Gripið til aðgerða vegna ferðamannaágangs í Reykjahlíð Stefán Ó. Jónsson skrifar 2. ágúst 2019 14:39 Svæðið hefur látið á sjá eftir umgang ferðamanna. Umhverfisstofnun Umhverfisstofnun hefur takmarkað umferð um Hveri, Leirhnjúk og Stóra-Víti við Kröflu í Skútustaðahreppi. Það verður til að mynda gert með því að loka hringleið umhverfis Stóra-Víti en markmiðið með aðgerðunum er að sögn stofnunarinnar að stuðla að bættri umferð gangandi vegfarenda á svæðinu. Í tilkynningu Umhverfisstofnunar er landeigandi í Reykjahlíð sagður hafa farið fram á að stofnunin takmarkaði aðgengi ferðamanna á svæðinu. „Þegar stofnunin auglýsti eftir athugasemdum komu fram skiptar skoðanir meðal landeigenda sem og annarra umsagnaraðila um ástand svæðisins og aðgerðir,“ segir í tilkynningunni. Engu að síður hafi Umhverfisstofnun ákveðið að bregðast við, ekki síst í ljósi „verndargildis svæðanna.“Frá Stóra-Víti, þar sem lokað hefur verið fyrir hringumferð.UmhverfisstofnunTakmarkanirnar sem gripið verður til eru eftirfarandi:Gestum ber að fylgja gönguleiðum og virða merkingar og girðingarUmferð bíla takmarkast við merkt bílastæðiFara skal eftir leiðbeiningum landvarða um umferð og umgengni á svæðinuVið Stóra-Víti verður hringleið umhverfis gíginn lokuð. Aðgengi verður takmarkað við svæðið upp frá bílastæði og suður fyrir gíginn, um 400 metra leið. Í vætutíð verður aðgengi takmarkað við hellulagða stétt vestan við sprengigíginn og verður það sérstaklega merkt. Fimm landverðir munu vinna að því að vernda svæðið með þessum hætti næstu daga auk þess sem daglegt eftirlit mun næstu vikur fara fram með því að reglur verði virtar. Takmörkunin tók gildi í dag og er stefnt að endurskoðun takmörkunar eigi síðar en innan tveggja vikna eða fyrr ef ástand breytist til batnaðar. Haft er eftir Sigrúnu Ágústsdóttur, staðgengil forstjóra Umhverfisstofnunar, í tilkynningunni að þetta séu í raun fordæmalausar aðgerðir. „Við höfum ekki áður farið þessa leið en með þessum skrefum vonumst við til að ná sama árangri og ef svæðinu hefði verið lokað fyrir umferð ferðafólks. Okkar reynsla er að fólk virði almennt reglur um stýringu umferðar og því er mikilvægt að koma henni á,“ segir Sigrún. Ferðamennska á Íslandi Skútustaðahreppur Umhverfismál Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Maðurinn fundinn Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Sjá meira
Umhverfisstofnun hefur takmarkað umferð um Hveri, Leirhnjúk og Stóra-Víti við Kröflu í Skútustaðahreppi. Það verður til að mynda gert með því að loka hringleið umhverfis Stóra-Víti en markmiðið með aðgerðunum er að sögn stofnunarinnar að stuðla að bættri umferð gangandi vegfarenda á svæðinu. Í tilkynningu Umhverfisstofnunar er landeigandi í Reykjahlíð sagður hafa farið fram á að stofnunin takmarkaði aðgengi ferðamanna á svæðinu. „Þegar stofnunin auglýsti eftir athugasemdum komu fram skiptar skoðanir meðal landeigenda sem og annarra umsagnaraðila um ástand svæðisins og aðgerðir,“ segir í tilkynningunni. Engu að síður hafi Umhverfisstofnun ákveðið að bregðast við, ekki síst í ljósi „verndargildis svæðanna.“Frá Stóra-Víti, þar sem lokað hefur verið fyrir hringumferð.UmhverfisstofnunTakmarkanirnar sem gripið verður til eru eftirfarandi:Gestum ber að fylgja gönguleiðum og virða merkingar og girðingarUmferð bíla takmarkast við merkt bílastæðiFara skal eftir leiðbeiningum landvarða um umferð og umgengni á svæðinuVið Stóra-Víti verður hringleið umhverfis gíginn lokuð. Aðgengi verður takmarkað við svæðið upp frá bílastæði og suður fyrir gíginn, um 400 metra leið. Í vætutíð verður aðgengi takmarkað við hellulagða stétt vestan við sprengigíginn og verður það sérstaklega merkt. Fimm landverðir munu vinna að því að vernda svæðið með þessum hætti næstu daga auk þess sem daglegt eftirlit mun næstu vikur fara fram með því að reglur verði virtar. Takmörkunin tók gildi í dag og er stefnt að endurskoðun takmörkunar eigi síðar en innan tveggja vikna eða fyrr ef ástand breytist til batnaðar. Haft er eftir Sigrúnu Ágústsdóttur, staðgengil forstjóra Umhverfisstofnunar, í tilkynningunni að þetta séu í raun fordæmalausar aðgerðir. „Við höfum ekki áður farið þessa leið en með þessum skrefum vonumst við til að ná sama árangri og ef svæðinu hefði verið lokað fyrir umferð ferðafólks. Okkar reynsla er að fólk virði almennt reglur um stýringu umferðar og því er mikilvægt að koma henni á,“ segir Sigrún.
Ferðamennska á Íslandi Skútustaðahreppur Umhverfismál Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Maðurinn fundinn Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Sjá meira