Lygilegur leikur á Parken: Níu vítaspyrnur í súginn þegar Rauða stjarnan fór áfram Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 13. ágúst 2019 23:30 Bláklæddir leikmenn Rauðu stjörnunnar fagna sigrinum á FCK. vísir/getty Seinni leikur FC København og Rauðu stjörnunnar í 3. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu á Parken í kvöld var dramatískur í meira lagi. Úrslitin réðust ekki fyrr en á 22. spyrnu í vítakeppni. Á endanum vann Rauða stjarnan og tryggði sér sæti í umspili um sæti í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. FCK fer hins vegar í riðlakeppni Evrópudeildarinnar.Mi večeras ne spavamo! IDEMO SVI - ZVEZDA!#fkczpic.twitter.com/cyGz64xMph — FK Crvena zvezda (@crvenazvezdafk) August 13, 2019 Rauða stjarnan og FCK gerðu 1-1 jafntefli í fyrri leiknum á Marakana í Belgrad fyrir viku. Richmond Boakye kom gestunum yfir á 17. mínútu í leiknum á Parken í kvöld en Dame N'Doye jafnaði fyrir heimamenn á lokamínútu fyrri hálfleiks. Á 54. mínútu fékk Nemanja Milunovic sitt annað gula spjald og þar með rautt. Dönsku meistararnir náðu ekki að nýta sér liðsmuninn og því þurfti að framlengja. Þegar átta mínútur voru eftir af framlengingunni var Pep Biel, leikmaður FCK, rekinn út af og því jafnt í liðum. Mörkin urðu hins vegar ekki fleiri og því réðust úrslitin í vítakeppni sem var lygileg.Leikmenn Rauðu stjörnunnar fagna hetjunni Milan Borjan.vísir/gettyStaðan var jöfn, 3-3, eftir fyrstu tíu spyrnurnar. Því þurfti að grípa til bráðabana. Fyrstu fjórar spyrnurnar í bráðabananum fóru forgörðum og því var enn jafnt, 3-3, eftir 14 spyrnur. Liðin skoruðu bæði úr næstu þremur spyrnum sínum og á þeim tíma voru allir leikmenn liðanna búnir að taka spyrnur, þ.á.m. markverðirnir Milan Borjan og Sten Grytebust. Í 6. umferð bráðabanans sendi Rauða stjarnan Radovan Pankov á punktinn en hann tók síðustu spyrnu liðsins áður en til bráðabanans kom. Pankov skoraði og kom serbnesku meisturunum yfir. Hinn tvítugi Jonas Wind, sem tók og skoraði úr fyrstu spyrnu FCK í vítakeppninni, fór aftur á punktinn. Í þetta sinn sá Borjan við honum, varði og tryggði Rauðu stjörnunni sigur í sannkölluðum maraþonleik. Serbarnir unnu vítakeppnina, 6-7. Alls fóru níu af 22 spyrnum í vítakeppninni í súginn, þar af fjórar í röð í fyrstu tveimur umferðum bráðabanans. Vítapunkturinn varð fljótt allur tættur eins og sjá má á myndinni hér fyrir neðan.Vítapunkturinn var í ansi slæmu ástandi, enda mikið notaður.vísir/gettyRauða stjarnan mætir Young Boys frá Sviss í umspili um sæti í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Fyrri leikurinn fer fram í Bern í Sviss 21. ágúst og seinni leikurinn í Belgrad sex dögum síðar. Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Jón Guðni og félagar slógu Porto úr leik Krasnodar vann Porto á útivelli og tryggði sér sæti í umspili um sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. 13. ágúst 2019 20:56 Ajax fékk þrjár vítaspyrnur gegn Sverri og félögum | Vonbrigði hjá Celtic Ajax fór áfram í umspil um sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu með sigri á Sverri Inga Ingasyni og félögum í PAOK. 13. ágúst 2019 20:34 Mest lesið Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Fótbolti „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Körfubolti Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Golf Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini Fótbolti Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Íslenski boltinn Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Enski boltinn Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Fótbolti Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Fótbolti Fleiri fréttir Kolbeinn lagði upp sigurmarkið Frankfurt kann það betur en flest félög að græða pening á framherjum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini „Forréttindi fyrir okkur sem eru nærri honum að fá að verða vitni að þessu“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Búið að gera tilboð í Ederson og City horfir til Burnley Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Segist viss um að Isak fari ekki fet Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító ÍR-ingar héldu út fyrir norðan Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Nýliðarnir halda áfram að styrkja sig „Stilltum sennilega upp sóknarsinnaðasta liði í sögu íslenskrar knattspyrnu“ „Við náttúrulega þurfum að skora mörk“ Ten Hag byrjar ekki vel hjá Leverkusen: „Mér er skítsama“ Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Daníel Tristan lagði upp mark í sigri Malmö Brotist inn hjá Platini og verðlaunin hurfu Lærisveinar Freys töpuðu fyrir KFUM liðinu Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Rashford nálgast Barcelona „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Sjá meira
Seinni leikur FC København og Rauðu stjörnunnar í 3. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu á Parken í kvöld var dramatískur í meira lagi. Úrslitin réðust ekki fyrr en á 22. spyrnu í vítakeppni. Á endanum vann Rauða stjarnan og tryggði sér sæti í umspili um sæti í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. FCK fer hins vegar í riðlakeppni Evrópudeildarinnar.Mi večeras ne spavamo! IDEMO SVI - ZVEZDA!#fkczpic.twitter.com/cyGz64xMph — FK Crvena zvezda (@crvenazvezdafk) August 13, 2019 Rauða stjarnan og FCK gerðu 1-1 jafntefli í fyrri leiknum á Marakana í Belgrad fyrir viku. Richmond Boakye kom gestunum yfir á 17. mínútu í leiknum á Parken í kvöld en Dame N'Doye jafnaði fyrir heimamenn á lokamínútu fyrri hálfleiks. Á 54. mínútu fékk Nemanja Milunovic sitt annað gula spjald og þar með rautt. Dönsku meistararnir náðu ekki að nýta sér liðsmuninn og því þurfti að framlengja. Þegar átta mínútur voru eftir af framlengingunni var Pep Biel, leikmaður FCK, rekinn út af og því jafnt í liðum. Mörkin urðu hins vegar ekki fleiri og því réðust úrslitin í vítakeppni sem var lygileg.Leikmenn Rauðu stjörnunnar fagna hetjunni Milan Borjan.vísir/gettyStaðan var jöfn, 3-3, eftir fyrstu tíu spyrnurnar. Því þurfti að grípa til bráðabana. Fyrstu fjórar spyrnurnar í bráðabananum fóru forgörðum og því var enn jafnt, 3-3, eftir 14 spyrnur. Liðin skoruðu bæði úr næstu þremur spyrnum sínum og á þeim tíma voru allir leikmenn liðanna búnir að taka spyrnur, þ.á.m. markverðirnir Milan Borjan og Sten Grytebust. Í 6. umferð bráðabanans sendi Rauða stjarnan Radovan Pankov á punktinn en hann tók síðustu spyrnu liðsins áður en til bráðabanans kom. Pankov skoraði og kom serbnesku meisturunum yfir. Hinn tvítugi Jonas Wind, sem tók og skoraði úr fyrstu spyrnu FCK í vítakeppninni, fór aftur á punktinn. Í þetta sinn sá Borjan við honum, varði og tryggði Rauðu stjörnunni sigur í sannkölluðum maraþonleik. Serbarnir unnu vítakeppnina, 6-7. Alls fóru níu af 22 spyrnum í vítakeppninni í súginn, þar af fjórar í röð í fyrstu tveimur umferðum bráðabanans. Vítapunkturinn varð fljótt allur tættur eins og sjá má á myndinni hér fyrir neðan.Vítapunkturinn var í ansi slæmu ástandi, enda mikið notaður.vísir/gettyRauða stjarnan mætir Young Boys frá Sviss í umspili um sæti í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Fyrri leikurinn fer fram í Bern í Sviss 21. ágúst og seinni leikurinn í Belgrad sex dögum síðar.
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Jón Guðni og félagar slógu Porto úr leik Krasnodar vann Porto á útivelli og tryggði sér sæti í umspili um sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. 13. ágúst 2019 20:56 Ajax fékk þrjár vítaspyrnur gegn Sverri og félögum | Vonbrigði hjá Celtic Ajax fór áfram í umspil um sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu með sigri á Sverri Inga Ingasyni og félögum í PAOK. 13. ágúst 2019 20:34 Mest lesið Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Fótbolti „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Körfubolti Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Golf Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini Fótbolti Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Íslenski boltinn Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Enski boltinn Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Fótbolti Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Fótbolti Fleiri fréttir Kolbeinn lagði upp sigurmarkið Frankfurt kann það betur en flest félög að græða pening á framherjum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini „Forréttindi fyrir okkur sem eru nærri honum að fá að verða vitni að þessu“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Búið að gera tilboð í Ederson og City horfir til Burnley Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Segist viss um að Isak fari ekki fet Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító ÍR-ingar héldu út fyrir norðan Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Nýliðarnir halda áfram að styrkja sig „Stilltum sennilega upp sóknarsinnaðasta liði í sögu íslenskrar knattspyrnu“ „Við náttúrulega þurfum að skora mörk“ Ten Hag byrjar ekki vel hjá Leverkusen: „Mér er skítsama“ Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Daníel Tristan lagði upp mark í sigri Malmö Brotist inn hjá Platini og verðlaunin hurfu Lærisveinar Freys töpuðu fyrir KFUM liðinu Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Rashford nálgast Barcelona „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Sjá meira
Jón Guðni og félagar slógu Porto úr leik Krasnodar vann Porto á útivelli og tryggði sér sæti í umspili um sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. 13. ágúst 2019 20:56
Ajax fékk þrjár vítaspyrnur gegn Sverri og félögum | Vonbrigði hjá Celtic Ajax fór áfram í umspil um sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu með sigri á Sverri Inga Ingasyni og félögum í PAOK. 13. ágúst 2019 20:34