Á fjórða tug danskra slökkviliðsmanna á leið til Grænlands Kjartan Kjartansson skrifar 13. ágúst 2019 14:32 Eldurinn logar á milli þorpsins Sisimiut og Kangerlussuaq á Vestur-Grænlandi. Vísir/Getty Flutningaflugvél af gerðinni Herkúles flytur nú 38 slökkviliðsmenn og tækjabúnað frá Danmörku til Grænlands þar sem þeir eiga að hjálpa heimamönnum við að ráða niðurlögum kjarrelda sem geisað hafa á vesturströndinni í meira en mánuð. Eldurinn kraumar enn í mó við Kangerlussuaq-fjörð, norðaustur af bænum Sisimiut, á vesturströndinni. Hann kviknaði út frá viðarofni í byrjun júlí. Grænlenskir slökkviliðsmenn og sjálfboðaliðar höfðu náð tökum á eldinum að mestu í síðustu viku en hann færðist aftur í aukana þegar vindátt snerist á sunnudag. Grænlenska heimastjórnin óskaði í kjölfarið eftir aðstoð frá Danmörku við að slökkva eldana. Trine Bramsen, varnarmálaráðherra Danmerkur, segir að þegar Grænland kalli komi Danmörk til aðstoðar. „Ég tel að það sé mikilvægt að við hjálpum og styðjum Grænland þegar þau óska eftir hjálp okkar,“ segir hún við danska ríkisútvarpið. Dönsku slökkviliðsmönnunum er ætlað að gera varnarlínu til að hægt verði að halda eldinum í skefjum og koma í veg fyrir að hann breiðist frekar út. Jens Oddershede, yfirmaður alþjóðegra björgunarstarfa í Dammörku, segir að annars sé hætta á að eldurinn brenni áfram í marga mánuði eða jafnvel ár með alvarlegum afleiðingum fyrir fólk, náttúru og dýralíf. Búist er við því að danski hópurinn veðri að störfum á Grænlandi í tvær vikur. Grænland Norðurslóðir Tengdar fréttir Stefnir í metbráðnun á Grænlandsjökli í ár Þegar enn eru 35-40 dagar eftir af sumarbráðnun er ístapið á Grænlandi á við metárið 2012. 8. ágúst 2019 23:06 Óska eftir aðstoð dansks slökkviliðs vegna kjarrelda á Grænlandi Kjarreldar hafa geisað á vesturströnd Grænlands frá því í byrjun júlí. 13. ágúst 2019 09:45 Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fleiri fréttir Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Sjá meira
Flutningaflugvél af gerðinni Herkúles flytur nú 38 slökkviliðsmenn og tækjabúnað frá Danmörku til Grænlands þar sem þeir eiga að hjálpa heimamönnum við að ráða niðurlögum kjarrelda sem geisað hafa á vesturströndinni í meira en mánuð. Eldurinn kraumar enn í mó við Kangerlussuaq-fjörð, norðaustur af bænum Sisimiut, á vesturströndinni. Hann kviknaði út frá viðarofni í byrjun júlí. Grænlenskir slökkviliðsmenn og sjálfboðaliðar höfðu náð tökum á eldinum að mestu í síðustu viku en hann færðist aftur í aukana þegar vindátt snerist á sunnudag. Grænlenska heimastjórnin óskaði í kjölfarið eftir aðstoð frá Danmörku við að slökkva eldana. Trine Bramsen, varnarmálaráðherra Danmerkur, segir að þegar Grænland kalli komi Danmörk til aðstoðar. „Ég tel að það sé mikilvægt að við hjálpum og styðjum Grænland þegar þau óska eftir hjálp okkar,“ segir hún við danska ríkisútvarpið. Dönsku slökkviliðsmönnunum er ætlað að gera varnarlínu til að hægt verði að halda eldinum í skefjum og koma í veg fyrir að hann breiðist frekar út. Jens Oddershede, yfirmaður alþjóðegra björgunarstarfa í Dammörku, segir að annars sé hætta á að eldurinn brenni áfram í marga mánuði eða jafnvel ár með alvarlegum afleiðingum fyrir fólk, náttúru og dýralíf. Búist er við því að danski hópurinn veðri að störfum á Grænlandi í tvær vikur.
Grænland Norðurslóðir Tengdar fréttir Stefnir í metbráðnun á Grænlandsjökli í ár Þegar enn eru 35-40 dagar eftir af sumarbráðnun er ístapið á Grænlandi á við metárið 2012. 8. ágúst 2019 23:06 Óska eftir aðstoð dansks slökkviliðs vegna kjarrelda á Grænlandi Kjarreldar hafa geisað á vesturströnd Grænlands frá því í byrjun júlí. 13. ágúst 2019 09:45 Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fleiri fréttir Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Sjá meira
Stefnir í metbráðnun á Grænlandsjökli í ár Þegar enn eru 35-40 dagar eftir af sumarbráðnun er ístapið á Grænlandi á við metárið 2012. 8. ágúst 2019 23:06
Óska eftir aðstoð dansks slökkviliðs vegna kjarrelda á Grænlandi Kjarreldar hafa geisað á vesturströnd Grænlands frá því í byrjun júlí. 13. ágúst 2019 09:45