Heimsmeistari féll á lyfjaprófi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. ágúst 2019 10:30 Maryna Arzamasava eftir úrslitahlaupið á ÓL í Ríó 2016. Getty/ Ian Walton Maryna Arzamasava, fyrrum heimsmeistari í 800 metra hlaupi kvenna, féll á lyfjaprófi og er komin í bann frá keppni. Maryna Arzamasava er 31 árs gömul og kemur frá Hvíta-Rússlandi. Efnið LGD-4033 fannst í sýni hennar en það þekkist líka undir nafninu Ligandrol. Þetta kemur fram á twitter síðu Athletics Integrity Unit eins og sjá má hér fyrir neðan.The AIU confirms a Provisional Suspension against Belarusian middle-distance runner Marina Arzamasova for a violation of the @iaaforg Anti-Doping Rules. Find out more ➡ https://t.co/opInfkVlnV#CleanSport#AIUNewspic.twitter.com/rAa56D1tDX — Athletics Integrity Unit (@aiu_athletics) August 27, 2019 Ligandrol hefur sömu áhrif og anabólískir sterar. Það hefur verið þróað til að hjálpa til við að auka vöðvaaukningu og þyngdartap. LGD-4033 er tekið til inntöku í duftformi en það er ekki steralyf. Efnið skilar samt svipuðum árangri og sterar en aukaverkanirnar eru allt aðrar og minni. Það þýðir að Ligandrol er vinsælt hjá vaxtarræktarfólki. Arzamasava vann heimsmeistaratitil sinn á HM í Beijing árið 2015 þegar hún kom í mark á 1:58.03 mín. Besti tími hennar er einnig frá sama ári eða 1:57.54 mín. Arzamasava varð einnig Evrópumeistari í 800 metra hlaupi í Zürich árið 2014. Árið eftir heimsmeistaratitilinn í Beijing varð Maryna Arzamasava að sætta sig við sjöunda sætið á Ólympíuleikunum í Ríó. Maryna Arzamasava hefur ekki fengið dóm þrátt fyrir að hún sé komin bann. Hún má engu að síður ekki keppa á HM í frjálsum í Doha í Katar sem verður 27. september til 6. október næstkomandi.Hér má sjá Anítu Hinriksdóttur elta Maryna Arzamasava í hlaupi á ÓL 2016.Getty/Ian Walton Frjálsar íþróttir Hvíta-Rússland Mest lesið Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Fótbolti Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram Fótbolti Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Fótbolti Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn Fótbolti „Þeir refsuðu okkur í dag“ Fótbolti „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ Fótbolti „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Fótbolti Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport Fleiri fréttir Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Dagskráin í dag: Mikilvægur leikur í Garðabæ Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Luiz Diaz til Bayern Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Sjáðu mörkin úr Sumardeildinni í gær Arsenal hafði betur í Singapúr Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Joao Felix til liðs við Ronaldo hjá Al Nassr Bíða enn eftir Mbeumo Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Sjá meira
Maryna Arzamasava, fyrrum heimsmeistari í 800 metra hlaupi kvenna, féll á lyfjaprófi og er komin í bann frá keppni. Maryna Arzamasava er 31 árs gömul og kemur frá Hvíta-Rússlandi. Efnið LGD-4033 fannst í sýni hennar en það þekkist líka undir nafninu Ligandrol. Þetta kemur fram á twitter síðu Athletics Integrity Unit eins og sjá má hér fyrir neðan.The AIU confirms a Provisional Suspension against Belarusian middle-distance runner Marina Arzamasova for a violation of the @iaaforg Anti-Doping Rules. Find out more ➡ https://t.co/opInfkVlnV#CleanSport#AIUNewspic.twitter.com/rAa56D1tDX — Athletics Integrity Unit (@aiu_athletics) August 27, 2019 Ligandrol hefur sömu áhrif og anabólískir sterar. Það hefur verið þróað til að hjálpa til við að auka vöðvaaukningu og þyngdartap. LGD-4033 er tekið til inntöku í duftformi en það er ekki steralyf. Efnið skilar samt svipuðum árangri og sterar en aukaverkanirnar eru allt aðrar og minni. Það þýðir að Ligandrol er vinsælt hjá vaxtarræktarfólki. Arzamasava vann heimsmeistaratitil sinn á HM í Beijing árið 2015 þegar hún kom í mark á 1:58.03 mín. Besti tími hennar er einnig frá sama ári eða 1:57.54 mín. Arzamasava varð einnig Evrópumeistari í 800 metra hlaupi í Zürich árið 2014. Árið eftir heimsmeistaratitilinn í Beijing varð Maryna Arzamasava að sætta sig við sjöunda sætið á Ólympíuleikunum í Ríó. Maryna Arzamasava hefur ekki fengið dóm þrátt fyrir að hún sé komin bann. Hún má engu að síður ekki keppa á HM í frjálsum í Doha í Katar sem verður 27. september til 6. október næstkomandi.Hér má sjá Anítu Hinriksdóttur elta Maryna Arzamasava í hlaupi á ÓL 2016.Getty/Ian Walton
Frjálsar íþróttir Hvíta-Rússland Mest lesið Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Fótbolti Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram Fótbolti Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Fótbolti Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn Fótbolti „Þeir refsuðu okkur í dag“ Fótbolti „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ Fótbolti „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Fótbolti Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport Fleiri fréttir Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Dagskráin í dag: Mikilvægur leikur í Garðabæ Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Luiz Diaz til Bayern Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Sjáðu mörkin úr Sumardeildinni í gær Arsenal hafði betur í Singapúr Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Joao Felix til liðs við Ronaldo hjá Al Nassr Bíða enn eftir Mbeumo Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Sjá meira