Tilkynnt um nýja ríkisstjórn á Ítalíu Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 28. ágúst 2019 18:06 Leiðtogi Fimmstjörnuhreyfingarinnar segist hafa í hyggju að skipa Giouseppe Conte forsætisráðherra á ný. Leiðtogar Lýðræðisflokksins og Fimmstjörnuhreyfingarinnar hafa komið sér saman um stjórnarsáttmála og ákveðið að mynda ríkisstjórn. Hún mun sitja til ársins 2023 þegar næsta þjóðaratkvæðagreiðsla er á dagskrá.Breska ríkisútvarpið BBC greinir frá því að Luigi Di Maio, formaður Fimmstjörnuhreyfingarinnar, myndi glaður skipa Giouseppe Conte forsætisráðherra á ný en Conte sagði af sér embætti 20. ágúst síðastliðinn vegna ábyrgðarleysis sem hann sagði Matteo Salvini, leiðtoga Norðurbandalagsins, hafa sýnt af sér. Salvini, sem einnig var fyrrverandi innanríkiráðherra landsins, kom ítölsku þjóðinni í opna skjöldu í upphafi mánaðarins þegar hann sleit ríkisstjórnarsamstarfi við Fimmstjörnuhreyfinguna eftir aðeins eitt ár við stjórnvölinn en þess má geta að áður en flokkarnir tveir skrifuðu undir stjórnarsáttmála fyrir um ári síðan ríkti margra mánaða stjórnarkreppa í landinu. „Við höfum komist að þeirri niðurstöðu að rík ástæða sé til að gera þessa tilraun,“ sagði Nicola Zigaretti í samtali við BBC að loknum fundi með forsetanum. Lýðræðisflokkurinn sem staðsetur sig vinstra megin við miðju á hinu pólitíska litrófi og Fimmstjörnuhreyfingin sem rekur harða innflytjendastefnu, hafa löngum verið á öndverðum meiði í hinum ýmsu málum. „Á erfiðum tímum sem þessum verðum við að axla ábyrgð. Við höfum ekki efni á öðru en að sýna hugrekki og láta reyna á þetta,“ sagði Zigaretti. Von er á yfirlýsingu Sergio Mattarella, forseta Ítalíu, vegna nýrrar ríkisstjórnar síðar í kvöld. Mattarella biðlaði á dögunum til þingflokkanna að reyna að ná saman ellegar þyrfti hann að skipa bráðabirgðastjórn og blása til kosninga. Ítalía Tengdar fréttir Engin sátt um kosningar Öldungadeild ítalska þingsins komst ekki að niðurstöðu þegar þingmenn ræddu í gær um hvort tillaga Matteos Salvini, leiðtoga þjóðernisflokksins Bandalagsins og innanríkisráðherra, um vantraust á ríkisstjórnina yrði tekin til umræðu. 13. ágúst 2019 06:00 Forsætisráðherra krefst þess að Salvini réttlæti stjórnarslit Matteo Salvini þarf að réttlæta fyrir ítölsku þjóðinni ákvörðun sína að slíta ríkisstjórnarsamstarfi við Fimmstjörnuhreyfinguna eftir aðeins eitt ár við stjórnvölinn og margra mánaða stjórnarkreppu. 9. ágúst 2019 14:06 Stjórnarkrísa á Ítalíu eftir afsögn Conte Giuseppe Conte, forsætisráðherra Ítalíu, tilkynnti um afsögn sína í gær. Sakaði hann Matteo Salvini, leiðtoga Norðurbandalagsins, um að setja hagsmuni sína og flokks síns ofar hagsmunum landsins. 21. ágúst 2019 08:00 Forsætisráðherra Ítalíu segir af sér Giuseppe Conte, forsætisráðherra Ítalíu, sakaði innanríkisráðherra landsins um ábyrgðarleysi þegar hann tilkynnti um afsögn sína. 20. ágúst 2019 14:27 Lýsir yfir endalokum ítölsku ríkisstjórnarinnar Slitnað hefur upp úr ríkisstjórnarsamstarfi Bandalagsins og Fimm stjörnu hreyfingarinnar. Ríkisstjórn þeirra er ársgömul. 8. ágúst 2019 20:25 Gere segir ítölsk stjórnvöld skrímslavæða flóttafólk Hollywoodstjarnan Richard Gere kallaði á hjálp ítalskra yfirvalda til að aðstoða flóttafólk sem hefur verið haldið á spænskum björgunarbáti á Miðjarðarhafinu í meira en viku. 11. ágúst 2019 14:58 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Sjá meira
Leiðtogar Lýðræðisflokksins og Fimmstjörnuhreyfingarinnar hafa komið sér saman um stjórnarsáttmála og ákveðið að mynda ríkisstjórn. Hún mun sitja til ársins 2023 þegar næsta þjóðaratkvæðagreiðsla er á dagskrá.Breska ríkisútvarpið BBC greinir frá því að Luigi Di Maio, formaður Fimmstjörnuhreyfingarinnar, myndi glaður skipa Giouseppe Conte forsætisráðherra á ný en Conte sagði af sér embætti 20. ágúst síðastliðinn vegna ábyrgðarleysis sem hann sagði Matteo Salvini, leiðtoga Norðurbandalagsins, hafa sýnt af sér. Salvini, sem einnig var fyrrverandi innanríkiráðherra landsins, kom ítölsku þjóðinni í opna skjöldu í upphafi mánaðarins þegar hann sleit ríkisstjórnarsamstarfi við Fimmstjörnuhreyfinguna eftir aðeins eitt ár við stjórnvölinn en þess má geta að áður en flokkarnir tveir skrifuðu undir stjórnarsáttmála fyrir um ári síðan ríkti margra mánaða stjórnarkreppa í landinu. „Við höfum komist að þeirri niðurstöðu að rík ástæða sé til að gera þessa tilraun,“ sagði Nicola Zigaretti í samtali við BBC að loknum fundi með forsetanum. Lýðræðisflokkurinn sem staðsetur sig vinstra megin við miðju á hinu pólitíska litrófi og Fimmstjörnuhreyfingin sem rekur harða innflytjendastefnu, hafa löngum verið á öndverðum meiði í hinum ýmsu málum. „Á erfiðum tímum sem þessum verðum við að axla ábyrgð. Við höfum ekki efni á öðru en að sýna hugrekki og láta reyna á þetta,“ sagði Zigaretti. Von er á yfirlýsingu Sergio Mattarella, forseta Ítalíu, vegna nýrrar ríkisstjórnar síðar í kvöld. Mattarella biðlaði á dögunum til þingflokkanna að reyna að ná saman ellegar þyrfti hann að skipa bráðabirgðastjórn og blása til kosninga.
