Lygilegur leikur á Parken: Níu vítaspyrnur í súginn þegar Rauða stjarnan fór áfram Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 13. ágúst 2019 23:30 Bláklæddir leikmenn Rauðu stjörnunnar fagna sigrinum á FCK. vísir/getty Seinni leikur FC København og Rauðu stjörnunnar í 3. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu á Parken í kvöld var dramatískur í meira lagi. Úrslitin réðust ekki fyrr en á 22. spyrnu í vítakeppni. Á endanum vann Rauða stjarnan og tryggði sér sæti í umspili um sæti í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. FCK fer hins vegar í riðlakeppni Evrópudeildarinnar.Mi večeras ne spavamo! IDEMO SVI - ZVEZDA!#fkczpic.twitter.com/cyGz64xMph — FK Crvena zvezda (@crvenazvezdafk) August 13, 2019 Rauða stjarnan og FCK gerðu 1-1 jafntefli í fyrri leiknum á Marakana í Belgrad fyrir viku. Richmond Boakye kom gestunum yfir á 17. mínútu í leiknum á Parken í kvöld en Dame N'Doye jafnaði fyrir heimamenn á lokamínútu fyrri hálfleiks. Á 54. mínútu fékk Nemanja Milunovic sitt annað gula spjald og þar með rautt. Dönsku meistararnir náðu ekki að nýta sér liðsmuninn og því þurfti að framlengja. Þegar átta mínútur voru eftir af framlengingunni var Pep Biel, leikmaður FCK, rekinn út af og því jafnt í liðum. Mörkin urðu hins vegar ekki fleiri og því réðust úrslitin í vítakeppni sem var lygileg.Leikmenn Rauðu stjörnunnar fagna hetjunni Milan Borjan.vísir/gettyStaðan var jöfn, 3-3, eftir fyrstu tíu spyrnurnar. Því þurfti að grípa til bráðabana. Fyrstu fjórar spyrnurnar í bráðabananum fóru forgörðum og því var enn jafnt, 3-3, eftir 14 spyrnur. Liðin skoruðu bæði úr næstu þremur spyrnum sínum og á þeim tíma voru allir leikmenn liðanna búnir að taka spyrnur, þ.á.m. markverðirnir Milan Borjan og Sten Grytebust. Í 6. umferð bráðabanans sendi Rauða stjarnan Radovan Pankov á punktinn en hann tók síðustu spyrnu liðsins áður en til bráðabanans kom. Pankov skoraði og kom serbnesku meisturunum yfir. Hinn tvítugi Jonas Wind, sem tók og skoraði úr fyrstu spyrnu FCK í vítakeppninni, fór aftur á punktinn. Í þetta sinn sá Borjan við honum, varði og tryggði Rauðu stjörnunni sigur í sannkölluðum maraþonleik. Serbarnir unnu vítakeppnina, 6-7. Alls fóru níu af 22 spyrnum í vítakeppninni í súginn, þar af fjórar í röð í fyrstu tveimur umferðum bráðabanans. Vítapunkturinn varð fljótt allur tættur eins og sjá má á myndinni hér fyrir neðan.Vítapunkturinn var í ansi slæmu ástandi, enda mikið notaður.vísir/gettyRauða stjarnan mætir Young Boys frá Sviss í umspili um sæti í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Fyrri leikurinn fer fram í Bern í Sviss 21. ágúst og seinni leikurinn í Belgrad sex dögum síðar. Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Jón Guðni og félagar slógu Porto úr leik Krasnodar vann Porto á útivelli og tryggði sér sæti í umspili um sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. 13. ágúst 2019 20:56 Ajax fékk þrjár vítaspyrnur gegn Sverri og félögum | Vonbrigði hjá Celtic Ajax fór áfram í umspil um sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu með sigri á Sverri Inga Ingasyni og félögum í PAOK. 13. ágúst 2019 20:34 Mest lesið Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Barnastjarna á Álftanesið Körfubolti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Enski boltinn Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Anderson henti Van Gerwen úr leik Sport Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Enski boltinn Býst núna við því versta frá áhorfendum Sport Fleiri fréttir Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Nígeríumenn snöggir að nýta sér liðsmuninn og fengu fullt hús „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Elsti atvinnumaður heims fer í nýtt lið Nýi þjálfarinn fær strax að njóta krafta Orra Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Beint frá Blikum til Boston í bandarísku deildinni Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Sjá meira
Seinni leikur FC København og Rauðu stjörnunnar í 3. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu á Parken í kvöld var dramatískur í meira lagi. Úrslitin réðust ekki fyrr en á 22. spyrnu í vítakeppni. Á endanum vann Rauða stjarnan og tryggði sér sæti í umspili um sæti í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. FCK fer hins vegar í riðlakeppni Evrópudeildarinnar.Mi večeras ne spavamo! IDEMO SVI - ZVEZDA!#fkczpic.twitter.com/cyGz64xMph — FK Crvena zvezda (@crvenazvezdafk) August 13, 2019 Rauða stjarnan og FCK gerðu 1-1 jafntefli í fyrri leiknum á Marakana í Belgrad fyrir viku. Richmond Boakye kom gestunum yfir á 17. mínútu í leiknum á Parken í kvöld en Dame N'Doye jafnaði fyrir heimamenn á lokamínútu fyrri hálfleiks. Á 54. mínútu fékk Nemanja Milunovic sitt annað gula spjald og þar með rautt. Dönsku meistararnir náðu ekki að nýta sér liðsmuninn og því þurfti að framlengja. Þegar átta mínútur voru eftir af framlengingunni var Pep Biel, leikmaður FCK, rekinn út af og því jafnt í liðum. Mörkin urðu hins vegar ekki fleiri og því réðust úrslitin í vítakeppni sem var lygileg.Leikmenn Rauðu stjörnunnar fagna hetjunni Milan Borjan.vísir/gettyStaðan var jöfn, 3-3, eftir fyrstu tíu spyrnurnar. Því þurfti að grípa til bráðabana. Fyrstu fjórar spyrnurnar í bráðabananum fóru forgörðum og því var enn jafnt, 3-3, eftir 14 spyrnur. Liðin skoruðu bæði úr næstu þremur spyrnum sínum og á þeim tíma voru allir leikmenn liðanna búnir að taka spyrnur, þ.á.m. markverðirnir Milan Borjan og Sten Grytebust. Í 6. umferð bráðabanans sendi Rauða stjarnan Radovan Pankov á punktinn en hann tók síðustu spyrnu liðsins áður en til bráðabanans kom. Pankov skoraði og kom serbnesku meisturunum yfir. Hinn tvítugi Jonas Wind, sem tók og skoraði úr fyrstu spyrnu FCK í vítakeppninni, fór aftur á punktinn. Í þetta sinn sá Borjan við honum, varði og tryggði Rauðu stjörnunni sigur í sannkölluðum maraþonleik. Serbarnir unnu vítakeppnina, 6-7. Alls fóru níu af 22 spyrnum í vítakeppninni í súginn, þar af fjórar í röð í fyrstu tveimur umferðum bráðabanans. Vítapunkturinn varð fljótt allur tættur eins og sjá má á myndinni hér fyrir neðan.Vítapunkturinn var í ansi slæmu ástandi, enda mikið notaður.vísir/gettyRauða stjarnan mætir Young Boys frá Sviss í umspili um sæti í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Fyrri leikurinn fer fram í Bern í Sviss 21. ágúst og seinni leikurinn í Belgrad sex dögum síðar.
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Jón Guðni og félagar slógu Porto úr leik Krasnodar vann Porto á útivelli og tryggði sér sæti í umspili um sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. 13. ágúst 2019 20:56 Ajax fékk þrjár vítaspyrnur gegn Sverri og félögum | Vonbrigði hjá Celtic Ajax fór áfram í umspil um sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu með sigri á Sverri Inga Ingasyni og félögum í PAOK. 13. ágúst 2019 20:34 Mest lesið Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Barnastjarna á Álftanesið Körfubolti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Enski boltinn Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Anderson henti Van Gerwen úr leik Sport Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Enski boltinn Býst núna við því versta frá áhorfendum Sport Fleiri fréttir Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Nígeríumenn snöggir að nýta sér liðsmuninn og fengu fullt hús „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Elsti atvinnumaður heims fer í nýtt lið Nýi þjálfarinn fær strax að njóta krafta Orra Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Beint frá Blikum til Boston í bandarísku deildinni Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Sjá meira
Jón Guðni og félagar slógu Porto úr leik Krasnodar vann Porto á útivelli og tryggði sér sæti í umspili um sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. 13. ágúst 2019 20:56
Ajax fékk þrjár vítaspyrnur gegn Sverri og félögum | Vonbrigði hjá Celtic Ajax fór áfram í umspil um sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu með sigri á Sverri Inga Ingasyni og félögum í PAOK. 13. ágúst 2019 20:34