Eldarnir á Grænlandi erfiðir við að eiga Kjartan Kjartansson skrifar 15. ágúst 2019 13:00 Eldarnir við Kangerlussuaq-fjörð blossuðu aftur upp á sunnudag þegar vindátt snerist. Þeir hafa logað frá 8. júlí. Qulutak Peter Møller Erfiðara getur verið að ráða við jarðvegseld eins og þann sem nú geisar á vesturströnd Grænlands en hefðbundna kjarr- eða skógarelda, að sögn íslensks sérfræðings. Yfirvöld á Grænlandi óttast að eldarnir gætu logað í marga mánuði eða jafnvel ár. Þyrla danska hersins bjargaði þremur göngumönnum sem villtust í miklum reyk frá eldunum fyrr í vikunni. Kjarreldur kviknaði við Kangerlussuaq-fjörð, norðaustur af bænum Sisimiut á vesturströnd Grænlands út frá viðarofni í byrjun júlí. Slökkviliðsmenn og sjálfsboðaliðar töldu sig hafa náð tökum á eldunum í síðustu viku en þegar vindátt snerist á sunnudag blés aftur lífi í glæðurnar og eldarnir breiddu enn frekar úr sér. Sérstaklega hlýtt hefur verið á Grænlandi í vor og sumar. Sumarbráðnun á jöklinum hófst óvenjusnemma og líklegt er talið að metbráðnun verði sumar eftir einstök hlýindi í lok júlí og byrjun ágúst. Kjarreldar hafa einnig brunnið annars staðar á norðurslóðum í sumar, Alaska og Síberíu. Nú brennur eldurinn í mólendi á um nítján ferkílómetra svæði í fjallshlíðum við fjörðinn. Svo mikinn og þykkan reyk leggur frá eldunum að tveir göngumenn og leiðsögumaður þeirra villtust í honum í fyrrakvöld. Óskuðu þeir eftir aðstoð og var Seahawk-þyrla danska hersins frá nærliggjandi varðskipi send til að finna þá. Þyrlan flutti þá til Sisimiut til aðhlynningar, að sögn grænlenska útvarpsins KNR. Mennirnir voru eru þó sagðir hafa verið við góða heilsu. Dönsk yfirvöld sendu 38 slökkviliðsmenn, sjálfsboðaliða og tækjabúnað til Grænlands til að aðstoða við slökkvistarfið að beiðni grænlensku heimastjórnarinnar.Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá loftmyndir af kjarr- og jarðvegseldunum á Grænlandi á Youtube-síðu danska hersins.Geta kraumað lengi þótt slökkt sé í yfirborðinu Björn Jónsson, verkefnastjóri hjá Skógræktinni, segir erfitt að eiga við jarðvegselda, jafnvel erfiðara en skógarelda. Lífrænt efni í efstu lögum jarðvegsins verði afar eldfimt þegar þau verða þurr. Hættan sé sú að þrátt fyrir slökkt hafi verið á yfirborðinu geti eldurinn kraumað niðri í jarðveginum og blossað upp aftur síðar. „Þeir eiga erfitt verk framundan að slökkva í þessu, reikna ég með,“ segir Björn við Vísi. Mikið vatn þurfi til að slökkva jarðvegselda og erfitt sé að koma því niður í jarðveginn. Eldar sem þessir geti verið á allt að hálfs fets dýpi eða meira. „Vandamálið er að koma vatninu alla leið niður þannig að eldurinn slökkni alveg niður þar sem kraumar neðst,“ segir Björn. Hann segist þó hafa fulla trú á dönsku slökkviliðsmönnunum sem aðstoða Grænlendinga. Þeir séu vel tækjum búnir. Danskur liðauki hafi til að mynda verið sendur til Svíþjóðar í fyrra til að hjálpa til við að slökkva í skógareldum sem geisuðu þar. „Ég reikna með að þeir ráði vel við þetta þegar þeir verða komnir á staðinn, svo fremi sem þeir hafa aðgengi að vatni og öðru,“ segir Björn.Eldurinn brennur nú í fjallshlíðum við fjörðinn. Tæplega fjörtíu manns frá Danmerkur voru sendir til aðstoðar með flutningaflugvél í fyrradag.Qulutak Peter MøllerEina sem virkar er að