Glæsileikinn allsráðandi í veislunni Elín Albertsdóttir skrifar 29. ágúst 2019 08:30 Ástríða Stefaníu er að skreyta sali enda hefur hún gaman af föndri og skreytingavinnu. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Stefanía Helga Kjartansdóttir hefur mikla ástríðu fyrir því að skreyta veislusali. Hún hefur skreytt alls kyns sali fyrir brúðkaup, afmæli og árshátíðir. Stefanía sækir innblástur í íslenska náttúru. Stefanía hefur haft mikinn áhuga á blómum og skreytingum frá því hún var lítil stúlka. Þá rak móðir hennar blómabúð í Mosfellsbæ og Stefanía var daglegur gestur þar og hjálpaði til. „Ætli áhuginn hafi ekki vaknað á þessum tíma,“ segir hún.Fallegur salur sem Stefanía skreytti fyrir brúðkaup náins ættingja.„Móðir mín var talsvert í skreytingum og faðir minn hefur mikinn áhuga á blómum. Hann hefur reyndar hjálpað mér mikið með skreytingar, bæði hrært steypu, smíðað og lagfært. Ætli þetta sé ekki í genunum,“ segir hún. „Á tímabili velti ég því fyrir mér að fara í Garðyrkjuskólann og læra blómaskreytingar en svo ákvað ég að hafa þetta frekar sem áhugamál en starf. Ég hef gaman af því að gúgla allt mögulegt sem tengist skreytingum og fæ oft góðar hugmyndir með því. Það hafa margir spurt mig af hverju ég sé ekki að vinna í blómabúð og við skreytingar,“ segir hún. „Mér finnst þetta rosalega skemmtileg vinna og vil alls ekki fá leiða á henni. Betra að hafa þetta á kantinum,“ bætir hún við.Sveitabrúðkaup. Stefanía skreytti hlöðu í Ísafjarðardjúpi fyrir vini sína.„Ég hef bara fyrst og fremst verið að skreyta fyrir vini og ættingja og haft mjög gaman af þessu. Fyrir nokkrum árum starfaði ég hjá Skeljungi og þá var ég fengin til að skreyta sal fyrir árshátíð starfsmanna sem var haldin í Broadway. Ég skreytti aftur ári síðar fyrir Skeljung. Upp frá því fékk ég nokkrar beiðnir frá félögum sem höfðu séð skreytingar eftir mig. Meðal annars breytti ég einu sinni bílageymslu í partísal. Ég fékk sömuleiðis mjög skemmtilegt verkefni, að skreyta hlöðu í Ísafjarðardjúpi fyrir sveitabrúðkaup.“Stefanía notar gjarnan jurtir úr náttúrunni til að skreyta veislusali en brúðkaupsvendirnir eru gerðir úr lifandi blómum.Stefanía segir að hún noti mikið ljósaseríur til að skreyta með. Oft setur hún þær þétt í loftið á salnum ef sá möguleiki er fyrir hendi. „Þetta getur verið talsvert föndur og vinna svo maður þarf að hafa tímann fyrir sér og gott að byrjað tímanlega fyrir veisluna. Ég tíni jurtir, mála steina og breyti jafnvel gömlum hlutum í kertastjaka. Maður þarf að nota hugmyndaflugið og það er gott ef hægt er að endurnýta hluti og halda kostnaði í lágmarki. Það er líka vel hægt að leika sér í borðskreytingum,“ segir hún.„Mér finnst gaman að vinna út frá þema. Ég spyr fólk yfirleitt um uppáhaldslit en það er ekki alltaf sem hann er til staðar. Þá reyni ég að finna hann út eða hef þetta svolítið rústik eða gróft og rómantískt. Ég nota mikið jurt sem nefnist fjalldrapi og er af birkiætt. Einnig nota ég lyng og aðrar fallegar jurtir. Með þessu nota ég striga og blúndu sem gefur rómantískt yfirbragð. Ég hef búið til servíettuhringi úr fjalldrapa enda eru greinarnar mjúkar og auðvelt að sveigja þær. Ég hef sömuleiðis sagað niður tré sem átti hvort eð var að farga og útbúið ljós úr þeim. Það er hægt að nota svo ótrúlega margt í skreytingar, alltaf hægt að mála, spreyja og lita,“ segir Stefanía Helga. Birtist í Fréttablaðinu Föndur Mest lesið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Menning Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Kim Kardashian greindist með heilagúlp Lífið Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni Lífið Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni Lífið Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Lífið Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Tónlist Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí Lífið Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Lífið Fleiri fréttir Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu Sjá meira
Stefanía Helga Kjartansdóttir hefur mikla ástríðu fyrir því að skreyta veislusali. Hún hefur skreytt alls kyns sali fyrir brúðkaup, afmæli og árshátíðir. Stefanía sækir innblástur í íslenska náttúru. Stefanía hefur haft mikinn áhuga á blómum og skreytingum frá því hún var lítil stúlka. Þá rak móðir hennar blómabúð í Mosfellsbæ og Stefanía var daglegur gestur þar og hjálpaði til. „Ætli áhuginn hafi ekki vaknað á þessum tíma,“ segir hún.Fallegur salur sem Stefanía skreytti fyrir brúðkaup náins ættingja.„Móðir mín var talsvert í skreytingum og faðir minn hefur mikinn áhuga á blómum. Hann hefur reyndar hjálpað mér mikið með skreytingar, bæði hrært steypu, smíðað og lagfært. Ætli þetta sé ekki í genunum,“ segir hún. „Á tímabili velti ég því fyrir mér að fara í Garðyrkjuskólann og læra blómaskreytingar en svo ákvað ég að hafa þetta frekar sem áhugamál en starf. Ég hef gaman af því að gúgla allt mögulegt sem tengist skreytingum og fæ oft góðar hugmyndir með því. Það hafa margir spurt mig af hverju ég sé ekki að vinna í blómabúð og við skreytingar,“ segir hún. „Mér finnst þetta rosalega skemmtileg vinna og vil alls ekki fá leiða á henni. Betra að hafa þetta á kantinum,“ bætir hún við.Sveitabrúðkaup. Stefanía skreytti hlöðu í Ísafjarðardjúpi fyrir vini sína.„Ég hef bara fyrst og fremst verið að skreyta fyrir vini og ættingja og haft mjög gaman af þessu. Fyrir nokkrum árum starfaði ég hjá Skeljungi og þá var ég fengin til að skreyta sal fyrir árshátíð starfsmanna sem var haldin í Broadway. Ég skreytti aftur ári síðar fyrir Skeljung. Upp frá því fékk ég nokkrar beiðnir frá félögum sem höfðu séð skreytingar eftir mig. Meðal annars breytti ég einu sinni bílageymslu í partísal. Ég fékk sömuleiðis mjög skemmtilegt verkefni, að skreyta hlöðu í Ísafjarðardjúpi fyrir sveitabrúðkaup.“Stefanía notar gjarnan jurtir úr náttúrunni til að skreyta veislusali en brúðkaupsvendirnir eru gerðir úr lifandi blómum.Stefanía segir að hún noti mikið ljósaseríur til að skreyta með. Oft setur hún þær þétt í loftið á salnum ef sá möguleiki er fyrir hendi. „Þetta getur verið talsvert föndur og vinna svo maður þarf að hafa tímann fyrir sér og gott að byrjað tímanlega fyrir veisluna. Ég tíni jurtir, mála steina og breyti jafnvel gömlum hlutum í kertastjaka. Maður þarf að nota hugmyndaflugið og það er gott ef hægt er að endurnýta hluti og halda kostnaði í lágmarki. Það er líka vel hægt að leika sér í borðskreytingum,“ segir hún.„Mér finnst gaman að vinna út frá þema. Ég spyr fólk yfirleitt um uppáhaldslit en það er ekki alltaf sem hann er til staðar. Þá reyni ég að finna hann út eða hef þetta svolítið rústik eða gróft og rómantískt. Ég nota mikið jurt sem nefnist fjalldrapi og er af birkiætt. Einnig nota ég lyng og aðrar fallegar jurtir. Með þessu nota ég striga og blúndu sem gefur rómantískt yfirbragð. Ég hef búið til servíettuhringi úr fjalldrapa enda eru greinarnar mjúkar og auðvelt að sveigja þær. Ég hef sömuleiðis sagað niður tré sem átti hvort eð var að farga og útbúið ljós úr þeim. Það er hægt að nota svo ótrúlega margt í skreytingar, alltaf hægt að mála, spreyja og lita,“ segir Stefanía Helga.
Birtist í Fréttablaðinu Föndur Mest lesið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Menning Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Kim Kardashian greindist með heilagúlp Lífið Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni Lífið Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni Lífið Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Lífið Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Tónlist Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí Lífið Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Lífið Fleiri fréttir Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu Sjá meira