Erlent

Á annan hundrað látnir í monsún­stormum á Ind­landi

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Monsún rigningar á Indlandi hafa valdið miklum skaða.
Monsún rigningar á Indlandi hafa valdið miklum skaða. ap/Ajit Solanki
Talið er að allt að 165 manns hafi látist og hátt í milljón þurft að yfirgefa heimili sín vegna flóða í suðurhluta Indlands.

Líklegt er að tala látinna muni hækka enn meira en björgunarsveitarmenn leita nú að mögulegum eftirlifendum á flóðasvæðunum.

Á sunnudag sögðu yfirvöld að minnst 147 væru látnir en fregnir hafa borist af því að látnir séu 165.

Sjá einnig: Nærri 100 látnir í Ind­landi vegna monsún storma

Monsún rigningar hafa staðið yfir í Kerala í fjóra daga og hafa þó nokkrar aurskriður fallið. Í Kerala hafa minnst 76 látið lífið.



Björgunaraðgerðir munu halda áfram á einhverjum svæðum ríkisins en minnst 200 þúsund manns hafa verið færðir í neyðarbúðir.

Enn er um 50 manns saknað samkvæmt fréttaflutningi Financial Express og hefur svokölluð appelsínugul veðurviðvörun verið gefin út í sex héruðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×