Fara fíklar í sumarfrí? Helga Maria Mosty skrifar 2. ágúst 2019 12:30 Segjum sem svo að þú eða einhver nákominn þér sé fíkill. Að sá aðili hafi farið í fáar eða margar meðferðir. Gefum okkur að þessi aðili hafi verið edrú um nokkurt skeið en falli svo og vilji hjálp til að hætta. Hann sé tilbúinn á sínum eigin forsendum, án aðkomu eða þrýstings frá nokkrum öðrum, að fara í meðferð. Hann sækir um innlögn á sjúkrahúsið Vog og fær þau svör að það sé bið. Biðin sé um 2 mánuðir eftir að komast í afeitrun. Hvað gerir hann ? Ef fíkillinn hefur gífurlegan viljastyrk bíður hann, annað hvort edrú eða ekki, eftir að komast í meðferð. Á meðan á bið stendur er fíklinum bent á að mæta í viðtal á göngudeild hjá Vogi og fyrir það greiðir hann komugjald fyrir hvert skipti. Eru margir fíklar sem eiga við fíkn að stríða tilbúnir að eyða peningum í viðtöl við ráðgjafa meðan þeir bíða eftir að komast í afeitrun ? Kýs fíkillinn kannski að nota peninga sína þ.e.a.s. ef hann á þá til, til greiðslu vegna viðtala við ráðgjafa á meðan á bið stendur og fíkillinn ekki afeitraður eða notar fíkillinn peningana í fíkn sína ? Meðferð og afeitrun hjá Vogi er að jafnaði um 10 dagar. Að loknum þessum 10 dögum hefur fíkillinn oftast val um að fara í eftirmeðferð sem nú fer fram á Vík og er um 2-4 vikur. En ef fíkillinn er tilbúinn í eftirmeðferð er eins gott að það sé ekki að sumri til. Vík fer nefnilega í sumarfrí og staðurinn er lokaður á meðan. Svo ekki einungis er bið eftir að komast í afeitrun heldur tekur svo við ný bið þar til sumarfríum er lokið. Á meðan á þessari bið stendur þ.e. að Vík (eftirmeðferðin) opni aftur eftir sumarfrí er einnig um samtalsmeðferð að ræða. Fíkillinn mætir á göngudeild 4 sinnum í viku og greiðir að sjálfsögðu aftur fyrir það. Enn og aftur er það spurning hvort fíkillinn sem er búinn að fara í 10 daga afeitrun sé tilbúinn að nota peninga sína þ.e.a.s. ef hann á þá til, til greiðslu fyrir viðtal við ráðgjafa á meðan næsta bið er í gangi ? Hvað ef fíkillinn á engan pening og ekki í nein hús að venda ? Hvar á hann þá að vera á meðan á þessari bið stendur ? Eru ekki miklar líkur á því að fíkillinn falli aftur í sömu gryfju, þá gryfju sem hann kann því miður svo vel ? Því miður er það staðreynd að biðin sjálf getur reynst fíkli mjög erfið og stundum lífshættuleg. Í sumum tilvikum á fíkillinn ekki í nein hús að venda en stundum hefur fíkillinn húsaskjól og þá oft hjá fjölskyldu sem heldur í þá von og trú að þetta sé skiptið, þetta er skiptið sem fíkillinn nær bata. Þessi bið er ekki einungis erfið fíklinum heldur einnig fjölskyldu fíkilsins. Því spyr ég; fara fíklar í sumarfrí? Helga María Mosty þjónustufulltrúi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mest lesið Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Sjá meira
Segjum sem svo að þú eða einhver nákominn þér sé fíkill. Að sá aðili hafi farið í fáar eða margar meðferðir. Gefum okkur að þessi aðili hafi verið edrú um nokkurt skeið en falli svo og vilji hjálp til að hætta. Hann sé tilbúinn á sínum eigin forsendum, án aðkomu eða þrýstings frá nokkrum öðrum, að fara í meðferð. Hann sækir um innlögn á sjúkrahúsið Vog og fær þau svör að það sé bið. Biðin sé um 2 mánuðir eftir að komast í afeitrun. Hvað gerir hann ? Ef fíkillinn hefur gífurlegan viljastyrk bíður hann, annað hvort edrú eða ekki, eftir að komast í meðferð. Á meðan á bið stendur er fíklinum bent á að mæta í viðtal á göngudeild hjá Vogi og fyrir það greiðir hann komugjald fyrir hvert skipti. Eru margir fíklar sem eiga við fíkn að stríða tilbúnir að eyða peningum í viðtöl við ráðgjafa meðan þeir bíða eftir að komast í afeitrun ? Kýs fíkillinn kannski að nota peninga sína þ.e.a.s. ef hann á þá til, til greiðslu vegna viðtala við ráðgjafa á meðan á bið stendur og fíkillinn ekki afeitraður eða notar fíkillinn peningana í fíkn sína ? Meðferð og afeitrun hjá Vogi er að jafnaði um 10 dagar. Að loknum þessum 10 dögum hefur fíkillinn oftast val um að fara í eftirmeðferð sem nú fer fram á Vík og er um 2-4 vikur. En ef fíkillinn er tilbúinn í eftirmeðferð er eins gott að það sé ekki að sumri til. Vík fer nefnilega í sumarfrí og staðurinn er lokaður á meðan. Svo ekki einungis er bið eftir að komast í afeitrun heldur tekur svo við ný bið þar til sumarfríum er lokið. Á meðan á þessari bið stendur þ.e. að Vík (eftirmeðferðin) opni aftur eftir sumarfrí er einnig um samtalsmeðferð að ræða. Fíkillinn mætir á göngudeild 4 sinnum í viku og greiðir að sjálfsögðu aftur fyrir það. Enn og aftur er það spurning hvort fíkillinn sem er búinn að fara í 10 daga afeitrun sé tilbúinn að nota peninga sína þ.e.a.s. ef hann á þá til, til greiðslu fyrir viðtal við ráðgjafa á meðan næsta bið er í gangi ? Hvað ef fíkillinn á engan pening og ekki í nein hús að venda ? Hvar á hann þá að vera á meðan á þessari bið stendur ? Eru ekki miklar líkur á því að fíkillinn falli aftur í sömu gryfju, þá gryfju sem hann kann því miður svo vel ? Því miður er það staðreynd að biðin sjálf getur reynst fíkli mjög erfið og stundum lífshættuleg. Í sumum tilvikum á fíkillinn ekki í nein hús að venda en stundum hefur fíkillinn húsaskjól og þá oft hjá fjölskyldu sem heldur í þá von og trú að þetta sé skiptið, þetta er skiptið sem fíkillinn nær bata. Þessi bið er ekki einungis erfið fíklinum heldur einnig fjölskyldu fíkilsins. Því spyr ég; fara fíklar í sumarfrí? Helga María Mosty þjónustufulltrúi
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun