Mennirnir sem grunaðir eru um að hafa annað hvort myrt eða rænt Anne-Elisabeth Hagen í október í fyrra, hótuðu eiginmanni hennar Tom Hagen.
Ef hann myndi ekki greiða þeim rúman milljarð í lausnargjald í órekjanlegri rafmynt myndu þeir myrða Anne-Elisabeth og hlaða myndskeiði af aftökunni á internetið.
Frá þessu greinir norska dagblaðið VG en þetta er í fyrsta sinn sem Tom Hagen upplýsir um það sem nákvæmlega fólst í hótunum mannræningjanna. Farið var fram á lausnargjaldið í bréfi sem þeir skildu eftir á heimili Hagen hjónanna daginn sem Anne-Elisabeth hvarf.
Ekkert hefur spurst til Anne-Elisabeth síðan hún hvarf af heimili sínu og eiginmanns síns, sem er norskur milljarðamæringur, í Lørenskógi í Noregi síðan í október á síðasta ári. Lögreglan gengur út frá því að Anne-Elisabeth sé látin.
Heimildir VG herma að lögregluyfirvöld hafi lengi óttast að mannræningjarnir myndu gera alvöru úr hótunum sínum og birta myndband af aftöku Anne-Elisabeth á Internetinu.
Lögreglan í Noregi á þá að hafa haft áhyggjur af því að mannræningjarnir myndu nota Anne-Elisabeth sem fordæmi og að fleiri mannshvörf og hótanir myndu fylgja í kjölfarið.
Lögreglan hefur ítrekað sagt að ekkert bendi til þess að Anne-Elisabeth sé á lífi. Mannræningjarnir hefðu ekki gert neina tilraun til þess að færa sönnur á það.
Hótuðu að birta myndband af aftöku Anne-Elisabeth

Tengdar fréttir

Svikahrappar reyna að kúga fé út úr eiginmanni Anne-Elisabethar
Lögregla hefur nokkrar slíkar tilraunir til rannsóknar.

Telja að mannránið hafi verið sviðsett til að hylma yfir slóð morðingja
Lögregla í Noregi telur nú að Anne Elisabeth Hagen, ein ríkasta kona Noregs sem hvarf af heimili sínu í október í fyrra, hafi verið myrt.

Meintir mannræningjar fullyrða að Anne-Elisabeth sé á lífi
Meintir mannræningjar Anne-Elisabeth Hagen, einnar ríkustu konu Noregs sem hvarf af heimili sínu í október í fyrra, settu sig í samband við fjölskyldu hennar í júlí.

Hefja leit í öðru stöðuvatni
Lögregla í Noregi leitaði í gær í tveimur stöðuvötnum, Langvannet og Vesletjernet, sem bæði eru í grennd við heimili Anne-Elisabeth Hagen, einnar ríkustu konu Noregs sem rænt var í lok október síðastliðnum.

Lögregla telur enn að Anne-Elisabeth hafi verið myrt
Lögregla í Noregi gengur enn út frá því að Anne-Elisabeth Hagen, ein ríkasta kona Noregs sem hvarf af heimili sínu í október í fyrra, hafi verið myrt.