Vinna að nýsköpun í heilbrigðiskerfinu Sólrún Freyja Sen skrifar 12. ágúst 2019 10:30 Árni og Kjartan voru læknanemar á bæklunarskurðdeild þegar hugmyndin að niðurtröppun.is kom upp fbl/ernir Læknarnir Kjartan Þórsson og Árni Johnsen vöktu athygli fyrr á árinu þegar þeir opnuðu síðuna niðurtröppun.is. Nú eru þeir meðal annars að vinna að öðru verkefni sem snýst um að greikka samskiptaleiðir á spítalanum. Niðurtröppun.is er verkefni sem Kjartan og Árni fóru af stað með í keppninni Nordic Health Hackathon. Þeir bjuggu til niðurtröppunarskema fyrir inniliggjandi sjúklinga á sjúkrahúsi sem þurfa á sterkum og ávanabindandi verkjalyfjum að halda eftir útskrift, til dæmis eftir flóknar aðgerðir. Áður en síðan var opnuð tók það allt að 20 mínútur fyrir lækna að gera slíkt skema fyrir hvern og einn sjúkling, en núna tekur það innan við mínútu. Eftir að sjá hvað síðunni gengur vel uppgötvuðu Kjartan og Árni að það er vel hægt að vinna að nýsköpun innan heilbrigðiskerfisins. „Við getum sagt að það sé eitt af því jákvæða við að vinna í þessu ófullkomna spítalaumhverfi,“ segir Kjartan. „Það eru mörg tækifæri til bóta. Ef maður er hugsandi og tilbúinn að finna lausnir, þá er ótrúlega margt sem er hægt að gera til að bæta heilbrigðiskerfið okkar.“Sjúklingar fái rauntímaupplýsingar Þess vegna ákváðu Kjartan og Árni að taka þátt í Startup Reykjavík til að koma fleiri hugmyndum á framfæri. Nú hafa þeir stofnað fyrirtækið Trackehr og vinna að hugbúnaði sem snýst um að miðla rauntímaupplýsingum til sjúklinga sem eru inniliggjandi á heilbrigðisstofnunum. „Segjum að þú leggist inn á spítala og hittir lækninn þinn í kannski 5-10 mínútur á stofugangi hvers morguns,“ segir Kjartan. Þá fá sjúklingar oft flóknar munnlegar upplýsingar um meðferðina og sjúkdómsgang til dæmis. Kjartan segist taka eftir að sjúklingar muni oft lítið hvað læknirinn segir og eigi erfitt með að fá nánari útskýringar eftir að læknirinn er farinn. „Fólk er oft skilið eftir í óvissu. Við vildum búa til miðil þar sem heilbrigðisstarfsfólk getur miðlað rauntímaupplýsingum til sjúklinga, um meðferðina og sjúkdómsganginn.“ Hugbúnaðurinn er líka ætlaður nánustu ættingjum sjúklinganna, en hægt er að skrá þau sem tengiliði og deila með þeim upplýsingum. „Við trúum að það þurfi virkilega að bæta upplýsingaflæði og að þessi hugbúnaður sé framtíðin. Fólk er vant því að vera með allar upplýsingar í snjallsímanum sínum, en svo allt í einu þegar maður er kominn inn á spítala og heilsa manns er að veði, þá er maður ekki með upplýsingarnar. Við viljum breyta því.“Kjartan og Árni vinna nú að hugbúnaði sem mun bæta upplýsingaflæði milli heilbrigðisstarfsfólks og inniliggjandi sjúklinga á sjúkrahúsum.Visir/VilhelmNýsköpun sem er almenningi til hagsbóta Kjartan segir að fólk átti sig ekki alltaf á því að starfsfólk spítalans vilji miðla upplýsingunum betur en hingað til hefur það ekki haft miðil til þess. „Eftir að Startup Reykjavík er búið ætlum við að þróa hugbúnaðinn í samstarfi við íslenska heilbrigðiskerfið. Við stefnum síðan að því að færa út kvíarnar erlendis í kjölfarið.