjast þegar um 24 mínútur eru liðnar af myndbandinu. Athygli vekur að svo virðist sem forsetinn skipti úr ensku yfir á opinbert tungumál Filippseyja til þess að segja verstu blótsyrðin. Virðist hafa miklar áhyggjur af ísáti Íslendinga Með samþykkt ályktunarinnar lýsti Mannréttindaráðið formlega yfir áhyggjum af ástandinu á Filippseyjum, hvatti stjórnvöld í landinu til að stöðva aftökur á fólki án dóms og laga og draga þá til ábyrgðar sem hafa staðið fyrir slíku. Þetta fór afar illa í Duterte eins og áður hefur verið greint frá.Svo virðist sem að Ísland sé enn ofarlega á baugi hjá Duterte sem var langt frá því hættur að tala um Ísland í ræðunni. „Ég skil ekki þessa asna. Ísland er svona vegna þess að þeir borða ís. Þeir hafa ekki vatn. Þessir drullusokkar eru fábjánar,“ er haft eftir Duterte sem gagnrýndi íslensk stjórnvöld fyrir að skipta sér af innanríkismálum á Íslandi. „Þeir segja mér hvernig ég á að vinna vinnuna mína. Ég vorkenni ykkur, þetta er ástæðan fyrir því að þið eruð dæmd til að vera ísilögð að eilífu, ég vona að þið frjósið í hel,“ er jafnframt haft eftir honum. Í voru samþykkti Alþingi lög um þungunarrof en samkvæmt þeim er heimilt að rjúfa þungun konu, að hennar beiðni, til loka 22. viku meðgöngu. Filippseyjar Ísland í mannréttindaráði SÞ Utanríkismál Þungunarrof Tengdar fréttir „Viðskiptahagsmunir Íslendinga við Filippseyinga eru sáralitlir og hverfandi“ Prófessor í stjórnmálafræði telur að Íslendingar þurfi ekki að hafa áhyggjur af deilu Íslands og Filippseyja. 16. júlí 2019 12:45 Þingmaður segir Íslendinga „drepa“ fleiri með þungunarrofi en fíkniefnastríðið Filippseyskum stjórnvöldum er enn ekki runnin reiðin eftir að mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti tillögu Íslands um að fíkniefnastríðið þar skyldi rannsakað. 15. júlí 2019 07:30 Duterte segir íslensku þjóðina bara borða ís Hann sagði enn fremur að Íslendingar skilji ekki þau félagslegu, efnahagslegu og pólitísku vandamál sem ríkið glími við. 12. júlí 2019 15:46 Vilja að Íslendingar ættleiði filippseyska eiturlyfjafíkla "Við, undirritaðir íbúar Filippseyja, kunnum að meta áhyggjur ykkar af mannréttindum eiturlyfjafíkla, eiturlyfjasala og eiturlyfjagengja á Filippseyjum. Samúð ykkar með þeim er lofsverð,“ svona hefst áskorun á hendur Íslendinga og íslenskra stjórnvalda frá íbúum Filippseyja á undirskriftalistasíðunni change.org. 23. júlí 2019 12:00 Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Fleiri fréttir Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Sjá meira
Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, sparaði ekki stóru orðin um Ísland og Íslendinga í ræðu sem hann hélt í gær í Quezon-borg á Filippseyjum. Gagnrýndi hann stefnu Íslands hvað varðar þungunarrof harkalega. Blótaði hann Íslendingum í sand og ösku, auk þess sem að hann sagðist vona að þjóðin frjósi í hel.Þetta kemur fram í þýðingu fjölmiðla í Filippseyjum á ræðunni,en í frétt á vef fréttaveitu Yahoo á Filippseyjumkemur fram að Duterte hafi skipt á milli ensku og filipino, hins opinbera tungumáls Filippseyja.Duterte hélt ræðuna í Quezon-borg en efni hennar var landbúnaður í Filippseyjum. Um miðbik ræðunnar skipti hann þó um umræðuefni og hóf að ræða um þungunarrof. Það var þá sem hann gagnrýndi stefnu Íslands í þeim málum harkalega.„Vitið þið hvað? Ísland leyfir þungunarrof upp að sex mánuðum. Ísland heimilar slátrun á fóstrum í móðurkviði upp að sex mánuðum,“ sagði Duterte á ensku að því er haft eftir honum í fjölmiðlum á Filippseyjum. Því næst skipti hann yfir á filipino.