Sjólaskipabræður ákærðir fyrir 514 milljóna króna skattsvik Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 2. ágúst 2019 11:19 Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari. fréttablaðið/GVA Héraðssaksóknari hefur ákært bræðurna Guðmund Steinar Jónsson og Harald Reyni Jónsson fyrir stórfelld skattalagabrot. Systur þeirra bræðra hafa einnig verið ákærðar fyrir stórfelld skattalagaborg en systkinahópurinn er kenndur við útgerðarfyrirtækið Sjólaskip. Þetta kemur fram í ákærum á hendur bræðrunum sem fréttastofa hefur undir höndum. Héraðssaksóknari gaf út ákæru á hendur Guðmundi, ákæru á hendur Haraldi, sem fréttastofa hefur áður greint frá, og ákæra á hendur þeirra beggja. Þá hafa systur þeirra bræðra, Ragnheiður Jóna Jónsdóttir og Berglind Björk Jónsdóttir báðar verið ákærðar fyrir stórfelld skattalagabrot. Guðmundur er ákærður fyrir að hafa vangreitt 65,7 milljónir íslenskra króna til skatts. Embætti héraðssaksóknara fer fram á að Guðmundur verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar.Sjá einnig: Sjólaskipasystkinin ákærð fyrir meint skattalagabrotÞá er sagt í kæru á hendur þeim bræðrum að þeir hafi átt, hver um sig, 27,5% hlut í félögunum Kenora Shipping Company Ltd., Seadove Shipping Company Ltd., og Fishing Company Beta Ltd. Sem voru skráð á Kýpur og vanrækt að telja fram til skatts hér á landi tekjur, gjöld og önnur atriði sem skiptu máli í skattaálagningu félaganna Vanframtaldar tekjur bræðranna af þeim viðskiptum hafi numið 1,98 milljörðum króna og sé þannig um að ræða samtals 514 milljónir í vangreiðslu. Þá krefst embætti héraðssaksóknara að þeir bræður verði dæmdir til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Skattamál systkinanna hafa verið til rannsóknar talsvert lengi en árið 2016 greindi Fréttatíminn frá því að skattrannsóknarstjóri hefði kært viðskipti systkinanna í skattaskjólinu Tortólu til héraðssaksóknara. Dómsmál Sjávarútvegur Skattar og tollar Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir Sjá meira
Héraðssaksóknari hefur ákært bræðurna Guðmund Steinar Jónsson og Harald Reyni Jónsson fyrir stórfelld skattalagabrot. Systur þeirra bræðra hafa einnig verið ákærðar fyrir stórfelld skattalagaborg en systkinahópurinn er kenndur við útgerðarfyrirtækið Sjólaskip. Þetta kemur fram í ákærum á hendur bræðrunum sem fréttastofa hefur undir höndum. Héraðssaksóknari gaf út ákæru á hendur Guðmundi, ákæru á hendur Haraldi, sem fréttastofa hefur áður greint frá, og ákæra á hendur þeirra beggja. Þá hafa systur þeirra bræðra, Ragnheiður Jóna Jónsdóttir og Berglind Björk Jónsdóttir báðar verið ákærðar fyrir stórfelld skattalagabrot. Guðmundur er ákærður fyrir að hafa vangreitt 65,7 milljónir íslenskra króna til skatts. Embætti héraðssaksóknara fer fram á að Guðmundur verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar.Sjá einnig: Sjólaskipasystkinin ákærð fyrir meint skattalagabrotÞá er sagt í kæru á hendur þeim bræðrum að þeir hafi átt, hver um sig, 27,5% hlut í félögunum Kenora Shipping Company Ltd., Seadove Shipping Company Ltd., og Fishing Company Beta Ltd. Sem voru skráð á Kýpur og vanrækt að telja fram til skatts hér á landi tekjur, gjöld og önnur atriði sem skiptu máli í skattaálagningu félaganna Vanframtaldar tekjur bræðranna af þeim viðskiptum hafi numið 1,98 milljörðum króna og sé þannig um að ræða samtals 514 milljónir í vangreiðslu. Þá krefst embætti héraðssaksóknara að þeir bræður verði dæmdir til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Skattamál systkinanna hafa verið til rannsóknar talsvert lengi en árið 2016 greindi Fréttatíminn frá því að skattrannsóknarstjóri hefði kært viðskipti systkinanna í skattaskjólinu Tortólu til héraðssaksóknara.
Dómsmál Sjávarútvegur Skattar og tollar Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir Sjá meira