“ Til eru sambærilegur hugbúnaður á heilbrigðisstofnunum erlendis, en Kjartan og Árni segja að þar sé hann yfirleitt notaður á göngudeildum á meðan þeir vildu leggja áherslu á inniliggjandi sjúklinga. „Mér finnst skipta miklu máli að fólk viti að það er einhver nýsköpun í gangi í heilbrigðiskerfinu. Þar er margt gott í gangi sem er almenningi til hagsbóta,“ segir Kjartan. Kjartan og Árni ætla líka að halda áfram að þróa síðuna niðurtröppun.is. „Ópíóíðafaraldurinn er í gangi út um allan heim og auðvitað aldeilis búinn að ríða yfir Bandaríkin,“ segir Kjartan. Hér á Íslandi eru tölfræðilegar vísbendingar um að Íslendingar séu farnir að finna fyrir faraldrinum. Kjartan og Árni útskýra að niðurtröppun. is sé eitt af þeim vopnum sem læknar geti notað gegn faraldrinum. Innstimplað að fylgja bara verkferlum Hugmyndin að niðurtröppunarskemanu kom til þegar Kjartan og Árni unnu saman á bæklunarskurðdeildinni. Þá tóku þeir eftir að heilbrigðisstarfsfólk er oft í mikilli tímaþröng og af deildinni útskrifast margir sjúklingar með ávana- og fíknilyf. „Þá var erfitt að gera svona niðurtröppunarskema. Það tók allt frá 10 til 20 mínútum að gera persónusniðið skema fyrir hvern og einn sjúkling. Við vissum að það gleymdist oft í öllu harkinu að gera skema, en við sáum að með því að búa til þessa síðu væri hægt að gera það á 10-20 sekúndum.“ Á þessum tíma voru Kjartan og Árni læknanemar. Kjartan segir að fyrst hafi þeir ekki haft trú á að geta framkvæmt þessa hugmynd. „Það var búið að innstimpla í okkur að fylgja bara verkferlum og hugsa ekkert út fyrir kassann,“ segir Kjartan. „Síðan sá ég keppnina Nordic Health Hackathon auglýsta í tölvupóstinum.“ Kjartan og Árni ákváðu að slá til og taka þátt í keppninni sem var haldin þann 22. mars á þessu ári. Sigurinn kom á óvart Árni hefur einhverja reynslu af forritun þó hún sé fyrst og fremst í tölfræðiúrvinnslu, ekki í vefsíðugerð. „Aðrir þátttakendur í þessu „hakkaþoni“ eru hugbúnaðarverkfræðingar og tölvunarverkfræðingar, sem hafa margir atvinnu af því að forrita. Þannig að við vorum ekki sterkustu forritararnir á staðnum,“ segir Árni. Því hafi sigur þeirra Kjartans í keppninni komið þeim sjálfum á óvart. Í kjölfar sigursins fengu Árni og Kjartan töluverða umfjöllun í fjölmiðlum og vöktu athygli heilbrigðisstarfsfólks hvaðanæva af Íslandi. „Við vitum að margir læknar og hjúkrunarfræðingar nota síðuna. Við erum mjög ánægðir með að hún virki og að hún sé notuð. Við vissum sjálfir að síðan virkaði vel fyrir okkur, þannig að við bjuggumst auðvitað við að hún myndi virka fyrir aðra líka.“ Síðan er ekki tilbúin í endanlegri mynd þótt hún hafi þá virkni sem henni er ætlað. Árni og Kjartan stefna á að skemað nái yfir fleiri lyf en eins og er þá nær það bara yfir nokkur morfínskyld lyf. „Við viljum að til dæmis að róandi og kvíðastillandi lyf séu þarna inni og við stefnum á að bæta þeim við á síðuna á næstu mánuðum.“ Nú þegar hafa Árni og Kjartan fengið hrós heilbrigðisstarfsfólks frá ólíklegustu stöðum að eigin sögn, og ábendingar um möguleika sem væri hægt að bæta við á síðunni. Kjartan og Árni stefna á að sækja um styrk svo hægt sé að borga forritara og jafnvel hönnuði til að gera síðuna flottari og aðgengilegri. „Ég held að síðan geri fólki gagn og þetta gefi fólki miklu betri meðferð,“ segir Kjartan. „Sérstaklega með þessi hættulegu lyf eins og Oxycodone og Contalgin og fleiri morfínskyld lyf. Svo væri draumur ef það væri hægt að tengja síðuna við rafrænu sjúkraskrárkerfin sem eru notuð á heilbrigðisstofnunum, þannig að hún sé enn aðgengilegri fyrir heilbrigðisstarfsfólk.“ Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Nýsköpun Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Læknarnir Kjartan Þórsson og Árni Johnsen vöktu athygli fyrr á árinu þegar þeir opnuðu síðuna niðurtröppun.is. Nú eru þeir meðal annars að vinna að öðru verkefni sem snýst um að greikka samskiptaleiðir á spítalanum. Niðurtröppun.is er verkefni sem Kjartan og Árni fóru af stað með í keppninni Nordic Health Hackathon. Þeir bjuggu til niðurtröppunarskema fyrir inniliggjandi sjúklinga á sjúkrahúsi sem þurfa á sterkum og ávanabindandi verkjalyfjum að halda eftir útskrift, til dæmis eftir flóknar aðgerðir. Áður en síðan var opnuð tók það allt að 20 mínútur fyrir lækna að gera slíkt skema fyrir hvern og einn sjúkling, en núna tekur það innan við mínútu. Eftir að sjá hvað síðunni gengur vel uppgötvuðu Kjartan og Árni að það er vel hægt að vinna að nýsköpun innan heilbrigðiskerfisins. „Við getum sagt að það sé eitt af því jákvæða við að vinna í þessu ófullkomna spítalaumhverfi,“ segir Kjartan. „Það eru mörg tækifæri til bóta. Ef maður er hugsandi og tilbúinn að finna lausnir, þá er ótrúlega margt sem er hægt að gera til að bæta heilbrigðiskerfið okkar.“Sjúklingar fái rauntímaupplýsingar Þess vegna ákváðu Kjartan og Árni að taka þátt í Startup Reykjavík til að koma fleiri hugmyndum á framfæri. Nú hafa þeir stofnað fyrirtækið Trackehr og vinna að hugbúnaði sem snýst um að miðla rauntímaupplýsingum til sjúklinga sem eru inniliggjandi á heilbrigðisstofnunum. „Segjum að þú leggist inn á spítala og hittir lækninn þinn í kannski 5-10 mínútur á stofugangi hvers morguns,“ segir Kjartan. Þá fá sjúklingar oft flóknar munnlegar upplýsingar um meðferðina og sjúkdómsgang til dæmis. Kjartan segist taka eftir að sjúklingar muni oft lítið hvað læknirinn segir og eigi erfitt með að fá nánari útskýringar eftir að læknirinn er farinn. „Fólk er oft skilið eftir í óvissu. Við vildum búa til miðil þar sem heilbrigðisstarfsfólk getur miðlað rauntímaupplýsingum til sjúklinga, um meðferðina og sjúkdómsganginn.“ Hugbúnaðurinn er líka ætlaður nánustu ættingjum sjúklinganna, en hægt er að skrá þau sem tengiliði og deila með þeim upplýsingum. „Við trúum að það þurfi virkilega að bæta upplýsingaflæði og að þessi hugbúnaður sé framtíðin. Fólk er vant því að vera með allar upplýsingar í snjallsímanum sínum, en svo allt í einu þegar maður er kominn inn á spítala og heilsa manns er að veði, þá er maður ekki með upplýsingarnar. Við viljum breyta því.“Kjartan og Árni vinna nú að hugbúnaði sem mun bæta upplýsingaflæði milli heilbrigðisstarfsfólks og inniliggjandi sjúklinga á sjúkrahúsum.Visir/VilhelmNýsköpun sem er almenningi til hagsbóta Kjartan segir að fólk átti sig ekki alltaf á því að starfsfólk spítalans vilji miðla upplýsingunum betur en hingað til hefur það ekki haft miðil til þess. „Eftir að Startup Reykjavík er búið ætlum við að þróa hugbúnaðinn í samstarfi við íslenska heilbrigðiskerfið. Við stefnum síðan að því að færa út kvíarnar erlendis í kjölfarið.