Ítalía Tengdar fréttir Engin sátt um kosningar Öldungadeild ítalska þingsins komst ekki að niðurstöðu þegar þingmenn ræddu í gær um hvort tillaga Matteos Salvini, leiðtoga þjóðernisflokksins Bandalagsins og innanríkisráðherra, um vantraust á ríkisstjórnina yrði tekin til umræðu. 13. ágúst 2019 06:00 Forsætisráðherra krefst þess að Salvini réttlæti stjórnarslit Matteo Salvini þarf að réttlæta fyrir ítölsku þjóðinni ákvörðun sína að slíta ríkisstjórnarsamstarfi við Fimmstjörnuhreyfinguna eftir aðeins eitt ár við stjórnvölinn og margra mánaða stjórnarkreppu. 9. ágúst 2019 14:06 Stjórnarkrísa á Ítalíu eftir afsögn Conte Giuseppe Conte, forsætisráðherra Ítalíu, tilkynnti um afsögn sína í gær. Sakaði hann Matteo Salvini, leiðtoga Norðurbandalagsins, um að setja hagsmuni sína og flokks síns ofar hagsmunum landsins. 21. ágúst 2019 08:00 Forsætisráðherra Ítalíu segir af sér Giuseppe Conte, forsætisráðherra Ítalíu, sakaði innanríkisráðherra landsins um ábyrgðarleysi þegar hann tilkynnti um afsögn sína. 20. ágúst 2019 14:27 Lýsir yfir endalokum ítölsku ríkisstjórnarinnar Slitnað hefur upp úr ríkisstjórnarsamstarfi Bandalagsins og Fimm stjörnu hreyfingarinnar. Ríkisstjórn þeirra er ársgömul. 8. ágúst 2019 20:25 Gere segir ítölsk stjórnvöld skrímslavæða flóttafólk Hollywoodstjarnan Richard Gere kallaði á hjálp ítalskra yfirvalda til að aðstoða flóttafólk sem hefur verið haldið á spænskum björgunarbáti á Miðjarðarhafinu í meira en viku. 11. ágúst 2019 14:58 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Sjá meira
Engin sátt um kosningar Öldungadeild ítalska þingsins komst ekki að niðurstöðu þegar þingmenn ræddu í gær um hvort tillaga Matteos Salvini, leiðtoga þjóðernisflokksins Bandalagsins og innanríkisráðherra, um vantraust á ríkisstjórnina yrði tekin til umræðu. 13. ágúst 2019 06:00
Forsætisráðherra krefst þess að Salvini réttlæti stjórnarslit Matteo Salvini þarf að réttlæta fyrir ítölsku þjóðinni ákvörðun sína að slíta ríkisstjórnarsamstarfi við Fimmstjörnuhreyfinguna eftir aðeins eitt ár við stjórnvölinn og margra mánaða stjórnarkreppu. 9. ágúst 2019 14:06
Stjórnarkrísa á Ítalíu eftir afsögn Conte Giuseppe Conte, forsætisráðherra Ítalíu, tilkynnti um afsögn sína í gær. Sakaði hann Matteo Salvini, leiðtoga Norðurbandalagsins, um að setja hagsmuni sína og flokks síns ofar hagsmunum landsins. 21. ágúst 2019 08:00
Forsætisráðherra Ítalíu segir af sér Giuseppe Conte, forsætisráðherra Ítalíu, sakaði innanríkisráðherra landsins um ábyrgðarleysi þegar hann tilkynnti um afsögn sína. 20. ágúst 2019 14:27
Lýsir yfir endalokum ítölsku ríkisstjórnarinnar Slitnað hefur upp úr ríkisstjórnarsamstarfi Bandalagsins og Fimm stjörnu hreyfingarinnar. Ríkisstjórn þeirra er ársgömul. 8. ágúst 2019 20:25
Gere segir ítölsk stjórnvöld skrímslavæða flóttafólk Hollywoodstjarnan Richard Gere kallaði á hjálp ítalskra yfirvalda til að aðstoða flóttafólk sem hefur verið haldið á spænskum björgunarbáti á Miðjarðarhafinu í meira en viku. 11. ágúst 2019 14:58