„Þessir drullusokkar,“ sagði hann að því er fram kemur í frétt Yahoo og gagnrýndi Ísland fyrir að hafa barist fyrir því að Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti ályktun sem Ísland lagði þar fram um stöðu mannréttindamála á Filippseyjum.Sjá má ræðuna hér að neðan Ummæli Duterte um Ísland hefjast þegar um 24 mínútur eru liðnar af myndbandinu. Athygli vekur að svo virðist sem forsetinn skipti úr ensku yfir á opinbert tungumál Filippseyja til þess að segja verstu blótsyrðin. Virðist hafa miklar áhyggjur af ísáti Íslendinga Með samþykkt ályktunarinnar lýsti Mannréttindaráðið formlega yfir áhyggjum af ástandinu á Filippseyjum, hvatti stjórnvöld í landinu til að stöðva aftökur á fólki án dóms og laga og draga þá til ábyrgðar sem hafa staðið fyrir slíku. Þetta fór afar illa í Duterte eins og áður hefur verið greint frá.Svo virðist sem að Ísland sé enn ofarlega á baugi hjá Duterte sem var langt frá því hættur að tala um Ísland í ræðunni. „Ég skil ekki þessa asna. Ísland er svona vegna þess að þeir borða ís. Þeir hafa ekki vatn. Þessir drullusokkar eru fábjánar,“ er haft eftir Duterte sem gagnrýndi íslensk stjórnvöld fyrir að skipta sér af innanríkismálum á Íslandi. „Þeir segja mér hvernig ég á að vinna vinnuna mína. Ég vorkenni ykkur, þetta er ástæðan fyrir því að þið eruð dæmd til að vera ísilögð að eilífu, ég vona að þið frjósið í hel,“ er jafnframt haft eftir honum. Í voru samþykkti Alþingi lög um þungunarrof en samkvæmt þeim er heimilt að rjúfa þungun konu, að hennar beiðni, til loka 22. viku meðgöngu.
Filippseyjar Ísland í mannréttindaráði SÞ Utanríkismál Þungunarrof Tengdar fréttir „Viðskiptahagsmunir Íslendinga við Filippseyinga eru sáralitlir og hverfandi“ Prófessor í stjórnmálafræði telur að Íslendingar þurfi ekki að hafa áhyggjur af deilu Íslands og Filippseyja. 16. júlí 2019 12:45 Þingmaður segir Íslendinga „drepa“ fleiri með þungunarrofi en fíkniefnastríðið Filippseyskum stjórnvöldum er enn ekki runnin reiðin eftir að mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti tillögu Íslands um að fíkniefnastríðið þar skyldi rannsakað. 15. júlí 2019 07:30 Duterte segir íslensku þjóðina bara borða ís Hann sagði enn fremur að Íslendingar skilji ekki þau félagslegu, efnahagslegu og pólitísku vandamál sem ríkið glími við. 12. júlí 2019 15:46 Vilja að Íslendingar ættleiði filippseyska eiturlyfjafíkla "Við, undirritaðir íbúar Filippseyja, kunnum að meta áhyggjur ykkar af mannréttindum eiturlyfjafíkla, eiturlyfjasala og eiturlyfjagengja á Filippseyjum. Samúð ykkar með þeim er lofsverð,“ svona hefst áskorun á hendur Íslendinga og íslenskra stjórnvalda frá íbúum Filippseyja á undirskriftalistasíðunni change.org. 23. júlí 2019 12:00 Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Fleiri fréttir Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Sjá meira
„Viðskiptahagsmunir Íslendinga við Filippseyinga eru sáralitlir og hverfandi“ Prófessor í stjórnmálafræði telur að Íslendingar þurfi ekki að hafa áhyggjur af deilu Íslands og Filippseyja. 16. júlí 2019 12:45
Þingmaður segir Íslendinga „drepa“ fleiri með þungunarrofi en fíkniefnastríðið Filippseyskum stjórnvöldum er enn ekki runnin reiðin eftir að mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti tillögu Íslands um að fíkniefnastríðið þar skyldi rannsakað. 15. júlí 2019 07:30
Duterte segir íslensku þjóðina bara borða ís Hann sagði enn fremur að Íslendingar skilji ekki þau félagslegu, efnahagslegu og pólitísku vandamál sem ríkið glími við. 12. júlí 2019 15:46
Vilja að Íslendingar ættleiði filippseyska eiturlyfjafíkla "Við, undirritaðir íbúar Filippseyja, kunnum að meta áhyggjur ykkar af mannréttindum eiturlyfjafíkla, eiturlyfjasala og eiturlyfjagengja á Filippseyjum. Samúð ykkar með þeim er lofsverð,“ svona hefst áskorun á hendur Íslendinga og íslenskra stjórnvalda frá íbúum Filippseyja á undirskriftalistasíðunni change.org. 23. júlí 2019 12:00