Lestarslys Sirrý Hallgrímsdóttir skrifar 10. ágúst 2019 09:00 Blessuð siðanefndin. Án hennar væri Orkupakkinn einn til umræðu og allar sólarstundir sumarsins dygðu ekki til að yfirvinna leiðann af því argaþrasi. Það áhugaverðasta við siðanefndarumræðuna er kannski að það var svo fyrirsjáanlegt að þetta fyrirkomulag gengi ekki upp. Þetta er eins og að horfa á lestarslys í hægri endursýningu, maður sér hvernig teinarnir liggja, endalokin óumflýjanleg. Það er ekki annað hægt en að brosa að því þegar þingmenn koma nú fram og eru steinhissa á því að þetta siðanefndarferli virki ekki. Ýmsum þeirra (Þórhildi Sunnu og Pírötum) kom mjög á óvart að siðareglurnar tækju til þeirra, siðareglurnar áttu að góma hina. En um flesta virðist gilda að þeir héldu í alvörunni að þetta væri fínt kerfi, siðanefnd hlyti að vera málið. En hver var tilgangurinn. Jú, það átti að auka traust kjósenda á Alþingi og hvað væri betra til þess en siðanefnd? Vandinn er sá að með stofnun siðanefndar Alþingis voru þingmenn að senda almenningi þau skilaboð að ekki væri hægt að treysta siðferðiskennd kjósenda, þeir þyrftu sérfræðinganefnd til að útskýra hvort þingmenn væru siðlegir eða ekki. Það væri greinilega ekki hægt að treysta kjósendum til að refsa þeim þingmönnum sem brytu siðareglur í kosningum. Ef þingmenn vilja ávinna sér traust kjósenda, þá verða þeir sjálfir að treysta kjósendum. Það hjálpar síðan ekki upp á traustið þegar aulaskapurinn í kringum þessa siðanefnd blasir við. Manni verður nefnilega hugsað til allra þeirra flóknu mála sem þessi þingmannahópur þarf að fást við og það er ekki til þess fallið að vekja traust. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir Skoðun
Blessuð siðanefndin. Án hennar væri Orkupakkinn einn til umræðu og allar sólarstundir sumarsins dygðu ekki til að yfirvinna leiðann af því argaþrasi. Það áhugaverðasta við siðanefndarumræðuna er kannski að það var svo fyrirsjáanlegt að þetta fyrirkomulag gengi ekki upp. Þetta er eins og að horfa á lestarslys í hægri endursýningu, maður sér hvernig teinarnir liggja, endalokin óumflýjanleg. Það er ekki annað hægt en að brosa að því þegar þingmenn koma nú fram og eru steinhissa á því að þetta siðanefndarferli virki ekki. Ýmsum þeirra (Þórhildi Sunnu og Pírötum) kom mjög á óvart að siðareglurnar tækju til þeirra, siðareglurnar áttu að góma hina. En um flesta virðist gilda að þeir héldu í alvörunni að þetta væri fínt kerfi, siðanefnd hlyti að vera málið. En hver var tilgangurinn. Jú, það átti að auka traust kjósenda á Alþingi og hvað væri betra til þess en siðanefnd? Vandinn er sá að með stofnun siðanefndar Alþingis voru þingmenn að senda almenningi þau skilaboð að ekki væri hægt að treysta siðferðiskennd kjósenda, þeir þyrftu sérfræðinganefnd til að útskýra hvort þingmenn væru siðlegir eða ekki. Það væri greinilega ekki hægt að treysta kjósendum til að refsa þeim þingmönnum sem brytu siðareglur í kosningum. Ef þingmenn vilja ávinna sér traust kjósenda, þá verða þeir sjálfir að treysta kjósendum. Það hjálpar síðan ekki upp á traustið þegar aulaskapurinn í kringum þessa siðanefnd blasir við. Manni verður nefnilega hugsað til allra þeirra flóknu mála sem þessi þingmannahópur þarf að fást við og það er ekki til þess fallið að vekja traust.
Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun
Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun