Málsvari blindra og sjónskertra í 80 ár Davíð Stefánsson skrifar 19. ágúst 2019 08:30 Kristinn Halldór Einarsson, framkvæmdastjóri Blindrafélagsins, fyrir fram hús félagsins í Hamrahlíð. FRÉTTABLAÐIÐ / VALLI Blindrafélagið, samtök blindra og sjónskertra á Íslandi, fagnar í dag áttatíu ára afmæli. Félagið vinnur að hagsmuna- og félagsmálum blindra og sjónskertra, rekur Blindravinnustofuna og veitir margvíslega þjónustu, fræðslu og jafningjastuðning.Hamrahlíð mikilvæg Blindrafélagið var stofnað 19. ágúst 1939 af stórhuga einstaklingum sem vildu að blindir tækju ábyrgð á eigin málefnum. Frá upphafi hefur tilgangur félagsins verið að vinna að hagsmunamálum blindra og sjónskertra auk þess að standa fyrir öflugu félagsstarfi. Kristinn Halldór Einarsson, framkvæmdastjóri félagsins, segir að starfsemi þess hafi aukist á undanförnum árum. Þar muni mikið um Ferðaþjónustu Blindrafélagsins, leiðsöguhundaverkefnið, vaxandi áherslur á stafrænt aðgengi, rekstur Blindravinnustofunnar og umsjón með fasteign félagsins að Hamrahlíð 17. Húsið í Hamrahlíð hefur félagið reist í áföngum frá árinu 1957. „Þar er nú öll starfsemi félagsins og Blindravinnustofunnar en þar vinna 30 manns, 20 leiguíbúðir fyrir félagsmenn, gestaherbergi og íbúðir fyrir félagsmenn af landsbyggðinni og endurhæfingaríbúð,“ segir hann. Í húsinu er einnig starfsemi Þjónustu og þekkingarmiðstöðvar fyrir blinda, sjónskerta og einstaklinga með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu, Augnlæknar Reykjavíkur og Gleraugnaverslunin Optik Reykjavík. Hann segir að enn sé verið að huga að stækkun til að tryggja að sem mest af þjónustu við blinda og sjónskerta verði áfram í Hamrahlíðinni.Fjármögnun félagsins Blindrafélagið er almannaheillafélag. Kristinn segir að félagið fjármagni starfsemi sína með sjálfsaflafé, svo sem happadrætti, leiðsöguhundadagatali, styrktargreiðslum bakhjarla félagsins og leigutekjum. „Opinbert fjárframlag til starfsemi Blindrafélagsins er innan við 4% af rekstrarkostnaði þess,“ segir framkvæmdastjórinn.Öflugt félagsstarf Sigþór U. Hallfreðsson, formaður Blindrafélagsins, segir að í félaginu séu um 700 aðalfélagar en þá er miðað við 30% sjónskerðingarmörk. „Síðan eru 6.500 bakhjarlar sem eru okkur gríðarlega mikilvægir, bæði fjárhagslega og félagslega.“ Formaðurinn segir félagsstarfið öflugt. „Innan félagsins eru nokkrar landshlutadeildir, RP-deild sem er vettvangur þeirra sem hafa greinst með arfgenga hrörnunarsjúkdóma í sjónhimnu og AMD-deild, en AMD er aldurstengd augnbotnahrörnun og algengasta ástæða sjónskerðingar eldra fólks,“ segir hann. Sigþór nefnir einnig Ungblind, sem er vettvangur félagsmanna á aldrinum 16-30 ára, og Foreldradeild, sem er vettvangur foreldra sem eiga sjónskert eða blind börn yngri en 18 ára. „Hlutverk deildanna er fræðsla, félagsstarf og jafningjastuðningur. Þá taki Ungblind þátt í erlendum samstarfsverkefnum, til dæmis norrænum sumarbúðum blindra og sjónskertra ungmenna og samstarfsverkefnum á vegum Erasmus+ í Evrópu.Málsvari mannréttinda Að sögn Sigþórs hefur félagið alla tíð verið öflugur málsvari mannréttinda og umbóta. „Félagið berst fyrir því að blindir og sjónskertir einstaklingar geti lifað sjálfstæðu lífi og þeim sé tryggður sami réttur og öðrum til ábyrgrar og virkrar þátttöku í samfélaginu.