Sprengjuflugvél mátaði sig við Keflavíkurflugvöll Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. ágúst 2019 11:25 B-2 Spirit of Mississippi lendir en í bakgrunni má sjá 767 vél United Airlines. Eggert Norðdahl Bandarísk sprengjuflugvél af gerðinni B-2 Spirit staldraði við á Keflavíkurflugvelli í gær. Vélin flaug frá Fairford, austur af landamærum Wales og Englands í suðri, en flugið tók um tvær og hálfa klukkustund. Eftir að hafa verið í Keflavík í tæpar tvær klukkustundir var vélinni flogið aftur til Fairford. Vélin sem er nefnd Spirit of Mississippi getur flogið þúsundir mílna án þess að taka eldsneyti en með æfingafluginu í gær er helst verið að framkvæma lendingu á Keflavíkurflugvelli og máta sig við flugvöllinn. Svipað var uppi á teningnum í fyrra þegar B-52 sprengjuflugvél lenti á Keflavíkurflugvöll. Um leið var verið að afhjúpa minnisvarða um að þá voru 75 ár liðin frá því að bandarísk sprengjuflugvél af gerðinni B-24D Liberator fórst á Fagradalsfjalli á Reykjanesi þann 3. maí 1943. Eggert Norðdahl flugáhugamaður með meiru var staddur suður með sjó í gær þegar B-2 vélin lenti og náði mögnuðum myndum af vélinni við komuna. Fleiri myndir Eggerts má sjá hér.Glöggir lesendur veita því athygli að á myndinni að ofan má sjá 767 vél United Airlines í bakgrunni. Um er að ræða vél sem bandaríska flugfélagið þurfti að senda til Íslands í stað 757 vélarinnar sem bilaði skömmu eftir brottför frá Keflavíkurflugvelli á mánudag. Má leiða að því líkum að stærri vél hafi verið send vegna fjölda farþega sem þurfti að fljúga með í gær vegna frestunarinnar á mánudag. 21 flugvél af gerðinni B-2 var framleidd á árunum 1987 til 2000. Þær voru hannaðar til að fljúga með kjarnorkuvopn og eiga ekki að sjást á ratsjám. Þremur mun hafa verið flogið frá Bandaríkjunum og til Bretlands á þriðjudag. Þær hafa verið við æfingaflug í gær og þeirra á meðal sú sem lenti í Keflavík. Bandaríkin Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Bandarísk sprengjuflugvél af gerðinni B-2 Spirit staldraði við á Keflavíkurflugvelli í gær. Vélin flaug frá Fairford, austur af landamærum Wales og Englands í suðri, en flugið tók um tvær og hálfa klukkustund. Eftir að hafa verið í Keflavík í tæpar tvær klukkustundir var vélinni flogið aftur til Fairford. Vélin sem er nefnd Spirit of Mississippi getur flogið þúsundir mílna án þess að taka eldsneyti en með æfingafluginu í gær er helst verið að framkvæma lendingu á Keflavíkurflugvelli og máta sig við flugvöllinn. Svipað var uppi á teningnum í fyrra þegar B-52 sprengjuflugvél lenti á Keflavíkurflugvöll. Um leið var verið að afhjúpa minnisvarða um að þá voru 75 ár liðin frá því að bandarísk sprengjuflugvél af gerðinni B-24D Liberator fórst á Fagradalsfjalli á Reykjanesi þann 3. maí 1943. Eggert Norðdahl flugáhugamaður með meiru var staddur suður með sjó í gær þegar B-2 vélin lenti og náði mögnuðum myndum af vélinni við komuna. Fleiri myndir Eggerts má sjá hér.Glöggir lesendur veita því athygli að á myndinni að ofan má sjá 767 vél United Airlines í bakgrunni. Um er að ræða vél sem bandaríska flugfélagið þurfti að senda til Íslands í stað 757 vélarinnar sem bilaði skömmu eftir brottför frá Keflavíkurflugvelli á mánudag. Má leiða að því líkum að stærri vél hafi verið send vegna fjölda farþega sem þurfti að fljúga með í gær vegna frestunarinnar á mánudag. 21 flugvél af gerðinni B-2 var framleidd á árunum 1987 til 2000. Þær voru hannaðar til að fljúga með kjarnorkuvopn og eiga ekki að sjást á ratsjám. Þremur mun hafa verið flogið frá Bandaríkjunum og til Bretlands á þriðjudag. Þær hafa verið við æfingaflug í gær og þeirra á meðal sú sem lenti í Keflavík.
Bandaríkin Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira