Íslenska YouTube-rásin kósý. ákvað að bjóða upp á sína útgáfu af Minesweeper en helsti munurinn er sá að leikur kósý. er ekki spilaður í tölvu og þegar leikmaður lendir á sprengju er honum boðið upp á heila skeið af kryddi.
Kryddin sem boðið var upp á voru fimm talsins: Basilika, Paprika, Engifer, Hvítur pipar og Cayenne pipar.
Þrjú pör léku leikinn en óhætt er að segja að ekki allir nutu bragðsprengjunnar í skeiðinni jafn mikið.
Sjón er að sjálfsögðu sögu ríkari og má sjá Sprengjuleit: KRYDD myndband kósý. hér að neðan.