Steindi frumsýnir fyrsta sýnishorn: „Ég varð farþegi í eigin sjónvarpsþætti“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 16. ágúst 2019 17:00 Steindi tekur alvarlegri nálgun á nýju þættina heldur en fyrri verkefni. Stöð 2 Út er komin fyrsta stikla fyrir nýjustu þætti Steinþórs Hróars Steinþórssonar, Steinda Jr. Þættirnir bera heitið Góðir landsmenn og eru öllu alvarlegri en það sem áður hefur sést úr smiðju Steinda. Þættirnir verða frumsýndir á Stöð 2 um miðjan september. Steindi er hvað þekktastur fyrir grín og glens. Hann gerði garðinn frægan á sínum tíma með tímamótasketsaþáttunum Steindinn okkar. Eins hefur hann verið viðriðinn framleiðslu á þáttum á borð við Steypustöðinni og Draumunum, auk þess sem hann er einn þriggja stjórnenda í útvarpsþættinum FM95BLÖ á FM957. Þættirnir eru að upplagi viðtals- og heimildaþættir. Fjalla þættirnir um venjulegt fólk á Íslandi, eins og Steindi sagði sjálfur í samtali við Vísi. „Við tölum við bændur, mjólkurfræðinga, aukaleikara og fleira,“ segir Steindi sem segir það hafa komið sér rækilega á óvart hversu erfitt reyndist að taka venjuleg viðtöl. Þáttunum er leikstýrt af Gauki Úlfarssyni sem hefur getið sér gott orð í bransanum. Hefur hann meðal annars leikstýrt heimildamyndinni Gnarr, sem fjallar eins og nafnið gefur til kynna um grínistann ástsæla og fyrrverandi borgarstjórann Jón Gnarr.Þættirnir rúmt ár í vinnslu Steindi segir þá félaga hafa unnið að þáttunum í rúmlega eitt ár.Þátturinn tekur ansi óvænta stefnu.Stöð 2„Upprunalega þá fórum við af stað með sjónvarpsseríu sem átti að vera heimilda- og viðtalsþáttur, en þeir enda á að þróast í allt aðra átt. Ég varð í rauninni farþegi í eigin sjónvarpsþætti,“ segir Steindi. Hann segist eiga erfitt með að koma efnistökum þáttanna í orð og það sé virkilega erfitt að útskýra hvað þeir ganga út á. „Þetta er eiginlega bara ferðalag og ég man ekki eftir því að hafa verið svona spenntur fyrir sjónvarpsseríu. Það er mikil vinna á bak við hana og stórt hjarta,“ segir Steinþór. „Við lofum mjög frumlegri og öðruvísi seríu.“ Sjón er sögu ríkari en stikluna, sem er stórskemmtileg og lofar virkilega góðu, má sjá hér að neðan.Klippa: Góðir landsmenn - fyrsta sýnishornÁ Facebook-síðu Stöðvar 2 má síðan finna leik tengdan þættinum þar sem lesendum gefst tækifæri á því að vinna flug til Evrópu og fleira. Góðir landsmenn Tengdar fréttir Gummi Ben í beinni á föstudagskvöldum á Stöð 2 í vetur Sjónvarpsmaðurinn, bareigandinn og íþróttalýsandinn Guðmundur Benediktsson, betur þekktur sem Gummi Ben, mun stýra nýjum skemmtiþætti sem sýndur verður í beinni á föstudagskvöldum á Stöð 2 í vetur. 8. ágúst 2019 16:14 Mest lesið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Lífið samstarf Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Lífið „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Úrval Útsýn hefur svarað kalli um björgunarfargjöld Lífið samstarf Fleiri fréttir Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Sjá meira
Út er komin fyrsta stikla fyrir nýjustu þætti Steinþórs Hróars Steinþórssonar, Steinda Jr. Þættirnir bera heitið Góðir landsmenn og eru öllu alvarlegri en það sem áður hefur sést úr smiðju Steinda. Þættirnir verða frumsýndir á Stöð 2 um miðjan september. Steindi er hvað þekktastur fyrir grín og glens. Hann gerði garðinn frægan á sínum tíma með tímamótasketsaþáttunum Steindinn okkar. Eins hefur hann verið viðriðinn framleiðslu á þáttum á borð við Steypustöðinni og Draumunum, auk þess sem hann er einn þriggja stjórnenda í útvarpsþættinum FM95BLÖ á FM957. Þættirnir eru að upplagi viðtals- og heimildaþættir. Fjalla þættirnir um venjulegt fólk á Íslandi, eins og Steindi sagði sjálfur í samtali við Vísi. „Við tölum við bændur, mjólkurfræðinga, aukaleikara og fleira,“ segir Steindi sem segir það hafa komið sér rækilega á óvart hversu erfitt reyndist að taka venjuleg viðtöl. Þáttunum er leikstýrt af Gauki Úlfarssyni sem hefur getið sér gott orð í bransanum. Hefur hann meðal annars leikstýrt heimildamyndinni Gnarr, sem fjallar eins og nafnið gefur til kynna um grínistann ástsæla og fyrrverandi borgarstjórann Jón Gnarr.Þættirnir rúmt ár í vinnslu Steindi segir þá félaga hafa unnið að þáttunum í rúmlega eitt ár.Þátturinn tekur ansi óvænta stefnu.Stöð 2„Upprunalega þá fórum við af stað með sjónvarpsseríu sem átti að vera heimilda- og viðtalsþáttur, en þeir enda á að þróast í allt aðra átt. Ég varð í rauninni farþegi í eigin sjónvarpsþætti,“ segir Steindi. Hann segist eiga erfitt með að koma efnistökum þáttanna í orð og það sé virkilega erfitt að útskýra hvað þeir ganga út á. „Þetta er eiginlega bara ferðalag og ég man ekki eftir því að hafa verið svona spenntur fyrir sjónvarpsseríu. Það er mikil vinna á bak við hana og stórt hjarta,“ segir Steinþór. „Við lofum mjög frumlegri og öðruvísi seríu.“ Sjón er sögu ríkari en stikluna, sem er stórskemmtileg og lofar virkilega góðu, má sjá hér að neðan.Klippa: Góðir landsmenn - fyrsta sýnishornÁ Facebook-síðu Stöðvar 2 má síðan finna leik tengdan þættinum þar sem lesendum gefst tækifæri á því að vinna flug til Evrópu og fleira.
Góðir landsmenn Tengdar fréttir Gummi Ben í beinni á föstudagskvöldum á Stöð 2 í vetur Sjónvarpsmaðurinn, bareigandinn og íþróttalýsandinn Guðmundur Benediktsson, betur þekktur sem Gummi Ben, mun stýra nýjum skemmtiþætti sem sýndur verður í beinni á föstudagskvöldum á Stöð 2 í vetur. 8. ágúst 2019 16:14 Mest lesið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Lífið samstarf Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Lífið „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Úrval Útsýn hefur svarað kalli um björgunarfargjöld Lífið samstarf Fleiri fréttir Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Sjá meira
Gummi Ben í beinni á föstudagskvöldum á Stöð 2 í vetur Sjónvarpsmaðurinn, bareigandinn og íþróttalýsandinn Guðmundur Benediktsson, betur þekktur sem Gummi Ben, mun stýra nýjum skemmtiþætti sem sýndur verður í beinni á föstudagskvöldum á Stöð 2 í vetur. 8. ágúst 2019 16:14