Donald Trump Bandaríkjaforseti myndi vilja sjá Colin Kaepernick spila aftur í NFL-deildinni.
Kaepernick vakti heimsathygli fyrir þremur þegar hann kraup á meðan þjóðsöngur Bandaríkjanna var leikinn til að mótmæla kynþáttamisrétti í Bandaríkjunum. Fleiri leikmenn fylgdu fordæmi hans.
Ekki voru allir á eitt sáttir við þetta uppátæki, þ.á.m. Trump sem sakaði Kaepernick um vanvirðingu. Þrátt fyrir það vill forsetinn sjá Kaepernick aftur í NFL-deildinni. Hann hefur verið án félags síðan hann yfirgaf San Francisco 49ers í mars 2017.
„Ég myndi elska að sjá Kaepernick aftur í deildinni, ef hann er nógu góður,“ sagði Trump.
„En ég vil ekki sjá hann aftur í deildinni því einhver heldur að það skapi gott umtal. Ég þekki marga eigendur liða í NFL og veit að þeir myndu semja við hann ef hann er nógu góður. Þeir gera allt til að vinna leiki.“
Trump vill sjá Kaepernick aftur í NFL
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið



Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool
Enski boltinn


Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið
Íslenski boltinn


Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað
Íslenski boltinn

„Stöð 2 Sport er enski boltinn“
Enski boltinn

Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna
Íslenski boltinn
