Lengsti þurrkur frá upphafi mælinga í Stykkishólmi Kjartan Kjartansson skrifar 2. júlí 2019 11:35 Veðurathuganir hófust á Stykkishólmi árið 1856. Þar hefur aldrei mælst lengri samfelldur þurrkur en nú í maí og júní. Vísir/Vilhelm Alveg úrkomulaust var í 37 daga í röð í Stykkishólmi og er það lengsti þurrkur sem mælst hefur frá því að mælingar hófust fyrir 163 árum. Nær óslitinn þurrkur var á Suður- og Vesturlandi í fjórar vikur og sólríkt. Meðalhiti fyrstu sex mánuði ársins var 1,5 gráðum yfir meðaltali seinni hluta 20. aldar. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í yfirliti Veðurstofu Íslands um tíðarfar í júní. Þurrkakaflinn á Suður- og Vesturlandi hafi verið óvenjulangur. Síðustu dagar maímánaðar hafi einnig verið þurrir þar og því hafi þurrkurinn víða verið óslitinn í hátt í fjórar vikur. Í Stykkishólmi var alveg úrkomulaust frá 21. maí til 26. júní, alls 37 daga. Það er tveimur dögum lengur en fyrra met sem sett var vorið 1931. Þurrkurinn er sá lengsti frá því að mælingar hófust árið 1856. Úrkoman í Stykkishólmi í júní nam 12,3 millímetrum, aðeins um 30% af meðalúrkomu áranna 1961 til 1990. Í Reykjavík mældist úrkoma 29,5 millímetrar í júní sem er um 60% af meðalúrkomu áranna 1961 til 1990. Úrkoma mældist einn millímetri eða meiri fimm daga í júní, sex færri en í meðalári. Á Akureyri rigndi enn minna, 14,3 millímetrar sem eru um helmingur af meðalúrkomu sömu ára. Aðeins fjórum sinnum var úrkoma einn millímetri eða meiri. Á Höfn var einnig sérstaklega þurrt. Þar mældist úrkoman aðeins 7,2 millímetrar og aðeins tveir úrkomudagar.Mun fleiri sólskinsstundir hafa verið í Reykjavík í júní en voru að meðal tali á síðari hluti 20. aldarinnar.Vísir/VilhelmYfir 142 fleiri sólskinsstundir í Reykjavík en vanalega Mánuðurinn var einnig sérlega sólríkur, sérstaklega á sunnan- og vestanverðu landinu. Í Reykjavík mældust 303,9 sólskinsstundir sem er 142,6 stundum yfir meðallagi áranna 1961 til 1990. Aðeins fjórum sinnum hafa fleiri sólskinsstundir mælst í borginni í júní. Á Akureyri var einnig sólríkara en vanalega. Þar mældust stundirnar 186,3 sem er 9,7 stundum fleiri en meðaltalið. Sólskinu fylgdi þó engin sérstök hlýindi á Akureyri. Meðalhitinn þar var 9,6 stig í júní, hálfri gráðu yfir meðallagi áranna 1961 til 1990 en 0,4 gráðum undir meðallagi síðustu tíu ára. Í Reykjavík var meðalhitinn 10,4 gráður sem er 1,3 gráðum yfir meðallagi áranna 1961 til 1990 og 0,3 gráðum yfir meðallagi síðustu tíu ára. Hæsti meðalhiti mánaðarins mældist 10,8 stig við Lómagnúp og í Skálholti. Hæsti hiti mánaðarins mældist 25,3 gráður við Skarðsfjöruvita 12. júní. Í mannaðri veðurstöð mældist hlýjast 24,1 stig á Akureyri 27. júní. Stefnir á að verða ellefta hlýjasta árið Þegar litið er til fyrstu sex mánaða ársins hefur meðalhiti á landinu verið 1,5 stigum yfir meðallagi áranna 1961 til 1990 en 0,4 stigum yfir meðallagi síðasta áratugarins. Stefnir árið í ár á að verða það ellefta hlýjasta af síðustu 149 árum. Úrkoma hefur verið tæp 10% umfram meðallag í Reykjavík það sem af er ári en um meðallag á Akureyri. Loftslagsmál Stykkishólmur Veður Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Fleiri fréttir Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Sjá meira
Alveg úrkomulaust var í 37 daga í röð í Stykkishólmi og er það lengsti þurrkur sem mælst hefur frá því að mælingar hófust fyrir 163 árum. Nær óslitinn þurrkur var á Suður- og Vesturlandi í fjórar vikur og sólríkt. Meðalhiti fyrstu sex mánuði ársins var 1,5 gráðum yfir meðaltali seinni hluta 20. aldar. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í yfirliti Veðurstofu Íslands um tíðarfar í júní. Þurrkakaflinn á Suður- og Vesturlandi hafi verið óvenjulangur. Síðustu dagar maímánaðar hafi einnig verið þurrir þar og því hafi þurrkurinn víða verið óslitinn í hátt í fjórar vikur. Í Stykkishólmi var alveg úrkomulaust frá 21. maí til 26. júní, alls 37 daga. Það er tveimur dögum lengur en fyrra met sem sett var vorið 1931. Þurrkurinn er sá lengsti frá því að mælingar hófust árið 1856. Úrkoman í Stykkishólmi í júní nam 12,3 millímetrum, aðeins um 30% af meðalúrkomu áranna 1961 til 1990. Í Reykjavík mældist úrkoma 29,5 millímetrar í júní sem er um 60% af meðalúrkomu áranna 1961 til 1990. Úrkoma mældist einn millímetri eða meiri fimm daga í júní, sex færri en í meðalári. Á Akureyri rigndi enn minna, 14,3 millímetrar sem eru um helmingur af meðalúrkomu sömu ára. Aðeins fjórum sinnum var úrkoma einn millímetri eða meiri. Á Höfn var einnig sérstaklega þurrt. Þar mældist úrkoman aðeins 7,2 millímetrar og aðeins tveir úrkomudagar.Mun fleiri sólskinsstundir hafa verið í Reykjavík í júní en voru að meðal tali á síðari hluti 20. aldarinnar.Vísir/VilhelmYfir 142 fleiri sólskinsstundir í Reykjavík en vanalega Mánuðurinn var einnig sérlega sólríkur, sérstaklega á sunnan- og vestanverðu landinu. Í Reykjavík mældust 303,9 sólskinsstundir sem er 142,6 stundum yfir meðallagi áranna 1961 til 1990. Aðeins fjórum sinnum hafa fleiri sólskinsstundir mælst í borginni í júní. Á Akureyri var einnig sólríkara en vanalega. Þar mældust stundirnar 186,3 sem er 9,7 stundum fleiri en meðaltalið. Sólskinu fylgdi þó engin sérstök hlýindi á Akureyri. Meðalhitinn þar var 9,6 stig í júní, hálfri gráðu yfir meðallagi áranna 1961 til 1990 en 0,4 gráðum undir meðallagi síðustu tíu ára. Í Reykjavík var meðalhitinn 10,4 gráður sem er 1,3 gráðum yfir meðallagi áranna 1961 til 1990 og 0,3 gráðum yfir meðallagi síðustu tíu ára. Hæsti meðalhiti mánaðarins mældist 10,8 stig við Lómagnúp og í Skálholti. Hæsti hiti mánaðarins mældist 25,3 gráður við Skarðsfjöruvita 12. júní. Í mannaðri veðurstöð mældist hlýjast 24,1 stig á Akureyri 27. júní. Stefnir á að verða ellefta hlýjasta árið Þegar litið er til fyrstu sex mánaða ársins hefur meðalhiti á landinu verið 1,5 stigum yfir meðallagi áranna 1961 til 1990 en 0,4 stigum yfir meðallagi síðasta áratugarins. Stefnir árið í ár á að verða það ellefta hlýjasta af síðustu 149 árum. Úrkoma hefur verið tæp 10% umfram meðallag í Reykjavík það sem af er ári en um meðallag á Akureyri.
Loftslagsmál Stykkishólmur Veður Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Fleiri fréttir Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Sjá meira