“ Fyrir frumkvæði og stuðning Blindrafélagsins hafa mörg brýn hagsmunamál náðst fram, til að mynda Ferðaþjónusta, Hljóðbókasafn Íslands, íslensku talgervlaraddirnar og stofnun Þjónustu og þekkingarmiðstöðvarinnar. Formaðurinn segir eitt mikilvægasta hagsmunamál félagsins í dag vera innleiðing Evrópsku vefaðgengistilskipunarinnar á Íslandi. „Samandregið má tengja mest alla okkar baráttu við spurninguna um aðgengi. Hvort sem rætt er um í umhverfinu eða upplýsingum,“ segir hann. Tilskipunin er enn til meðferðar hjá stjórnvöldum. „Þetta varðar aðgengi að upplýsingahraðlestinni og kveður á um skyldu þeirra sem bera ábyrgð á opinberum vefsvæðum til að tryggja öllum viðunandi aðgengi að þeim. Opinberir aðilar þurfa að taka sér betra tak í þessum efnum,“ segir Sigþór. Annað baráttumál Blindrafélagsins er aukið ferðafrelsi leiðsöguhunda fyrir blinda til og frá landinu. „Þetta er okkur mikið kappsmál. Við höfum keypt leiðsöguhunda og fært ríkinu að gjöf. En fjögurra vikna einangrun í hvert skipti við komuna til landsins er óásættanleg. Þetta snýr að sanngirni, leiðsöguhundur í einangrun nýtist ekki notandanum á meðan.“Vegleg afmælisdagskrá Í tilefni af 80 ára afmælinu efnir Blindrafélagið til hátíðarsamkomu á Hótel Nordica í dag klukkan 16. Dagskráin verður hátíðleg og fjölbreytt, forseti Íslands herra Guðni Th. Jóhannesson ávarpar samkomuna og Samfélagslampi Blindrafélagsins verður afhentur, en það er sérstök viðurkenning til fyrirtækis eða stofnunar sem stuðlað hefur að auknu sjálfstæði blindra og sjónskertra einstaklinga. Á þessum tímamótum verður Blindrafélagið einnig heiðursgestur Reykjavíkurborgar á Menningarnótt og mun standa fyrir veglegri lista- og menningardagskrá í Tjarnarsal Ráðhússins þar sem listamenn innan félagsins fá að njóta sín. Sigþór segir félagið enn afar mikilvægt. „Á áttatíu árum hafa aðstæður blindra og sjónskertra breyst til batnaðar. Að sama skapi hefur samfélagið líka breyst. En við eigum samt ennþá ríkt erindi við samtíðina, sérstaklega varðandi aðgengismál.“ david@frettabladid.is Birtist í Fréttablaðinu Menningarnótt Tímamót Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira
Blindrafélagið, samtök blindra og sjónskertra á Íslandi, fagnar í dag áttatíu ára afmæli. Félagið vinnur að hagsmuna- og félagsmálum blindra og sjónskertra, rekur Blindravinnustofuna og veitir margvíslega þjónustu, fræðslu og jafningjastuðning.Hamrahlíð mikilvæg Blindrafélagið var stofnað 19. ágúst 1939 af stórhuga einstaklingum sem vildu að blindir tækju ábyrgð á eigin málefnum. Frá upphafi hefur tilgangur félagsins verið að vinna að hagsmunamálum blindra og sjónskertra auk þess að standa fyrir öflugu félagsstarfi. Kristinn Halldór Einarsson, framkvæmdastjóri félagsins, segir að starfsemi þess hafi aukist á undanförnum árum. Þar muni mikið um Ferðaþjónustu Blindrafélagsins, leiðsöguhundaverkefnið, vaxandi áherslur á stafrænt aðgengi, rekstur Blindravinnustofunnar og umsjón með fasteign félagsins að Hamrahlíð 17. Húsið í Hamrahlíð hefur félagið reist í áföngum frá árinu 1957. „Þar er nú öll starfsemi félagsins og Blindravinnustofunnar en þar vinna 30 manns, 20 leiguíbúðir fyrir félagsmenn, gestaherbergi og íbúðir fyrir félagsmenn af landsbyggðinni og endurhæfingaríbúð,“ segir hann. Í húsinu er einnig starfsemi Þjónustu og þekkingarmiðstöðvar fyrir blinda, sjónskerta og einstaklinga með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu, Augnlæknar Reykjavíkur og Gleraugnaverslunin Optik Reykjavík. Hann segir að enn sé verið að huga að stækkun til að tryggja að sem mest af þjónustu við blinda og sjónskerta verði áfram í Hamrahlíðinni.Fjármögnun félagsins Blindrafélagið er almannaheillafélag. Kristinn segir að félagið fjármagni starfsemi sína með sjálfsaflafé, svo sem happadrætti, leiðsöguhundadagatali, styrktargreiðslum bakhjarla félagsins og leigutekjum. „Opinbert fjárframlag til starfsemi Blindrafélagsins er innan við 4% af rekstrarkostnaði þess,“ segir framkvæmdastjórinn.Öflugt félagsstarf Sigþór U. Hallfreðsson, formaður Blindrafélagsins, segir að í félaginu séu um 700 aðalfélagar en þá er miðað við 30% sjónskerðingarmörk. „Síðan eru 6.500 bakhjarlar sem eru okkur gríðarlega mikilvægir, bæði fjárhagslega og félagslega.“ Formaðurinn segir félagsstarfið öflugt. „Innan félagsins eru nokkrar landshlutadeildir, RP-deild sem er vettvangur þeirra sem hafa greinst með arfgenga hrörnunarsjúkdóma í sjónhimnu og AMD-deild, en AMD er aldurstengd augnbotnahrörnun og algengasta ástæða sjónskerðingar eldra fólks,“ segir hann. Sigþór nefnir einnig Ungblind, sem er vettvangur félagsmanna á aldrinum 16-30 ára, og Foreldradeild, sem er vettvangur foreldra sem eiga sjónskert eða blind börn yngri en 18 ára. „Hlutverk deildanna er fræðsla, félagsstarf og jafningjastuðningur. Þá taki Ungblind þátt í erlendum samstarfsverkefnum, til dæmis norrænum sumarbúðum blindra og sjónskertra ungmenna og samstarfsverkefnum á vegum Erasmus+ í Evrópu.Málsvari mannréttinda Að sögn Sigþórs hefur félagið alla tíð verið öflugur málsvari mannréttinda og umbóta. „Félagið berst fyrir því að blindir og sjónskertir einstaklingar geti lifað sjálfstæðu lífi og þeim sé tryggður sami réttur og öðrum til ábyrgrar og virkrar þátttöku í samfélaginu.“ Fyrir frumkvæði og stuðning Blindrafélagsins hafa mörg brýn hagsmunamál náðst fram, til að mynda Ferðaþjónusta, Hljóðbókasafn Íslands, íslensku talgervlaraddirnar og stofnun Þjónustu og þekkingarmiðstöðvarinnar. Formaðurinn segir eitt mikilvægasta hagsmunamál félagsins í dag vera innleiðing Evrópsku vefaðgengistilskipunarinnar á Íslandi. „Samandregið má tengja mest alla okkar baráttu við spurninguna um aðgengi. Hvort sem rætt er um í umhverfinu eða upplýsingum,“ segir hann. Tilskipunin er enn til meðferðar hjá stjórnvöldum. „Þetta varðar aðgengi að upplýsingahraðlestinni og kveður á um skyldu þeirra sem bera ábyrgð á opinberum vefsvæðum til að tryggja öllum viðunandi aðgengi að þeim. Opinberir aðilar þurfa að taka sér betra tak í þessum efnum,“ segir Sigþór. Annað baráttumál Blindrafélagsins er aukið ferðafrelsi leiðsöguhunda fyrir blinda til og frá landinu. „Þetta er okkur mikið kappsmál. Við höfum keypt leiðsöguhunda og fært ríkinu að gjöf. En fjögurra vikna einangrun í hvert skipti við komuna til landsins er óásættanleg. Þetta snýr að sanngirni, leiðsöguhundur í einangrun nýtist ekki notandanum á meðan.“Vegleg afmælisdagskrá Í tilefni af 80 ára afmælinu efnir Blindrafélagið til hátíðarsamkomu á Hótel Nordica í dag klukkan 16. Dagskráin verður hátíðleg og fjölbreytt, forseti Íslands herra Guðni Th. Jóhannesson ávarpar samkomuna og Samfélagslampi Blindrafélagsins verður afhentur, en það er sérstök viðurkenning til fyrirtækis eða stofnunar sem stuðlað hefur að auknu sjálfstæði blindra og sjónskertra einstaklinga. Á þessum tímamótum verður Blindrafélagið einnig heiðursgestur Reykjavíkurborgar á Menningarnótt og mun standa fyrir veglegri lista- og menningardagskrá í Tjarnarsal Ráðhússins þar sem listamenn innan félagsins fá að njóta sín. Sigþór segir félagið enn afar mikilvægt. „Á áttatíu árum hafa aðstæður blindra og sjónskertra breyst til batnaðar. Að sama skapi hefur samfélagið líka breyst. En við eigum samt ennþá ríkt erindi við samtíðina, sérstaklega varðandi aðgengismál.“ david@frettabladid.is
Birtist í Fréttablaðinu Menningarnótt Tímamót Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira