Hubble fann reikistjörnu í laginu eins og ruðningsbolti Kjartan Kjartansson skrifar 1. ágúst 2019 17:04 Teikning af því hvernig WASP-121b gæti litið út. Ógnarsterkir flóðkraftar toga og teygja reikistjörnuna þannig að hún er í laginu eins og ruðningsbolti. NASA/ESA/J. Olmsted Fjarreikistjarna sem fannst með Hubble-geimsjónaukanum gengur svo þétt um móðurstjörnu sína að flóðkraftar valda því að hún er í laginu eins og ruðningsbolti. Svo heitur verður lofthjúpur reikistjörnunnar að þungmálmar sleppa úr honum út í geim. WASP-121b er gasrisi í sólkerfi um 900 ljósárum frá jörðinni, svonefndur „heitur Júpíter“. Það eru gasrisar sem ganga þétt upp við móðurstjörnu sína með stuttan umferðartíma þannig að lofthjúpur þeirra hitnar mikið. Svo þétt gengur WASP-121b upp við sína stjörnu að efri lög lofthjúpsins ná rúmlega 2.500°C hita. Það er tífalt heitara en lofthjúpur nokkurrar annarrar þekktrar reikistjörnu. Yfirleitt eru heitir gasrisar nógu svalir að innan til að þyngri frumefni eins og magnesíum og járn þéttist í ský. Á þessari fjarreikistjörnu er hitinn svo mikill að magnesíum og járn streyma út úr lofthjúpnum og út í geim. Þetta er í fyrsta skipti sem þyngri frumefni en vetni eða helíum sjást sleppa frá heitum gasrisa, að því er segir í tilkynningu á vef bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA. „Þungmálmarnir sleppa að hluta til vegna þess að reikistjarnan er svo stór og útblásin að þyngdarkraftur hennar er tiltölulega veikur. Þetta er reikistjarna sem verið er að rífa lofthjúpinn af,“ segir David Sing frá Johns Hopkins-háskóla í Baltimore.Gastegundir streyma út eins og fljót Móðurstjarnan er bjartari og heitari en sólin okkar. Útfjólubláir geislar hennar baka efri hluta lofthjúps WASP-121b. Stjörnufræðingar telja að málmarnir eigi mögulega þátt í að hita hann enn frekar þar sem þeir gera lofthjúpinn ógegnsærri á fjólublátt ljós. WASP-121b er jafnframt svo nálægt móðurstjörnunni að hún er á mörkum þess að rifna í sundur af völdum flóðkraftanna. Þeir valda því að lögun reikistjörnunnar líkist ruðningsbolta. Athuganirnar á WASP-121b eru sagðar hjálpa stjörnufræðingum að skilja hvernig reikistjörnur glata lofthjúpi sínum. Reikistjörnur verða til úr ryk- og gasskífum og lofthjúpur þeirra verður yfirleitt til úr léttustu gastegundum, vetni og helíum, sem eru jafnframt algengustu frumefni alheimsins. Lofthjúpurinn rýrnar eftir því sem reikistjarnan nálgast móðurstjörnu sína. „Heitir Júpíterar eru aðallega úr vetni og Hubble er mjög næmur fyrir vetni þannig að við vitum að þessar reikistjörnur geta tapað gasi tiltölulega auðveldlega. Í tilfelli WASP-121b flæðir vetnis- og helíumgas út, næstum eins og fljót, og það dregur með sér þessar málma. Þetta er mjög skilvirk leið fyrir massatap,“ segir Sing. Geimurinn Vísindi Tengdar fréttir Fundu sterkar vísendingar um fyrsta fjartunglið Tunglið er tröllaukið, á stærð við Neptúnus. Verði fundurinn staðfestur er þetta fyrsta tunglið sem menn finna utan sólkerfisins okkar. 4. október 2018 23:32 Vatn víða að finna á fjarlægum plánetum 18. ágúst 2018 08:30 Mögulega lífvænlegur hnöttur í rólegu hverfi Fjarreikistjarnan Ross 128b er á stærð við jörðina og á braut um stjörnu sem gæti hentað betur fyrir möguleikann á lífi en margar aðrar sem fundist hafa fram að þessu. 16. nóvember 2017 16:00 Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Erlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Innlent Fleiri fréttir Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Sjá meira
Fjarreikistjarna sem fannst með Hubble-geimsjónaukanum gengur svo þétt um móðurstjörnu sína að flóðkraftar valda því að hún er í laginu eins og ruðningsbolti. Svo heitur verður lofthjúpur reikistjörnunnar að þungmálmar sleppa úr honum út í geim. WASP-121b er gasrisi í sólkerfi um 900 ljósárum frá jörðinni, svonefndur „heitur Júpíter“. Það eru gasrisar sem ganga þétt upp við móðurstjörnu sína með stuttan umferðartíma þannig að lofthjúpur þeirra hitnar mikið. Svo þétt gengur WASP-121b upp við sína stjörnu að efri lög lofthjúpsins ná rúmlega 2.500°C hita. Það er tífalt heitara en lofthjúpur nokkurrar annarrar þekktrar reikistjörnu. Yfirleitt eru heitir gasrisar nógu svalir að innan til að þyngri frumefni eins og magnesíum og járn þéttist í ský. Á þessari fjarreikistjörnu er hitinn svo mikill að magnesíum og járn streyma út úr lofthjúpnum og út í geim. Þetta er í fyrsta skipti sem þyngri frumefni en vetni eða helíum sjást sleppa frá heitum gasrisa, að því er segir í tilkynningu á vef bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA. „Þungmálmarnir sleppa að hluta til vegna þess að reikistjarnan er svo stór og útblásin að þyngdarkraftur hennar er tiltölulega veikur. Þetta er reikistjarna sem verið er að rífa lofthjúpinn af,“ segir David Sing frá Johns Hopkins-háskóla í Baltimore.Gastegundir streyma út eins og fljót Móðurstjarnan er bjartari og heitari en sólin okkar. Útfjólubláir geislar hennar baka efri hluta lofthjúps WASP-121b. Stjörnufræðingar telja að málmarnir eigi mögulega þátt í að hita hann enn frekar þar sem þeir gera lofthjúpinn ógegnsærri á fjólublátt ljós. WASP-121b er jafnframt svo nálægt móðurstjörnunni að hún er á mörkum þess að rifna í sundur af völdum flóðkraftanna. Þeir valda því að lögun reikistjörnunnar líkist ruðningsbolta. Athuganirnar á WASP-121b eru sagðar hjálpa stjörnufræðingum að skilja hvernig reikistjörnur glata lofthjúpi sínum. Reikistjörnur verða til úr ryk- og gasskífum og lofthjúpur þeirra verður yfirleitt til úr léttustu gastegundum, vetni og helíum, sem eru jafnframt algengustu frumefni alheimsins. Lofthjúpurinn rýrnar eftir því sem reikistjarnan nálgast móðurstjörnu sína. „Heitir Júpíterar eru aðallega úr vetni og Hubble er mjög næmur fyrir vetni þannig að við vitum að þessar reikistjörnur geta tapað gasi tiltölulega auðveldlega. Í tilfelli WASP-121b flæðir vetnis- og helíumgas út, næstum eins og fljót, og það dregur með sér þessar málma. Þetta er mjög skilvirk leið fyrir massatap,“ segir Sing.
Geimurinn Vísindi Tengdar fréttir Fundu sterkar vísendingar um fyrsta fjartunglið Tunglið er tröllaukið, á stærð við Neptúnus. Verði fundurinn staðfestur er þetta fyrsta tunglið sem menn finna utan sólkerfisins okkar. 4. október 2018 23:32 Vatn víða að finna á fjarlægum plánetum 18. ágúst 2018 08:30 Mögulega lífvænlegur hnöttur í rólegu hverfi Fjarreikistjarnan Ross 128b er á stærð við jörðina og á braut um stjörnu sem gæti hentað betur fyrir möguleikann á lífi en margar aðrar sem fundist hafa fram að þessu. 16. nóvember 2017 16:00 Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Erlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Innlent Fleiri fréttir Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Sjá meira
Fundu sterkar vísendingar um fyrsta fjartunglið Tunglið er tröllaukið, á stærð við Neptúnus. Verði fundurinn staðfestur er þetta fyrsta tunglið sem menn finna utan sólkerfisins okkar. 4. október 2018 23:32
Mögulega lífvænlegur hnöttur í rólegu hverfi Fjarreikistjarnan Ross 128b er á stærð við jörðina og á braut um stjörnu sem gæti hentað betur fyrir möguleikann á lífi en margar aðrar sem fundist hafa fram að þessu. 16. nóvember 2017 16:00