Löfven fyrsti ráðherrann í fundarröð Katrínar með erlendum leiðtogum í dag Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 19. ágúst 2019 13:15 Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, undirbúa sig fyrir skoðunarverð um Hellisheiðarvirkjun. Í bakgrunn má sjá Håkan Juholt, sendirherra Svíþjóðar hér á landi. Mynd/Stjórnarráðið Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, tók á móti Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar í Hellisheiðarvirkjun í morgun. Stefan er fyrstur nokkurra þjóðarleiðtoga sem nú streyma til landsins í tilefni af sumarfundi leiðtoga Norðurlandanna sem fram fer á morgun. Auk forsætisráðherra Norðurlandanna verða þar leiðtogar Grænlands, Álandseyja og Færeyja auk Angelu Merkel, kanslara Þýskalands sem verður þar sérstakur gestur. Fjölmiðlamenn, Katrín og fylgdarlið hennar þurftu að bíða ögn eftir Sænska forsætisráðherranum en honum seinkaði um tæpan hálftíma. Það sakaði þó ekki. Vel fór á með ráðherrunum enda hafa þau Katrín og Löfven hist nokkrum sinnum. Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, tók á móti ráðherrunum í anddyri Hellisheiðarvirkjunar og veitti þeim leiðsögn um svæðið. Ekki er óalgengt að erlendir ráðamenn kynni sér jarðvarmavirkjanir á Íslandi í opinberum heimsóknum sínum. Að leiðsögninni lokinni héldu Katrín og Löfven til Hveragerðis þar sem þau snæddu hádegisverð og ræddu stjórnmálaástandið í heiminum og samskipti ríkjanna. Síðdegis, klukkan hálf fimm, tekur Katrín svo á móti Antti Rinne, forsætisráðherra Finnlands, í ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu. Að því loknu heldur hún á Þingvelli þar sem hún tekur á móti Angelu Merkel, Þýskalandskanslara, á Hakinu klukkan sjö. Í kjölfarið munu þær svo halda blaðamannafund í sumarbústað forsætisráðherra á Þingvöllum. Streymt verður frá fundi Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, og Angelu Merkel Þýskalandskanslara, á Vísi klukkan 19:45. Finnland Svíþjóð Utanríkismál Þýskaland Tengdar fréttir Merkel kemur til Íslands í næstu viku Þýski kanslarinn verður sérstakur gestur fundar forsætisráðherra Norðurlandanna í Reykjavík á þriðjudag. 15. ágúst 2019 11:09 Leiðtogar koma til landsins Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra tekur í dag á móti Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, og Antti Rinne, forsætisráðherra Finnlands. 19. ágúst 2019 06:30 Gæti orðið sögulegur leiðtogafundur á Íslandi Andri Snær Magnason telur að fundur Angelu Merkel Þýskalandskanslara með íslenskum og norrænum ráðamönnum í næstu viku geta orðið sögulegan með tilliti til umhverfismála. 17. ágúst 2019 13:24 Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, tók á móti Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar í Hellisheiðarvirkjun í morgun. Stefan er fyrstur nokkurra þjóðarleiðtoga sem nú streyma til landsins í tilefni af sumarfundi leiðtoga Norðurlandanna sem fram fer á morgun. Auk forsætisráðherra Norðurlandanna verða þar leiðtogar Grænlands, Álandseyja og Færeyja auk Angelu Merkel, kanslara Þýskalands sem verður þar sérstakur gestur. Fjölmiðlamenn, Katrín og fylgdarlið hennar þurftu að bíða ögn eftir Sænska forsætisráðherranum en honum seinkaði um tæpan hálftíma. Það sakaði þó ekki. Vel fór á með ráðherrunum enda hafa þau Katrín og Löfven hist nokkrum sinnum. Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, tók á móti ráðherrunum í anddyri Hellisheiðarvirkjunar og veitti þeim leiðsögn um svæðið. Ekki er óalgengt að erlendir ráðamenn kynni sér jarðvarmavirkjanir á Íslandi í opinberum heimsóknum sínum. Að leiðsögninni lokinni héldu Katrín og Löfven til Hveragerðis þar sem þau snæddu hádegisverð og ræddu stjórnmálaástandið í heiminum og samskipti ríkjanna. Síðdegis, klukkan hálf fimm, tekur Katrín svo á móti Antti Rinne, forsætisráðherra Finnlands, í ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu. Að því loknu heldur hún á Þingvelli þar sem hún tekur á móti Angelu Merkel, Þýskalandskanslara, á Hakinu klukkan sjö. Í kjölfarið munu þær svo halda blaðamannafund í sumarbústað forsætisráðherra á Þingvöllum. Streymt verður frá fundi Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, og Angelu Merkel Þýskalandskanslara, á Vísi klukkan 19:45.
Finnland Svíþjóð Utanríkismál Þýskaland Tengdar fréttir Merkel kemur til Íslands í næstu viku Þýski kanslarinn verður sérstakur gestur fundar forsætisráðherra Norðurlandanna í Reykjavík á þriðjudag. 15. ágúst 2019 11:09 Leiðtogar koma til landsins Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra tekur í dag á móti Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, og Antti Rinne, forsætisráðherra Finnlands. 19. ágúst 2019 06:30 Gæti orðið sögulegur leiðtogafundur á Íslandi Andri Snær Magnason telur að fundur Angelu Merkel Þýskalandskanslara með íslenskum og norrænum ráðamönnum í næstu viku geta orðið sögulegan með tilliti til umhverfismála. 17. ágúst 2019 13:24 Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira
Merkel kemur til Íslands í næstu viku Þýski kanslarinn verður sérstakur gestur fundar forsætisráðherra Norðurlandanna í Reykjavík á þriðjudag. 15. ágúst 2019 11:09
Leiðtogar koma til landsins Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra tekur í dag á móti Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, og Antti Rinne, forsætisráðherra Finnlands. 19. ágúst 2019 06:30
Gæti orðið sögulegur leiðtogafundur á Íslandi Andri Snær Magnason telur að fundur Angelu Merkel Þýskalandskanslara með íslenskum og norrænum ráðamönnum í næstu viku geta orðið sögulegan með tilliti til umhverfismála. 17. ágúst 2019 13:24