Pavel Ermolinskij, landsliðsmaður í körfubolta, hefur náð samkomulagi við Val um að leika með liðinu í Domino's deild karla á næsta tímabili. Þetta herma heimildir Fréttablaðsins.
Pavel hefur leikið með KR síðan 2013 og orðið Íslandsmeistari sex ár í röð með liðinu. Hann varð einnig Íslandsmeistari með KR 2011. Að auki hefur hann þrisvar sinnum orðið bikarmeistari með KR.
Frá því síðasta tímabili lauk hefur KR bætt við sig þremur bakvörðum; bræðrunum Jakobi Erni og Matthíasi Orra Sigurðarsyni og Brynjari Þór Björnssyni.
Valur endaði í 9. sæti deildarinnar á síðasta tímabili. Valsmenn fóru upp um eitt sæti frá tímabilinu 2017-18 þegar þeir voru nýliðar í Domino's deildinni.
Pavel stendur í ströngu með íslenska landsliðinu þessa dagana. Hann átti góðan leik þegar Ísland vann Sviss, 83-82, í forkeppni undankeppni EM 2021 á laugardaginn.
Segja Pavel á leið til Vals

Tengdar fréttir

Umfjöllun: Ísland - Sviss 83-82 | Hetjuskot Martins björguðu Íslandi
Martin Hermannsson tryggði Íslandi gríðarlega mikilvægan sigur á Sviss í forkeppni undankeppni EM 2021 í dag.

Sjáðu ótrúlegan Martin afgreiða Sviss
Martin Hermannsson átti stóran þátt í því að íslenska körfuboltalandsliðið vann eins stigs sigur á Sviss, 82-81, í Laugardalshöllinni í dag.