Megan Rapinoe segir nýjasta útspil bandaríska knattspyrnusambandsins dæmigert fyrir þeirra hegðun Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. ágúst 2019 11:30 Megan Rapinoe í sigurskrúðgöngunni í New York. Getty/Brian Ach Bandaríska knattspyrnusambandið svífst einskis í baráttunni sinni fyrir að borga knattspyrnukonum ekki það sama og knattspyrnukörlum. Bandarísku landsliðskonurnar og nýkrýndu heimsmeistararnir eru í málaferlum gegn knattspyrnusambandinu sínu þar sem þær krefjast þess að fá sömu laun og sömu bónusgreiðslur og leikmenn karlalandsliðsins. Á meðan bandaríska kvennalandsliðið hefur unnið tvö heimsmeistaramót í röð þá komst bandaríska karlalandsliðið ekki á síðasta heimsmeistaramót. Sama kvöld og bandarísku stelpurnar unnu HM í Frakklandi í sumar þá tapaði karlalandsliðið á móti Mexíkó í úrslitaleik Gullbikarsins.Megan Rapinoe says US Soccer hiring lobbyists is 'in line with their behavior' in recent years.https://t.co/H2laQeWTbhpic.twitter.com/4dmICM8LvP — Yahoo Sports (@YahooSports) August 13, 2019Nýjasta útspil bandaríska knattspyrnusambandsins í baráttunni hefur ekki vakið mikla lukku meðal leikmanna kvennalandsliðsins eða annarra sem styðja þeirra málstað. Áður höfðu starfsmenn sambandsins reiknað það út að í raun væru konurnar búnar að fá meira borgað en karlarnir en þá voru þeir að taka saman heildargreiðslur en ekki samanburð á pening fyrir saman árangur. Bandaríska sambandið fylgdi því eftir með því að ráða útsendara á þingi, svokallaða lobbíista, til að reyna að sannfæra þingfólk um að konurnar væru í raun að fá það sama borgað og karlarnir. Megan Rapinoe er stjarna sumarsins en hún er fyrirliði bandaríska landsliðsins og var bæði markahæst og kosin best á HM. Hún hefur verið í bandaríska landsliðinu í tíu ár og þekkir því vel samskiptin við bandaríska knattspyrnusambandið. „Þetta útspil þeirra er dæmigert fyrir það hvernig þeir hafa hagað sér í öll þessi ár,“ sagði Megan Rapinoe í viðtali við Megan Linehan hjá The Athletic.U.S. Soccer's decision to hire government lobbyists to argue its position on equal pay doesn't sit well with #USWNT & @ReignFC star Megan Rapinoe. She speaks with @itsmeglinehan about the news: https://t.co/mkZpsmdNyupic.twitter.com/KaW6BK3eX1 — The Athletic Soccer (@TheAthleticSCCR) August 12, 2019 Talsmaður bandaríska landliðsins sagðist bæði vera í sjokki og svekkt þegar hún heyrði af útspilinu en þetta kom Megan Rapinoe ekki á óvart. „Ég vildi að ég gæti sagt að ég væri sjokkeruð yfir þessu en svona hefur þetta bara verið öll þessi ár. Stóra myndin er að þeir eru að eyða peningunum sem þeir fá inn í gegnum styrktaraðila og frá litlum krökkum sem spila fótbolta, frá öllum, þetta er kannski svolítið dramatískt hjá mér en þeir eru að eyða þeim peningum í að koma í veg fyrir jafnrétti í landinu,“ sagði Megan Rapinoe. „Ég veit ekki af hverju þeir þurfa að ráða lobbísta ef þeir eru að borga okkur jafnmikið og strákunum því þá munu þessi nýju lög ekki koma neitt við þá,“ sagði Rapinoe en þingmenn hafa blandast í málið af því nokkrar þingkonur lögðu fram frumvarp um að öll íþróttasambönd í Bandaríkjunum verði að borga konum og körlum jafnmikið.this is such garbage ... every dollar @ussoccerfndn is spending on lobbyists in DC to lie about #EqualPay is a dollar that could be going to @USWNT and players like @mPinoehttps://t.co/nWDHg2cKiQ — Kurt Bardella (@kurtbardella) August 10, 2019 Bandaríkin HM 2019 í Frakklandi Jafnréttismál Mest lesið Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Sport „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Íslenski boltinn Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Enski boltinn Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út Körfubolti Fleiri fréttir Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Sjá meira
Bandaríska knattspyrnusambandið svífst einskis í baráttunni sinni fyrir að borga knattspyrnukonum ekki það sama og knattspyrnukörlum. Bandarísku landsliðskonurnar og nýkrýndu heimsmeistararnir eru í málaferlum gegn knattspyrnusambandinu sínu þar sem þær krefjast þess að fá sömu laun og sömu bónusgreiðslur og leikmenn karlalandsliðsins. Á meðan bandaríska kvennalandsliðið hefur unnið tvö heimsmeistaramót í röð þá komst bandaríska karlalandsliðið ekki á síðasta heimsmeistaramót. Sama kvöld og bandarísku stelpurnar unnu HM í Frakklandi í sumar þá tapaði karlalandsliðið á móti Mexíkó í úrslitaleik Gullbikarsins.Megan Rapinoe says US Soccer hiring lobbyists is 'in line with their behavior' in recent years.https://t.co/H2laQeWTbhpic.twitter.com/4dmICM8LvP — Yahoo Sports (@YahooSports) August 13, 2019Nýjasta útspil bandaríska knattspyrnusambandsins í baráttunni hefur ekki vakið mikla lukku meðal leikmanna kvennalandsliðsins eða annarra sem styðja þeirra málstað. Áður höfðu starfsmenn sambandsins reiknað það út að í raun væru konurnar búnar að fá meira borgað en karlarnir en þá voru þeir að taka saman heildargreiðslur en ekki samanburð á pening fyrir saman árangur. Bandaríska sambandið fylgdi því eftir með því að ráða útsendara á þingi, svokallaða lobbíista, til að reyna að sannfæra þingfólk um að konurnar væru í raun að fá það sama borgað og karlarnir. Megan Rapinoe er stjarna sumarsins en hún er fyrirliði bandaríska landsliðsins og var bæði markahæst og kosin best á HM. Hún hefur verið í bandaríska landsliðinu í tíu ár og þekkir því vel samskiptin við bandaríska knattspyrnusambandið. „Þetta útspil þeirra er dæmigert fyrir það hvernig þeir hafa hagað sér í öll þessi ár,“ sagði Megan Rapinoe í viðtali við Megan Linehan hjá The Athletic.U.S. Soccer's decision to hire government lobbyists to argue its position on equal pay doesn't sit well with #USWNT & @ReignFC star Megan Rapinoe. She speaks with @itsmeglinehan about the news: https://t.co/mkZpsmdNyupic.twitter.com/KaW6BK3eX1 — The Athletic Soccer (@TheAthleticSCCR) August 12, 2019 Talsmaður bandaríska landliðsins sagðist bæði vera í sjokki og svekkt þegar hún heyrði af útspilinu en þetta kom Megan Rapinoe ekki á óvart. „Ég vildi að ég gæti sagt að ég væri sjokkeruð yfir þessu en svona hefur þetta bara verið öll þessi ár. Stóra myndin er að þeir eru að eyða peningunum sem þeir fá inn í gegnum styrktaraðila og frá litlum krökkum sem spila fótbolta, frá öllum, þetta er kannski svolítið dramatískt hjá mér en þeir eru að eyða þeim peningum í að koma í veg fyrir jafnrétti í landinu,“ sagði Megan Rapinoe. „Ég veit ekki af hverju þeir þurfa að ráða lobbísta ef þeir eru að borga okkur jafnmikið og strákunum því þá munu þessi nýju lög ekki koma neitt við þá,“ sagði Rapinoe en þingmenn hafa blandast í málið af því nokkrar þingkonur lögðu fram frumvarp um að öll íþróttasambönd í Bandaríkjunum verði að borga konum og körlum jafnmikið.this is such garbage ... every dollar @ussoccerfndn is spending on lobbyists in DC to lie about #EqualPay is a dollar that could be going to @USWNT and players like @mPinoehttps://t.co/nWDHg2cKiQ — Kurt Bardella (@kurtbardella) August 10, 2019
Bandaríkin HM 2019 í Frakklandi Jafnréttismál Mest lesið Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Sport „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Íslenski boltinn Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Enski boltinn Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út Körfubolti Fleiri fréttir Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Sjá meira