Fyrrverandi forstjóri N1 færir sig yfir í loftslagsmál og grænar lausnir Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. ágúst 2019 15:00 Eggert Benedikt Guðmundsson. Eggert Benedikt Guðmundsson hefur verið ráðinn forstöðumaður Samstarfsvettvangs stjórnvalda og atvinnulífs um loftslagsmál og grænar lausnir. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Íslandsstofu. Þar segir að Eggert búi að víðtækri reynslu úr atvinnulífinu sem stjórnandi auk þess að hafa áralanga reynslu af stjórnarstörfum fyrir fjölda fyrirtækja og félaga hérlendis og erlendis. Telur ferill hans starfsreynslu úr stóriðju, sjávarútvegi, hátækni, verslun, menningarstarfsemi og fleiru. Um 10 ára skeið stýrði Eggert tveimur af stærstu fyrirtækjum landsins, N1 hf. (2012 – 2015) og HB Granda hf. (2005 – 2012). Nú síðast gegndi hann forstjórastöðu fyrir nýsköpunarfyrirtækið eTactica sem starfar á sviði raforkueftirlitskerfa. Önnur fyrri störf eru m.a. fyrir Philips Electronics í Kaliforníu og Belgíu og Marel hf. á Spáni. Hann var yfirverkfræðingur Bresi Group hjá Íslenska járnblendifélaginu hf., starfaði við rannsóknir við Háskólann í Karlsruhe, auk kennslu við gagnfræðaskólann á Húsavík. Eggert hefur einnig sinnt ráðgjafastörfum m.a. fyrir FAO í Róm og Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi, auk þess sem hann kom að undirbúningsvinnu í aðdraganda stofnunar Samstarfsvettvangsins sem ráðgjafi. Núverandi stjórnarstörf Eggerts telja sæti í stjórn HB Granda hf. Hann situr í External Advisory Committee MBA náms HR auk þess sem hann er stjórnarformaður Hótels Holts og formaður Leikfélags Reykjavíkur. Af fyrri stjórnarstörfum má nefna setu í stjórn Viðskiptaráðs Íslands, Háskólaráði HR, fagráðum og stjórn Íslandsstofu o.fl. Eggert er með meistaragráðu í rafmagnsverkfræði frá Þýskalandi auk þess sem hann hefur einnig lokið MBA- og AMP-gráðum á Spáni. Loftslagsmál Umhverfismál Vistaskipti Tengdar fréttir Uppsögnin kom á óvart: Eggert fékk engar útskýringar "Ég er bara að taka það rólega til að byrja með og skoða hvað lífið hefur upp á að bjóða,“ segir Eggert Benedikt Guðmundsson fyrrverandi forstjóri N1. 27. febrúar 2015 07:00 Eggert spenntur fyrir N1 Eggert Benedikt Guðmundsson, fráfarandi forstjóri HB Granda, er spenntur fyrir starfinu sem hann tekur við sem forstjóri N1 í sumarlok. N1 höfðu sambandi við Eggert og buðu honum starfið sem hann og þáði og segir þar með skilið við HB Granda. 12. júlí 2012 16:38 Eggert Benedikt hættir hjá N1 Eggert Benedikt Guðmundsson hefur komist að samkomulagi við stjórn N1 um að hann láti af störfum hjá félaginu. 25. febrúar 2015 19:12 Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Sjá meira
Eggert Benedikt Guðmundsson hefur verið ráðinn forstöðumaður Samstarfsvettvangs stjórnvalda og atvinnulífs um loftslagsmál og grænar lausnir. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Íslandsstofu. Þar segir að Eggert búi að víðtækri reynslu úr atvinnulífinu sem stjórnandi auk þess að hafa áralanga reynslu af stjórnarstörfum fyrir fjölda fyrirtækja og félaga hérlendis og erlendis. Telur ferill hans starfsreynslu úr stóriðju, sjávarútvegi, hátækni, verslun, menningarstarfsemi og fleiru. Um 10 ára skeið stýrði Eggert tveimur af stærstu fyrirtækjum landsins, N1 hf. (2012 – 2015) og HB Granda hf. (2005 – 2012). Nú síðast gegndi hann forstjórastöðu fyrir nýsköpunarfyrirtækið eTactica sem starfar á sviði raforkueftirlitskerfa. Önnur fyrri störf eru m.a. fyrir Philips Electronics í Kaliforníu og Belgíu og Marel hf. á Spáni. Hann var yfirverkfræðingur Bresi Group hjá Íslenska járnblendifélaginu hf., starfaði við rannsóknir við Háskólann í Karlsruhe, auk kennslu við gagnfræðaskólann á Húsavík. Eggert hefur einnig sinnt ráðgjafastörfum m.a. fyrir FAO í Róm og Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi, auk þess sem hann kom að undirbúningsvinnu í aðdraganda stofnunar Samstarfsvettvangsins sem ráðgjafi. Núverandi stjórnarstörf Eggerts telja sæti í stjórn HB Granda hf. Hann situr í External Advisory Committee MBA náms HR auk þess sem hann er stjórnarformaður Hótels Holts og formaður Leikfélags Reykjavíkur. Af fyrri stjórnarstörfum má nefna setu í stjórn Viðskiptaráðs Íslands, Háskólaráði HR, fagráðum og stjórn Íslandsstofu o.fl. Eggert er með meistaragráðu í rafmagnsverkfræði frá Þýskalandi auk þess sem hann hefur einnig lokið MBA- og AMP-gráðum á Spáni.
Loftslagsmál Umhverfismál Vistaskipti Tengdar fréttir Uppsögnin kom á óvart: Eggert fékk engar útskýringar "Ég er bara að taka það rólega til að byrja með og skoða hvað lífið hefur upp á að bjóða,“ segir Eggert Benedikt Guðmundsson fyrrverandi forstjóri N1. 27. febrúar 2015 07:00 Eggert spenntur fyrir N1 Eggert Benedikt Guðmundsson, fráfarandi forstjóri HB Granda, er spenntur fyrir starfinu sem hann tekur við sem forstjóri N1 í sumarlok. N1 höfðu sambandi við Eggert og buðu honum starfið sem hann og þáði og segir þar með skilið við HB Granda. 12. júlí 2012 16:38 Eggert Benedikt hættir hjá N1 Eggert Benedikt Guðmundsson hefur komist að samkomulagi við stjórn N1 um að hann láti af störfum hjá félaginu. 25. febrúar 2015 19:12 Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Sjá meira
Uppsögnin kom á óvart: Eggert fékk engar útskýringar "Ég er bara að taka það rólega til að byrja með og skoða hvað lífið hefur upp á að bjóða,“ segir Eggert Benedikt Guðmundsson fyrrverandi forstjóri N1. 27. febrúar 2015 07:00
Eggert spenntur fyrir N1 Eggert Benedikt Guðmundsson, fráfarandi forstjóri HB Granda, er spenntur fyrir starfinu sem hann tekur við sem forstjóri N1 í sumarlok. N1 höfðu sambandi við Eggert og buðu honum starfið sem hann og þáði og segir þar með skilið við HB Granda. 12. júlí 2012 16:38
Eggert Benedikt hættir hjá N1 Eggert Benedikt Guðmundsson hefur komist að samkomulagi við stjórn N1 um að hann láti af störfum hjá félaginu. 25. febrúar 2015 19:12