Baltasar og Nikolaj Coster-Waldau borðuðu saman á Matarkjallaranum Andri Eysteinsson skrifar 19. ágúst 2019 15:41 Coster-Waldau lék Jaime Lannister í Game of Thrones. Getty/Jeff Kravitz Danski leikarinn Nikolaj Coster-Waldau hefur undanfarna daga dvalið hér á landi. Íslandsvinurinn Coster-Waldau er einn þekktasti leikari Danmerkur og hefur undanfarin ár gert garðinn frægan í hlutverki riddarans Jaime Lannister í HBO þáttunum Game of Thrones sem sýndir voru á Stöð 2. Á Instagramsíðu sinni birti Daninn myndband þar sem hann útlistaði ferðaplan næstu vikna. Sagðist hann verða á landinu í viku áður en hann héldi til Grænlands og þaðan væri förinni heitið á myndasöguhátíðina Bubbafest í Knoxville í Tennessee. View this post on InstagramBubbafest.com A post shared by Nikolaj Coster-Waldau (@nikolajwilliamcw) on Aug 17, 2019 at 2:53am PDT Ekki er um að ræða fyrstu Íslandsheimsókn danans en hann hefur sótt landið heim í frítíma sínum í tvígang hið minnsta. Fyrst árið 2017 og aftur fyrr á þessu ári. Síðasta fimmtudagskvöld sást til leikarans snæða á veitingastaðnum Restó á Rauðarárstíg. Þar tók hann sér tíma til að taka af sér mynd ásamt starfsfólki staðarins og aðdáendum, ekki liggur fyrir hvort Coster-Waldau hafi verið enn á ferð. Coster-Waldau var þó ekki einn á ferð er hann sótti Matarkjallarann heim á föstudagskvöld. Samkvæmt heimildum Vísis sat hann þar og naut kvöldsins með leikstjóranum Baltasar Kormáki. Í svari við fyrirspurn Vísis um hvort samstarf á milli Baltasars og Coster-Waldau væri á döfinni, kvaðst Baltasar Kormákur ekki geta tjáð sig um málið að svo stöddu. Game of Thrones Hollywood Íslandsvinir Tengdar fréttir Nikolaj Coster-Waldau á Íslandi Danski leikarinn Nikolaj Coster-Waldau, sem er þekktastur fyrir að leika Jaime Lannister í Game of Thrones, er staddur á Íslandi. 13. mars 2019 22:12 Segir gagnrýni á áttundu þáttaröð Game of Thrones kjánalega Áttunda og jafnframt síðasta þáttaröð HBO þáttanna Game of Thrones, sem sýndir voru á Stöð 2 fyrr á árinu, var harðlega gagnrýnd af aðdáendum víða sem sökuðu mennina að baki þáttunum um áhugaleysi og skemmdarverk. 15. júlí 2019 11:00 Nikolaj Coster-Waldau spókar sig um í Reykjavík Ein aðalstjarnan í þáttunum vinsælu Game of Thrones Nikolaj Coster-Waldau er hér á landi með fjölskyldu sinni. 14. mars 2019 13:00 Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Fleiri fréttir Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira
Danski leikarinn Nikolaj Coster-Waldau hefur undanfarna daga dvalið hér á landi. Íslandsvinurinn Coster-Waldau er einn þekktasti leikari Danmerkur og hefur undanfarin ár gert garðinn frægan í hlutverki riddarans Jaime Lannister í HBO þáttunum Game of Thrones sem sýndir voru á Stöð 2. Á Instagramsíðu sinni birti Daninn myndband þar sem hann útlistaði ferðaplan næstu vikna. Sagðist hann verða á landinu í viku áður en hann héldi til Grænlands og þaðan væri förinni heitið á myndasöguhátíðina Bubbafest í Knoxville í Tennessee. View this post on InstagramBubbafest.com A post shared by Nikolaj Coster-Waldau (@nikolajwilliamcw) on Aug 17, 2019 at 2:53am PDT Ekki er um að ræða fyrstu Íslandsheimsókn danans en hann hefur sótt landið heim í frítíma sínum í tvígang hið minnsta. Fyrst árið 2017 og aftur fyrr á þessu ári. Síðasta fimmtudagskvöld sást til leikarans snæða á veitingastaðnum Restó á Rauðarárstíg. Þar tók hann sér tíma til að taka af sér mynd ásamt starfsfólki staðarins og aðdáendum, ekki liggur fyrir hvort Coster-Waldau hafi verið enn á ferð. Coster-Waldau var þó ekki einn á ferð er hann sótti Matarkjallarann heim á föstudagskvöld. Samkvæmt heimildum Vísis sat hann þar og naut kvöldsins með leikstjóranum Baltasar Kormáki. Í svari við fyrirspurn Vísis um hvort samstarf á milli Baltasars og Coster-Waldau væri á döfinni, kvaðst Baltasar Kormákur ekki geta tjáð sig um málið að svo stöddu.
Game of Thrones Hollywood Íslandsvinir Tengdar fréttir Nikolaj Coster-Waldau á Íslandi Danski leikarinn Nikolaj Coster-Waldau, sem er þekktastur fyrir að leika Jaime Lannister í Game of Thrones, er staddur á Íslandi. 13. mars 2019 22:12 Segir gagnrýni á áttundu þáttaröð Game of Thrones kjánalega Áttunda og jafnframt síðasta þáttaröð HBO þáttanna Game of Thrones, sem sýndir voru á Stöð 2 fyrr á árinu, var harðlega gagnrýnd af aðdáendum víða sem sökuðu mennina að baki þáttunum um áhugaleysi og skemmdarverk. 15. júlí 2019 11:00 Nikolaj Coster-Waldau spókar sig um í Reykjavík Ein aðalstjarnan í þáttunum vinsælu Game of Thrones Nikolaj Coster-Waldau er hér á landi með fjölskyldu sinni. 14. mars 2019 13:00 Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Fleiri fréttir Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira
Nikolaj Coster-Waldau á Íslandi Danski leikarinn Nikolaj Coster-Waldau, sem er þekktastur fyrir að leika Jaime Lannister í Game of Thrones, er staddur á Íslandi. 13. mars 2019 22:12
Segir gagnrýni á áttundu þáttaröð Game of Thrones kjánalega Áttunda og jafnframt síðasta þáttaröð HBO þáttanna Game of Thrones, sem sýndir voru á Stöð 2 fyrr á árinu, var harðlega gagnrýnd af aðdáendum víða sem sökuðu mennina að baki þáttunum um áhugaleysi og skemmdarverk. 15. júlí 2019 11:00
Nikolaj Coster-Waldau spókar sig um í Reykjavík Ein aðalstjarnan í þáttunum vinsælu Game of Thrones Nikolaj Coster-Waldau er hér á landi með fjölskyldu sinni. 14. mars 2019 13:00