Tilraunin til að reyna eignast barn kostaði hann á endanum 218 milljónir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. ágúst 2019 12:30 Golden Tate og Elise Tate. Getty/Aaron J. Thornton NFL-deildin hafnaði í gær áfrýjun útherjans Golden Tate og leikmaður New York Giants þarf því að taka úr fjögurra leikja bann í upphafi tímabilsins. Golden Tate tapar líka miklum peningum á þessu úrskurði því hann missir líka öll launin sín á þessum tíma. Talið er að Tate tapi um 1,75 milljónum dollara á þessu banni eða um 218 milljónum íslenskra króna.#Giants WR Golden Tate lost his appeal and will be suspended the first 4 games for a PED violation. https://t.co/4s7FIPfyEd — Ian Rapoport (@RapSheet) August 13, 2019Allt þetta kom til vegna þess að Golden Tate var að reyna að eignast barn með konu sinni, Elisu Tate. Hann tók fjórsemislyf í mars en seinna kom svo í ljós að í þeim voru efni á bannlista NFL-deildarinnar. Golden Tate lét sjálfur vita af þessu þegar hann uppgötvaði mistökin en það dugði ekki til að sleppa við bannið. Hann féll á lyfjaprófi og NFL-deildin setti hann í leikbann.Golden Tate’s appeal denied, new Giants WR will sit out first four games over positive PED test https://t.co/10ldULfCdlpic.twitter.com/5BRhSn9dux — NY Daily News Sports (@NYDNSports) August 13, 2019Golden Tate má reyndar taka þátt í undirbúningsleikjum New York Giants en um leið og deildarkeppnin hefst þá þarf hann að bíða í fjórar vikur eftir að spila sinn fyrsta leik á tímabilinu. Hann má snúa til baka 30. september. Þrátt fyrir að Tate hafi kennt frjósemislyfinu um þá þótti það alltaf langsótt hjá honum að vinna áfrýjunina. Það kom líka í ljós. NFL segir að leikmenn beri sjálfir fulla ábyrgð á því sem þeir taka. Golden Tate gerði í sumar 37,5 milljón dollara samning við New York Giants til fjögurra ára þar af er hann öruggur með 23 milljónir Bandaríkjadala. Hann missir talsverðan pening út af þessu banni en ekki mikinn pening miðað við það að hann er að fá yfir 4,4 milljarða í laun næstu fjögur árin. NFL Mest lesið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Sport Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Fótbolti Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Fótbolti Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Fótbolti Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Fótbolti Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Fótbolti Fleiri fréttir Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Eir Norðurlandameistari en fékk of mikla hjálp til að fá metið Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Dagskráin í dag: Mikilvægur leikur í Garðabæ Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Sjá meira
NFL-deildin hafnaði í gær áfrýjun útherjans Golden Tate og leikmaður New York Giants þarf því að taka úr fjögurra leikja bann í upphafi tímabilsins. Golden Tate tapar líka miklum peningum á þessu úrskurði því hann missir líka öll launin sín á þessum tíma. Talið er að Tate tapi um 1,75 milljónum dollara á þessu banni eða um 218 milljónum íslenskra króna.#Giants WR Golden Tate lost his appeal and will be suspended the first 4 games for a PED violation. https://t.co/4s7FIPfyEd — Ian Rapoport (@RapSheet) August 13, 2019Allt þetta kom til vegna þess að Golden Tate var að reyna að eignast barn með konu sinni, Elisu Tate. Hann tók fjórsemislyf í mars en seinna kom svo í ljós að í þeim voru efni á bannlista NFL-deildarinnar. Golden Tate lét sjálfur vita af þessu þegar hann uppgötvaði mistökin en það dugði ekki til að sleppa við bannið. Hann féll á lyfjaprófi og NFL-deildin setti hann í leikbann.Golden Tate’s appeal denied, new Giants WR will sit out first four games over positive PED test https://t.co/10ldULfCdlpic.twitter.com/5BRhSn9dux — NY Daily News Sports (@NYDNSports) August 13, 2019Golden Tate má reyndar taka þátt í undirbúningsleikjum New York Giants en um leið og deildarkeppnin hefst þá þarf hann að bíða í fjórar vikur eftir að spila sinn fyrsta leik á tímabilinu. Hann má snúa til baka 30. september. Þrátt fyrir að Tate hafi kennt frjósemislyfinu um þá þótti það alltaf langsótt hjá honum að vinna áfrýjunina. Það kom líka í ljós. NFL segir að leikmenn beri sjálfir fulla ábyrgð á því sem þeir taka. Golden Tate gerði í sumar 37,5 milljón dollara samning við New York Giants til fjögurra ára þar af er hann öruggur með 23 milljónir Bandaríkjadala. Hann missir talsverðan pening út af þessu banni en ekki mikinn pening miðað við það að hann er að fá yfir 4,4 milljarða í laun næstu fjögur árin.
NFL Mest lesið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Sport Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Fótbolti Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Fótbolti Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Fótbolti Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Fótbolti Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Fótbolti Fleiri fréttir Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Eir Norðurlandameistari en fékk of mikla hjálp til að fá metið Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Dagskráin í dag: Mikilvægur leikur í Garðabæ Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Sjá meira