rjúfa jörð Jarðvegseldar eins og þeir sem nú geisa á Grænlandi eru leiðinlegustu eldarnir sem slökkvilið lendir í, að sögn Hermanns Hermannssonar, varaslökkviliðsstjóra Ísafjarðarbæjar. Slökkviliðsmenn þar glímdu við eld sem læsti sig í mólendi í Laugardal í Ísafjarðardjúpi árið 2012. „Þetta er mannfrekt og tímafrekt. Þetta er það leiðinlegasta sem við lendum í,“ segir Hermann. Hann telur að eldurinn hafi náð allt niður á metra dýpi eða jafnvel enn dýpra. Eina lausnin hafi verið að rjúfa jörðina með jarðýtu eða gröfu til að koma í veg fyrir að eldurinn dreifði úr sér undir yfirborðinu. „Við fengum bara stórvirka vinnuvél og gerðum skurð þannig að þetta væri örugglega ekki lengra. Svo tók það nokkra daga að slökkva í glóðinni. Það var bara nokkurra daga vinna að dæla vatni endalaust. Þannig var það gert,“ segir hann. Slökkviliðsmenn voru með færanlega dælu og dældu fleiri tonnum af vatni á sama blettinn áður en þeir færðu sig til tuttugu metra, að sögn Hermanns. „Þetta er bara langhlaup þegar við missum þetta svona ofan í jörðina. Þú verður að marka þér línu.“Slökkviliðsmenn glímdu við sinueldinn í Laugardal í Súðavíkurhreppi í marga daga sumarið 2012.Ómar Már JónssonMórinn getur brunnið árum saman Mýraeldar sem kviknuðu á Mýrum í Borgarfirði 30. mars árið 2006 hafa verið nefndir mestu sinubrunaeldar á Íslandi. Þar brunnu rúmlega sjötíu ferkílómetrar lands á þremur sólahringum. Bjarni Kristinn Þorsteinsson, slökkviliðsstjóri Borgarbyggðar, segir að eldurinn hafi aðallega brunnið í sinu og gróðurleifum en hann hafi einnig náð í mó. Auk slökkviliðs tóku björgunarsveitir og þyrla þátt í slökkvistarfinu. Líkt og í Laugardal fyrir sjö árum var gripið til þess ráðs að grafa í jröð til að hefta eldana. Bjarni telur það ekki orðum aukið að eldur í mólendi geti brunnið í fleiri mánuði eða ár. Mórinn, sem var notaður sem eldsneyti á Íslandi á árum áður, geti brunnið í árum saman. „Það er alveg skelfilegt að missa þetta í mólendi. Það bara brennur niður. Þetta verður eins og eldhnöttur sem grefur um sig,“ segir Bjarni sem bendir að mórinn sé svo gysinn að í hann komist súrefni sem nærir eld. Að mati Bjarna hefur ósköp lítið gerst hvað varðar undirbúning, tækjabúnað og þjálfun slökkviliðs á Íslandi fyrir elda sem þessa þrátt fyrir mikla umræðu. Eins telur hann mikilvægt að skýra úr því hver eigi að standa straum af kostnaðinum. „Ég vil meina að þegar svona er komið þá sé þetta almannavarnavá. Ríkið verður þá að koma að einhverju leyti að þessu. Það er ekki hægt að velta alltaf öllu á sveitarfélögin. Þau eru mörg hver vanmáttug þannig að þau geta ekki farið út í svona drastískar aðgerðir,“ segir Bjarni.Bjarni Kristinn Þorsteinsson, slökkviliðsstjóri í Borgarnesi.VísirViðvarandi hætta vegna áframhaldandi breytinga á veðri Töluvert var fjallað um hættu á gróðureldum í sumarhúsabyggðum á Suður- og Vesturlandi í miklum þurrki sem stóð yfir framan af sumri. Nær óslitinn þurrkur og sólríkt var á Suður- og Vesturlandi í fjórar vikur og met var slegið á Stykkishólmi. Á Ísafirði féll varla dropi úr lofti frá miðjum maí og fram yfir verslunarmannahelgi, að sögn Hermanns, varaslökkviliðsstjóra þar. Slökkviliðið þar synjaði umsókn um leyfi fyrir brennu í Tunguskógi í sumar af þessum sökum. Almannavarnir lýstu meðal annars yfir óvissustigi vegna skógarelda á Vesturlandi vegna þurrksins í sumar. Bjarni í Borgarbyggð segir aðeins slembilukku hafa forðað því að stórir eldar hafi kviknað í fjölmennum sumarhúsabyggðum í þurrkinum í sumar. Hættan sé víða til staðar. Hann segist ekki vilja hugsa út í afleiðingarnar ef slíkt gerðist. „Þetta er það sem á eftir að vofa yfir okkur í enn ríkari mæli. Ef veðrið heldur áfram að breytast í þessa áttina, að það verði nánast engin skil á vetri og sumri og sumrin heit og þurr eins og er búið að vera hérna,“ segir hann. Hlýnun af völdum manna hefur verið um tvöfalt hraðari á norðurslóðum en að meðaltali á jörðinni. Halldór Björnsson, loftslagsfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, sagði við Stöð 2 í vetur að samfara hlýnun yrðu skógareldar í raun ný náttúruvá á Íslandi. „Hlýnun síðustu áratuga hefur valdið grænkun og það er alveg hægt að kortleggja það. Með grænna landi og meiri skógvexti eykst áhættan af skógareldum," segir Halldór. Danmörk Grænland Loftslagsmál Norðurslóðir Tengdar fréttir Á fjórða tug danskra slökkviliðsmanna á leið til Grænlands Eldur logar enn í mólendi á Vestur-Grænlandi. Óttast er að hann geti kraumað þar á i marga mánuði og jafnvel ár nái menn ekki tökum á honum. 13. ágúst 2019 14:32 Óska eftir aðstoð dansks slökkviliðs vegna kjarrelda á Grænlandi Kjarreldar hafa geisað á vesturströnd Grænlands frá því í byrjun júlí. 13. ágúst 2019 09:45 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Fleiri fréttir Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Sjá meira
Erfiðara getur verið að ráða við jarðvegseld eins og þann sem nú geisar á vesturströnd Grænlands en hefðbundna kjarr- eða skógarelda, að sögn íslensks sérfræðings. Yfirvöld á Grænlandi óttast að eldarnir gætu logað í marga mánuði eða jafnvel ár. Þyrla danska hersins bjargaði þremur göngumönnum sem villtust í miklum reyk frá eldunum fyrr í vikunni. Kjarreldur kviknaði við Kangerlussuaq-fjörð, norðaustur af bænum Sisimiut á vesturströnd Grænlands út frá viðarofni í byrjun júlí. Slökkviliðsmenn og sjálfsboðaliðar töldu sig hafa náð tökum á eldunum í síðustu viku en þegar vindátt snerist á sunnudag blés aftur lífi í glæðurnar og eldarnir breiddu enn frekar úr sér. Sérstaklega hlýtt hefur verið á Grænlandi í vor og sumar. Sumarbráðnun á jöklinum hófst óvenjusnemma og líklegt er talið að metbráðnun verði sumar eftir einstök hlýindi í lok júlí og byrjun ágúst. Kjarreldar hafa einnig brunnið annars staðar á norðurslóðum í sumar, Alaska og Síberíu. Nú brennur eldurinn í mólendi á um nítján ferkílómetra svæði í fjallshlíðum við fjörðinn. Svo mikinn og þykkan reyk leggur frá eldunum að tveir göngumenn og leiðsögumaður þeirra villtust í honum í fyrrakvöld. Óskuðu þeir eftir aðstoð og var Seahawk-þyrla danska hersins frá nærliggjandi varðskipi send til að finna þá. Þyrlan flutti þá til Sisimiut til aðhlynningar, að sögn grænlenska útvarpsins KNR. Mennirnir voru eru þó sagðir hafa verið við góða heilsu. Dönsk yfirvöld sendu 38 slökkviliðsmenn, sjálfsboðaliða og tækjabúnað til Grænlands til að aðstoða við slökkvistarfið að beiðni grænlensku heimastjórnarinnar.Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá loftmyndir af kjarr- og jarðvegseldunum á Grænlandi á Youtube-síðu danska hersins.Geta kraumað lengi þótt slökkt sé í yfirborðinu Björn Jónsson, verkefnastjóri hjá Skógræktinni, segir erfitt að eiga við jarðvegselda, jafnvel erfiðara en skógarelda. Lífrænt efni í efstu lögum jarðvegsins verði afar eldfimt þegar þau verða þurr. Hættan sé sú að þrátt fyrir slökkt hafi verið á yfirborðinu geti eldurinn kraumað niðri í jarðveginum og blossað upp aftur síðar. „Þeir eiga erfitt verk framundan að slökkva í þessu, reikna ég með,“ segir Björn við Vísi. Mikið vatn þurfi til að slökkva jarðvegselda og erfitt sé að koma því niður í jarðveginn. Eldar sem þessir geti verið á allt að hálfs fets dýpi eða meira. „Vandamálið er að koma vatninu alla leið niður þannig að eldurinn slökkni alveg niður þar sem kraumar neðst,“ segir Björn. Hann segist þó hafa fulla trú á dönsku slökkviliðsmönnunum sem aðstoða Grænlendinga. Þeir séu vel tækjum búnir. Danskur liðauki hafi til að mynda verið sendur til Svíþjóðar í fyrra til að hjálpa til við að slökkva í skógareldum sem geisuðu þar. „Ég reikna með að þeir ráði vel við þetta þegar þeir verða komnir á staðinn, svo fremi sem þeir hafa aðgengi að vatni og öðru,“ segir Björn.Eldurinn brennur nú í fjallshlíðum við fjörðinn. Tæplega fjörtíu manns frá Danmerkur voru sendir til aðstoðar með flutningaflugvél í fyrradag.Qulutak Peter MøllerEina sem virkar er að rjúfa jörð Jarðvegseldar eins og þeir sem nú geisa á Grænlandi eru leiðinlegustu eldarnir sem slökkvilið lendir í, að sögn Hermanns Hermannssonar, varaslökkviliðsstjóra Ísafjarðarbæjar. Slökkviliðsmenn þar glímdu við eld sem læsti sig í mólendi í Laugardal í Ísafjarðardjúpi árið 2012. „Þetta er mannfrekt og tímafrekt. Þetta er það leiðinlegasta sem við lendum í,“ segir Hermann. Hann telur að eldurinn hafi náð allt niður á metra dýpi eða jafnvel enn dýpra. Eina lausnin hafi verið að rjúfa jörðina með jarðýtu eða gröfu til að koma í veg fyrir að eldurinn dreifði úr sér undir yfirborðinu. „Við fengum bara stórvirka vinnuvél og gerðum skurð þannig að þetta væri örugglega ekki lengra. Svo tók það nokkra daga að slökkva í glóðinni. Það var bara nokkurra daga vinna að dæla vatni endalaust. Þannig var það gert,“ segir hann. Slökkviliðsmenn voru með færanlega dælu og dældu fleiri tonnum af vatni á sama blettinn áður en þeir færðu sig til tuttugu metra, að sögn Hermanns. „Þetta er bara langhlaup þegar við missum þetta svona ofan í jörðina. Þú verður að marka þér línu.“Slökkviliðsmenn glímdu við sinueldinn í Laugardal í Súðavíkurhreppi í marga daga sumarið 2012.Ómar Már JónssonMórinn getur brunnið árum saman Mýraeldar sem kviknuðu á Mýrum í Borgarfirði 30. mars árið 2006 hafa verið nefndir mestu sinubrunaeldar á Íslandi. Þar brunnu rúmlega sjötíu ferkílómetrar lands á þremur sólahringum. Bjarni Kristinn Þorsteinsson, slökkviliðsstjóri Borgarbyggðar, segir að eldurinn hafi aðallega brunnið í sinu og gróðurleifum en hann hafi einnig náð í mó. Auk slökkviliðs tóku björgunarsveitir og þyrla þátt í slökkvistarfinu. Líkt og í Laugardal fyrir sjö árum var gripið til þess ráðs að grafa í jröð til að hefta eldana. Bjarni telur það ekki orðum aukið að eldur í mólendi geti brunnið í fleiri mánuði eða ár. Mórinn, sem var notaður sem eldsneyti á Íslandi á árum áður, geti brunnið í árum saman. „Það er alveg skelfilegt að missa þetta í mólendi. Það bara brennur niður. Þetta verður eins og eldhnöttur sem grefur um sig,“ segir Bjarni sem bendir að mórinn sé svo gysinn að í hann komist súrefni sem nærir eld. Að mati Bjarna hefur ósköp lítið gerst hvað varðar undirbúning, tækjabúnað og þjálfun slökkviliðs á Íslandi fyrir elda sem þessa þrátt fyrir mikla umræðu. Eins telur hann mikilvægt að skýra úr því hver eigi að standa straum af kostnaðinum. „Ég vil meina að þegar svona er komið þá sé þetta almannavarnavá. Ríkið verður þá að koma að einhverju leyti að þessu. Það er ekki hægt að velta alltaf öllu á sveitarfélögin. Þau eru mörg hver vanmáttug þannig að þau geta ekki farið út í svona drastískar aðgerðir,“ segir Bjarni.Bjarni Kristinn Þorsteinsson, slökkviliðsstjóri í Borgarnesi.VísirViðvarandi hætta vegna áframhaldandi breytinga á veðri Töluvert var fjallað um hættu á gróðureldum í sumarhúsabyggðum á Suður- og Vesturlandi í miklum þurrki sem stóð yfir framan af sumri. Nær óslitinn þurrkur og sólríkt var á Suður- og Vesturlandi í fjórar vikur og met var slegið á Stykkishólmi. Á Ísafirði féll varla dropi úr lofti frá miðjum maí og fram yfir verslunarmannahelgi, að sögn Hermanns, varaslökkviliðsstjóra þar. Slökkviliðið þar synjaði umsókn um leyfi fyrir brennu í Tunguskógi í sumar af þessum sökum. Almannavarnir lýstu meðal annars yfir óvissustigi vegna skógarelda á Vesturlandi vegna þurrksins í sumar. Bjarni í Borgarbyggð segir aðeins slembilukku hafa forðað því að stórir eldar hafi kviknað í fjölmennum sumarhúsabyggðum í þurrkinum í sumar. Hættan sé víða til staðar. Hann segist ekki vilja hugsa út í afleiðingarnar ef slíkt gerðist. „Þetta er það sem á eftir að vofa yfir okkur í enn ríkari mæli. Ef veðrið heldur áfram að breytast í þessa áttina, að það verði nánast engin skil á vetri og sumri og sumrin heit og þurr eins og er búið að vera hérna,“ segir hann. Hlýnun af völdum manna hefur verið um tvöfalt hraðari á norðurslóðum en að meðaltali á jörðinni. Halldór Björnsson, loftslagsfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, sagði við Stöð 2 í vetur að samfara hlýnun yrðu skógareldar í raun ný náttúruvá á Íslandi. „Hlýnun síðustu áratuga hefur valdið grænkun og það er alveg hægt að kortleggja það. Með grænna landi og meiri skógvexti eykst áhættan af skógareldum," segir Halldór.
Danmörk Grænland Loftslagsmál Norðurslóðir Tengdar fréttir Á fjórða tug danskra slökkviliðsmanna á leið til Grænlands Eldur logar enn í mólendi á Vestur-Grænlandi. Óttast er að hann geti kraumað þar á i marga mánuði og jafnvel ár nái menn ekki tökum á honum. 13. ágúst 2019 14:32 Óska eftir aðstoð dansks slökkviliðs vegna kjarrelda á Grænlandi Kjarreldar hafa geisað á vesturströnd Grænlands frá því í byrjun júlí. 13. ágúst 2019 09:45 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Fleiri fréttir Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Sjá meira
Á fjórða tug danskra slökkviliðsmanna á leið til Grænlands Eldur logar enn í mólendi á Vestur-Grænlandi. Óttast er að hann geti kraumað þar á i marga mánuði og jafnvel ár nái menn ekki tökum á honum. 13. ágúst 2019 14:32
Óska eftir aðstoð dansks slökkviliðs vegna kjarrelda á Grænlandi Kjarreldar hafa geisað á vesturströnd Grænlands frá því í byrjun júlí. 13. ágúst 2019 09:45