Gripið til aðgerða vegna ferðamannaágangs í Reykjahlíð Stefán Ó. Jónsson skrifar 2. ágúst 2019 14:39 Svæðið hefur látið á sjá eftir umgang ferðamanna. Umhverfisstofnun Umhverfisstofnun hefur takmarkað umferð um Hveri, Leirhnjúk og Stóra-Víti við Kröflu í Skútustaðahreppi. Það verður til að mynda gert með því að loka hringleið umhverfis Stóra-Víti en markmiðið með aðgerðunum er að sögn stofnunarinnar að stuðla að bættri umferð gangandi vegfarenda á svæðinu. Í tilkynningu Umhverfisstofnunar er landeigandi í Reykjahlíð sagður hafa farið fram á að stofnunin takmarkaði aðgengi ferðamanna á svæðinu. „Þegar stofnunin auglýsti eftir athugasemdum komu fram skiptar skoðanir meðal landeigenda sem og annarra umsagnaraðila um ástand svæðisins og aðgerðir,“ segir í tilkynningunni. Engu að síður hafi Umhverfisstofnun ákveðið að bregðast við, ekki síst í ljósi „verndargildis svæðanna.“Frá Stóra-Víti, þar sem lokað hefur verið fyrir hringumferð.UmhverfisstofnunTakmarkanirnar sem gripið verður til eru eftirfarandi:Gestum ber að fylgja gönguleiðum og virða merkingar og girðingarUmferð bíla takmarkast við merkt bílastæðiFara skal eftir leiðbeiningum landvarða um umferð og umgengni á svæðinuVið Stóra-Víti verður hringleið umhverfis gíginn lokuð. Aðgengi verður takmarkað við svæðið upp frá bílastæði og suður fyrir gíginn, um 400 metra leið. Í vætutíð verður aðgengi takmarkað við hellulagða stétt vestan við sprengigíginn og verður það sérstaklega merkt. Fimm landverðir munu vinna að því að vernda svæðið með þessum hætti næstu daga auk þess sem daglegt eftirlit mun næstu vikur fara fram með því að reglur verði virtar. Takmörkunin tók gildi í dag og er stefnt að endurskoðun takmörkunar eigi síðar en innan tveggja vikna eða fyrr ef ástand breytist til batnaðar. Haft er eftir Sigrúnu Ágústsdóttur, staðgengil forstjóra Umhverfisstofnunar, í tilkynningunni að þetta séu í raun fordæmalausar aðgerðir. „Við höfum ekki áður farið þessa leið en með þessum skrefum vonumst við til að ná sama árangri og ef svæðinu hefði verið lokað fyrir umferð ferðafólks. Okkar reynsla er að fólk virði almennt reglur um stýringu umferðar og því er mikilvægt að koma henni á,“ segir Sigrún. Ferðamennska á Íslandi Skútustaðahreppur Umhverfismál Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
Umhverfisstofnun hefur takmarkað umferð um Hveri, Leirhnjúk og Stóra-Víti við Kröflu í Skútustaðahreppi. Það verður til að mynda gert með því að loka hringleið umhverfis Stóra-Víti en markmiðið með aðgerðunum er að sögn stofnunarinnar að stuðla að bættri umferð gangandi vegfarenda á svæðinu. Í tilkynningu Umhverfisstofnunar er landeigandi í Reykjahlíð sagður hafa farið fram á að stofnunin takmarkaði aðgengi ferðamanna á svæðinu. „Þegar stofnunin auglýsti eftir athugasemdum komu fram skiptar skoðanir meðal landeigenda sem og annarra umsagnaraðila um ástand svæðisins og aðgerðir,“ segir í tilkynningunni. Engu að síður hafi Umhverfisstofnun ákveðið að bregðast við, ekki síst í ljósi „verndargildis svæðanna.“Frá Stóra-Víti, þar sem lokað hefur verið fyrir hringumferð.UmhverfisstofnunTakmarkanirnar sem gripið verður til eru eftirfarandi:Gestum ber að fylgja gönguleiðum og virða merkingar og girðingarUmferð bíla takmarkast við merkt bílastæðiFara skal eftir leiðbeiningum landvarða um umferð og umgengni á svæðinuVið Stóra-Víti verður hringleið umhverfis gíginn lokuð. Aðgengi verður takmarkað við svæðið upp frá bílastæði og suður fyrir gíginn, um 400 metra leið. Í vætutíð verður aðgengi takmarkað við hellulagða stétt vestan við sprengigíginn og verður það sérstaklega merkt. Fimm landverðir munu vinna að því að vernda svæðið með þessum hætti næstu daga auk þess sem daglegt eftirlit mun næstu vikur fara fram með því að reglur verði virtar. Takmörkunin tók gildi í dag og er stefnt að endurskoðun takmörkunar eigi síðar en innan tveggja vikna eða fyrr ef ástand breytist til batnaðar. Haft er eftir Sigrúnu Ágústsdóttur, staðgengil forstjóra Umhverfisstofnunar, í tilkynningunni að þetta séu í raun fordæmalausar aðgerðir. „Við höfum ekki áður farið þessa leið en með þessum skrefum vonumst við til að ná sama árangri og ef svæðinu hefði verið lokað fyrir umferð ferðafólks. Okkar reynsla er að fólk virði almennt reglur um stýringu umferðar og því er mikilvægt að koma henni á,“ segir Sigrún.
Ferðamennska á Íslandi Skútustaðahreppur Umhverfismál Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira