Erlent

Einn látinn í óveðri í Japan

Andri Eysteinsson skrifar
Stormurinn náði landi 15. ágúst
Stormurinn náði landi 15. ágúst Getty/ Asahi Simbun
Einn er látinn eftir að stormurinn Krosa náði landi í Japan í gær. Þá hafa 49 til viðbótar slasast vegna áhrifa óveðursins.

Krosa náði landi nærri Hiroshima í suðurhluta Japan í gær, fimmtudag og þokast stormurinn í norðurátt, segir veðurstofa Japan en BBC greinir frá.

Yfirvöld í Japan hafa mælt með því að yfir 400.000 manns yfirgefi heimili sín og leiti sér öruggs skjóls. Þá hefur flugi og lestarferðum um svæðið verið frestað en mikill háannatími er í ferðamennsku á svæðinu en þessa dagana fer fram Bon hátíðin þar sem milljónir manna halda í heimabæi sína og votta forfeðrum sínum virðingu. 800 flug- og lestarferðum var aflýst vegna veðursins. Þá hefur áætluðum ferjusiglingum til eyjarinnar Shikoku verið aflýst.

Þá greinir japanska fréttaveitan Kyodo frá því að 82 ára gamall maður hafi látist í Hiroshima eftir að hafa fallið í sæ er hann reyndi að festa bát sinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×