Öfgahægrimenn og andfasistar tókust á í Portland Kjartan Kjartansson skrifar 18. ágúst 2019 09:23 Stoltu strákarnir stinga niður fána í almenningsgarði í Portland í gær. Yfirskrift samkomunnar var Bindum endi á innlend hryðjuverk. AP/Noah Berger Lögreglan í Portland í Oregon í Bandaríkjunum handtók þrettán manns þegar hægriöfgahópar gengu fylktu liði um miðbæinn og hópar andfasista mótmæltu þeim. Til einhverra átaka kom á milli hópanna tveggja annars vegar og á milli andfasista og lögreglumanna hins vegar. Hundruð stuðningsmanna hægriöfgasamtakanna „Stoltu strákanna“ gengu um götur borgarinnar í gær. Svipaður fjöldi öfgavinstrimanna úr hópum svonefndra andfasista eða antifa kom saman til að mótmæla hægriöfgamönnunum, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Þegar mest lét er áætlað að um 1.200 manns úr báðum fylkingum hafi verið í miðborginni. AP-fréttastofan segir að samkoman hafi að mestu leyti verið friðsöm en til einhverra skæra hafi komið á milli fylkinganna. Að minnsta kosti sex eru sagðir hafa særst og einn var fluttur á slysadeild. Lögreglumenn lögðu hald á ýmis konar vopn frá mismunandi hópum, þar á meðal úðabrúsa, skildi, málm- og tréstangir, hnífa og rafbyssu. Portland hefur verið vettvangur ítrekaðra átaka á milli öfgahægri- og vinstrihópa undanfarin misseri. Til átaka kom á samkomu þar í júlí í fyrra.Félagar í Stoltu strákunum ganga yfir Hawthorne-brúna í Portland í gær. Joe Biggs, skipuleggjandi samkomu þeirra, er með græna derhúfu öfugt á höfðinu.AP/Noah BergerTed Wheeler, borgarstjóri Portland, sagði hægriöfgahópana óvelkomna til borgarinnar og tengdi þá við uppgang hreyfingar hvítra þjóðernissinna og vaxandi ótta á meðal almennings, að sögn AP-fréttastofunnar. „Portland sem afar framsækið samfélag verður alltaf í eða við framlínuna í þessari baráttu,“ sagði Wheeler. Áður en mótmælin hófust hótaði Donald Trump forseti því að láta skilgreina andfasistahreyfinguna sem hryðjuverkasamtök. Ríkisstjórn hans hefur verið gagnrýnd fyrir að vanmeta og gera lítið úr hættunni sem steðji af uppgangi hægriöfgamanna og hvítra þjóðernissinna sem hafa staðið fyrir fjöldamorðum og ofbeldi undanfarna mánuði og ár.Major consideration is being given to naming ANTIFA an “ORGANIZATION OF TERROR.” Portland is being watched very closely. Hopefully the Mayor will be able to properly do his job!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) August 17, 2019 AP-fréttastofan hefur eftir leiðtogum öfgahægrihópanna að þeir ætli að snúa aftur til Portland svo lengi sem andfasistahreyfingin er virk þar. Þeir töldu tíst Trump forseta til marks um að þeir hefðu náð árangri. „Kíkið á Twitter-síðu Trump forseta. Hann talaði um Portland, sagði að hann fylgdist með antifa. Það er allt sem við vildum,“ sagði Joe Biggs, skipuleggjandi samkomu hægriöfgamannanna við staðarblaðið The Oregonian. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem hægriöfgamenn telja Trump forseta vera málstað sínum til framdráttar. Leiðtogar hvítra þjóðernissinna fögnuðu viðbrögðum forsetans við samkomu þeirra í borginni Charlottesville í Virginíu í ágúst árið 2017 þar sem nýnasisti ók meðal annars inn í hóp mótmælenda með þeim afleiðingum að kona á fertugsaldri lést. Trump þráaðist framan af við að fordæma hópa hægriöfgamanna sérstaklega áður en hann lét undan. Skömmu síðar fordæmdi hann hins vegar einnig þá sem höfðu komið til Charlottesville til að mótmæla hvítum þjóðernissinnum, nýnasistum og Kú Klúx Klan-liðum. Sagði hann þá að „mjög fínt fólk“ hefði verið í báðum fylkingunum í Charlottesville.Lögreglumenn og grímuklæddir mótmælendur úr röðum andfasista mætast á götum Portland.AP/Noah Berger Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Fleiri fréttir Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Sjá meira
Lögreglan í Portland í Oregon í Bandaríkjunum handtók þrettán manns þegar hægriöfgahópar gengu fylktu liði um miðbæinn og hópar andfasista mótmæltu þeim. Til einhverra átaka kom á milli hópanna tveggja annars vegar og á milli andfasista og lögreglumanna hins vegar. Hundruð stuðningsmanna hægriöfgasamtakanna „Stoltu strákanna“ gengu um götur borgarinnar í gær. Svipaður fjöldi öfgavinstrimanna úr hópum svonefndra andfasista eða antifa kom saman til að mótmæla hægriöfgamönnunum, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Þegar mest lét er áætlað að um 1.200 manns úr báðum fylkingum hafi verið í miðborginni. AP-fréttastofan segir að samkoman hafi að mestu leyti verið friðsöm en til einhverra skæra hafi komið á milli fylkinganna. Að minnsta kosti sex eru sagðir hafa særst og einn var fluttur á slysadeild. Lögreglumenn lögðu hald á ýmis konar vopn frá mismunandi hópum, þar á meðal úðabrúsa, skildi, málm- og tréstangir, hnífa og rafbyssu. Portland hefur verið vettvangur ítrekaðra átaka á milli öfgahægri- og vinstrihópa undanfarin misseri. Til átaka kom á samkomu þar í júlí í fyrra.Félagar í Stoltu strákunum ganga yfir Hawthorne-brúna í Portland í gær. Joe Biggs, skipuleggjandi samkomu þeirra, er með græna derhúfu öfugt á höfðinu.AP/Noah BergerTed Wheeler, borgarstjóri Portland, sagði hægriöfgahópana óvelkomna til borgarinnar og tengdi þá við uppgang hreyfingar hvítra þjóðernissinna og vaxandi ótta á meðal almennings, að sögn AP-fréttastofunnar. „Portland sem afar framsækið samfélag verður alltaf í eða við framlínuna í þessari baráttu,“ sagði Wheeler. Áður en mótmælin hófust hótaði Donald Trump forseti því að láta skilgreina andfasistahreyfinguna sem hryðjuverkasamtök. Ríkisstjórn hans hefur verið gagnrýnd fyrir að vanmeta og gera lítið úr hættunni sem steðji af uppgangi hægriöfgamanna og hvítra þjóðernissinna sem hafa staðið fyrir fjöldamorðum og ofbeldi undanfarna mánuði og ár.Major consideration is being given to naming ANTIFA an “ORGANIZATION OF TERROR.” Portland is being watched very closely. Hopefully the Mayor will be able to properly do his job!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) August 17, 2019 AP-fréttastofan hefur eftir leiðtogum öfgahægrihópanna að þeir ætli að snúa aftur til Portland svo lengi sem andfasistahreyfingin er virk þar. Þeir töldu tíst Trump forseta til marks um að þeir hefðu náð árangri. „Kíkið á Twitter-síðu Trump forseta. Hann talaði um Portland, sagði að hann fylgdist með antifa. Það er allt sem við vildum,“ sagði Joe Biggs, skipuleggjandi samkomu hægriöfgamannanna við staðarblaðið The Oregonian. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem hægriöfgamenn telja Trump forseta vera málstað sínum til framdráttar. Leiðtogar hvítra þjóðernissinna fögnuðu viðbrögðum forsetans við samkomu þeirra í borginni Charlottesville í Virginíu í ágúst árið 2017 þar sem nýnasisti ók meðal annars inn í hóp mótmælenda með þeim afleiðingum að kona á fertugsaldri lést. Trump þráaðist framan af við að fordæma hópa hægriöfgamanna sérstaklega áður en hann lét undan. Skömmu síðar fordæmdi hann hins vegar einnig þá sem höfðu komið til Charlottesville til að mótmæla hvítum þjóðernissinnum, nýnasistum og Kú Klúx Klan-liðum. Sagði hann þá að „mjög fínt fólk“ hefði verið í báðum fylkingunum í Charlottesville.Lögreglumenn og grímuklæddir mótmælendur úr röðum andfasista mætast á götum Portland.AP/Noah Berger
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Fleiri fréttir Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Sjá meira