Vilja að þrenn jarðgöng eystra verði öll boðin út á sama tíma Sveinn Arnarsson skrifar 16. ágúst 2019 07:30 Seyðfirðingar hafa lengi kallað eftir bættum samgöngum, sér í lagi vegna komu Norrænu til bæjarins. Bæjarráð Fjarðabyggðar leggur áherslu á að þrenn jarðgöng verði boðin út samtímis til að tryggja að hringtenging Austfjarða með jarðgöngum verði að veruleika í framtíðinni. Starfshópur um jarðgangaframkvæmdir á Austurlandi leggur til að byrjað verði á að grafa undir Fjarðarheiði og með því tengja Seyðisfjörð upp á Hérað. Samkvæmt úttekt KPMG eru mestu áhrifin, bæði fyrir samfélagið á Austurlandi öllu og á Seyðisfirði, af því að hringtenging komist á, það er að bæði verið gerð göng undir Fjarðarheiði til Fljótsdalshéraðs og að Norðfjörður og Seyðisfjörður verði tengdir tvennum göngum um Mjóafjörð. Hins vegar leggur starfshópurinn ekki til að það verði gert heldur aðeins að farið verði í framkvæmdir við Fjarðarheiðargöng. Eydís Ásbjörnsdóttir, formaður bæjarráðs Fjarðabyggðar, segir gríðarlega mikilvægt að hringtenging komist á.Eydís Ásbjörnsdóttir, formaður bæjarráðs FjarðabyggðarMeð hringtengingu verður Austurland að einu atvinnusvæði sem skiptir gríðarlega miklu máli fyrir samfélagið á Austurlandi. Þar með yrði svæðið sterkara og betur í stakk búið að takast á við þau verkefni sem krafist er af nútímasveitarfélögum.“ Hjalti Jóhannesson, landfræðingur hjá Háskólanum á Akureyri, hefur rannsakað samgöngubætur og áhrif þeirra um áratuga skeið. Hann telur vissulega að hringtenging myndi breyta gríðarlega miklu fyrir Austurland í heild en telur að fyrst um sinn sé gott að byrja á að tengja Seyðisfjörð við Hérað. „Það er ljóst að hringtenging Austfjarða mun vera kostnaðarsöm framkvæmd og því eðlilegt að taka þetta í einhvers konar skrefum. Því er skiljanlegt að farið sé í eina framkvæmd í einu og þá rétt hjá starfshópnum að byrja á því að grafa göng undir Fjarðarheiði,“ segir Hjalti. Með því að fara leið starfshópsins er því ekki loku fyrir það skotið að hægt verði í framtíðinni að klára umrædda hringtengingu, svo fremi sem í það fáist fjármagn frá ríkinu. Samgönguráðherra hefur velt upp þeirri hugmynd að jafnframt verði krafist veggjalda af vegfarendum. Birtist í Fréttablaðinu Fjarðabyggð Fljótsdalshérað Samgöngur Seyðisfjörður Tengdar fréttir Leggja til 33 milljarða króna göng sem verða þau lengstu á Íslandi Verkefnishópur sem skipaður var af samgönguráðherra leggur til að gerð verði jarðgöng undir Fjarðarheiði til að rjúfa einangrun Seyðisfjarðar og styrkja samfélagið á Austurlandi öllu með tvennum göngum. 14. ágúst 2019 14:15 Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Fleiri fréttir Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Sjá meira
Bæjarráð Fjarðabyggðar leggur áherslu á að þrenn jarðgöng verði boðin út samtímis til að tryggja að hringtenging Austfjarða með jarðgöngum verði að veruleika í framtíðinni. Starfshópur um jarðgangaframkvæmdir á Austurlandi leggur til að byrjað verði á að grafa undir Fjarðarheiði og með því tengja Seyðisfjörð upp á Hérað. Samkvæmt úttekt KPMG eru mestu áhrifin, bæði fyrir samfélagið á Austurlandi öllu og á Seyðisfirði, af því að hringtenging komist á, það er að bæði verið gerð göng undir Fjarðarheiði til Fljótsdalshéraðs og að Norðfjörður og Seyðisfjörður verði tengdir tvennum göngum um Mjóafjörð. Hins vegar leggur starfshópurinn ekki til að það verði gert heldur aðeins að farið verði í framkvæmdir við Fjarðarheiðargöng. Eydís Ásbjörnsdóttir, formaður bæjarráðs Fjarðabyggðar, segir gríðarlega mikilvægt að hringtenging komist á.Eydís Ásbjörnsdóttir, formaður bæjarráðs FjarðabyggðarMeð hringtengingu verður Austurland að einu atvinnusvæði sem skiptir gríðarlega miklu máli fyrir samfélagið á Austurlandi. Þar með yrði svæðið sterkara og betur í stakk búið að takast á við þau verkefni sem krafist er af nútímasveitarfélögum.“ Hjalti Jóhannesson, landfræðingur hjá Háskólanum á Akureyri, hefur rannsakað samgöngubætur og áhrif þeirra um áratuga skeið. Hann telur vissulega að hringtenging myndi breyta gríðarlega miklu fyrir Austurland í heild en telur að fyrst um sinn sé gott að byrja á að tengja Seyðisfjörð við Hérað. „Það er ljóst að hringtenging Austfjarða mun vera kostnaðarsöm framkvæmd og því eðlilegt að taka þetta í einhvers konar skrefum. Því er skiljanlegt að farið sé í eina framkvæmd í einu og þá rétt hjá starfshópnum að byrja á því að grafa göng undir Fjarðarheiði,“ segir Hjalti. Með því að fara leið starfshópsins er því ekki loku fyrir það skotið að hægt verði í framtíðinni að klára umrædda hringtengingu, svo fremi sem í það fáist fjármagn frá ríkinu. Samgönguráðherra hefur velt upp þeirri hugmynd að jafnframt verði krafist veggjalda af vegfarendum.
Birtist í Fréttablaðinu Fjarðabyggð Fljótsdalshérað Samgöngur Seyðisfjörður Tengdar fréttir Leggja til 33 milljarða króna göng sem verða þau lengstu á Íslandi Verkefnishópur sem skipaður var af samgönguráðherra leggur til að gerð verði jarðgöng undir Fjarðarheiði til að rjúfa einangrun Seyðisfjarðar og styrkja samfélagið á Austurlandi öllu með tvennum göngum. 14. ágúst 2019 14:15 Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Fleiri fréttir Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Sjá meira
Leggja til 33 milljarða króna göng sem verða þau lengstu á Íslandi Verkefnishópur sem skipaður var af samgönguráðherra leggur til að gerð verði jarðgöng undir Fjarðarheiði til að rjúfa einangrun Seyðisfjarðar og styrkja samfélagið á Austurlandi öllu með tvennum göngum. 14. ágúst 2019 14:15