“ Til eru sambærilegur hugbúnaður á heilbrigðisstofnunum erlendis, en Kjartan og Árni segja að þar sé hann yfirleitt notaður á göngudeildum á meðan þeir vildu leggja áherslu á inniliggjandi sjúklinga. „Mér finnst skipta miklu máli að fólk viti að það er einhver nýsköpun í gangi í heilbrigðiskerfinu. Þar er margt gott í gangi sem er almenningi til hagsbóta,“ segir Kjartan. Kjartan og Árni ætla líka að halda áfram að þróa síðuna niðurtröppun.is. „Ópíóíðafaraldurinn er í gangi út um allan heim og auðvitað aldeilis búinn að ríða yfir Bandaríkin,“ segir Kjartan. Hér á Íslandi eru tölfræðilegar vísbendingar um að Íslendingar séu farnir að finna fyrir faraldrinum. Kjartan og Árni útskýra að niðurtröppun. is sé eitt af þeim vopnum sem læknar geti notað gegn faraldrinum. Innstimplað að fylgja bara verkferlum Hugmyndin að niðurtröppunarskemanu kom til þegar Kjartan og Árni unnu saman á bæklunarskurðdeildinni. Þá tóku þeir eftir að heilbrigðisstarfsfólk er oft í mikilli tímaþröng og af deildinni útskrifast margir sjúklingar með ávana- og fíknilyf. „Þá var erfitt að gera svona niðurtröppunarskema. Það tók allt frá 10 til 20 mínútum að gera persónusniðið skema fyrir hvern og einn sjúkling. Við vissum að það gleymdist oft í öllu harkinu að gera skema, en við sáum að með því að búa til þessa síðu væri hægt að gera það á 10-20 sekúndum.“ Á þessum tíma voru Kjartan og Árni læknanemar. Kjartan segir að fyrst hafi þeir ekki haft trú á að geta framkvæmt þessa hugmynd. „Það var búið að innstimpla í okkur að fylgja bara verkferlum og hugsa ekkert út fyrir kassann,“ segir Kjartan. „Síðan sá ég keppnina Nordic Health Hackathon auglýsta í tölvupóstinum.“ Kjartan og Árni ákváðu að slá til og taka þátt í keppninni sem var haldin þann 22. mars á þessu ári. Sigurinn kom á óvart Árni hefur einhverja reynslu af forritun þó hún sé fyrst og fremst í tölfræðiúrvinnslu, ekki í vefsíðugerð. „Aðrir þátttakendur í þessu „hakkaþoni“ eru hugbúnaðarverkfræðingar og tölvunarverkfræðingar, sem hafa margir atvinnu af því að forrita. Þannig að við vorum ekki sterkustu forritararnir á staðnum,“ segir Árni. Því hafi sigur þeirra Kjartans í keppninni komið þeim sjálfum á óvart. Í kjölfar sigursins fengu Árni og Kjartan töluverða umfjöllun í fjölmiðlum og vöktu athygli heilbrigðisstarfsfólks hvaðanæva af Íslandi. „Við vitum að margir læknar og hjúkrunarfræðingar nota síðuna. Við erum mjög ánægðir með að hún virki og að hún sé notuð. Við vissum sjálfir að síðan virkaði vel fyrir okkur, þannig að við bjuggumst auðvitað við að hún myndi virka fyrir aðra líka.“ Síðan er ekki tilbúin í endanlegri mynd þótt hún hafi þá virkni sem henni er ætlað. Árni og Kjartan stefna á að skemað nái yfir fleiri lyf en eins og er þá nær það bara yfir nokkur morfínskyld lyf. „Við viljum að til dæmis að róandi og kvíðastillandi lyf séu þarna inni og við stefnum á að bæta þeim við á síðuna á næstu mánuðum.“ Nú þegar hafa Árni og Kjartan fengið hrós heilbrigðisstarfsfólks frá ólíklegustu stöðum að eigin sögn, og ábendingar um möguleika sem væri hægt að bæta við á síðunni. Kjartan og Árni stefna á að sækja um styrk svo hægt sé að borga forritara og jafnvel hönnuði til að gera síðuna flottari og aðgengilegri. „Ég held að síðan geri fólki gagn og þetta gefi fólki miklu betri meðferð,“ segir Kjartan. „Sérstaklega með þessi hættulegu lyf eins og Oxycodone og Contalgin og fleiri morfínskyld lyf. Svo væri draumur ef það væri hægt að tengja síðuna við rafrænu sjúkraskrárkerfin sem eru notuð á heilbrigðisstofnunum, þannig að hún sé enn aðgengilegri fyrir heilbrigðisstarfsfólk.“
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Nýsköpun Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira