Enski boltinn

Solskjær sendir Sanchez í varaliðið ef hann kemur sér ekki burt frá Old Trafford

Anton Ingi Leifsson skrifar
Alexis Sanchez.
Alexis Sanchez. vísir/getty
Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, er búinn að fá fullsaddann af Síle-manninum, Alexis Sanchez, en enskir fjölmiðlar greina frá þessu í morgun.

Norðmaðurinn mun senda hann í varaliðið hjá Manchester United ef hann finnur sér ekki nýtt í félagaskiptaglugganum sem fer bráðlega að loka víða um Evrópu.

Hinn 30 ára gamli Sanchez er á góðum samningi hjá United, 505 þúsund pund á viku, svo fari Sanchez á láni þyrfti United að borga einhvern hluta af launum vængmannsins.





Roma er áhugasamt í Sanchez en ef Síle-maðurinn kemst ekki að samkomulagi við ítalska stórliðið þá mun hann spila með varaliði Manchester United, að minnsta kosti þangað til í janúar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×