Einn sá umdeildasti berst fyrir framan Trump fjölskyldumeðlimi í kvöld Pétur Marinó Jónsson skrifar 3. ágúst 2019 08:00 Colby Covington eftir opnu æfinguna fyrr í vikunni. Vísir/Getty Einn umdeildasti bardagamaður UFC í dag, Colby Covington, snýr aftur í búrið í kvöld tæpum 14 mánuðum eftir sinn síðasta bardaga. Covington mun fá góðan stuðning frá meðlimum Trump fjölskyldunnar sem verða viðstaddir bardagann. Colby Covington hefur verið afar óvinsæll síðan hann tók þá meðvituðu ákvörðun að rífa kjaft við allt og alla en fram að því fór frekar lítið fyrir honum. Slíkir bardagamenn eru alltaf umdeildir en hafa alltaf átt sína aðdáendur eins og Chael Sonnen og Conor McGregor hafa sýnt. Kjafturinn á Covington virðist þó ekki vera að heilla marga en þó hann sé að koma sér á framfæri á hann fáa aðdáendur. Hann mætir einum vinsælasta bardagamanni UFC í dag, hinum vægðarlausa Robbie Lawler, sem hefur alltaf verið þekktur fyrir að láta verkin tala í búrinu frekar en í viðtölum. Skapgerð þeirra utan búrsins er eins ólík og hún verður en það sama má segja um stíl þeirra innan búrsins. Covington treystir á glímuna og tekur menn niður upp við búrið. Lawler vill halda bardaganum standandi og er með ógnvænlegan kraft í höndunum. Covington hefur reynt eins og hann getur að vekja á sér athygli og bauð t.d. þremur dömum upp á svið á opnu æfingunni fyrr í vikunni í stað þess að æfa. Þá lætur hann varla sjá sig án þess að vera með „Make America Great Again“ derhúfuna sína og hitti Donald Trump í Hvíta húsinu fyrir ári síðan. Í kvöld verða þeir Donald Trump Jr. og Eric Trump viðstaddir bardaga Covington enda kunna þeir að meta menn sem „rífa kjaft og eru sigurvegarar“. Þó Covington sé oft á tíðum kjánalegur verður ekki tekið af honum að hann er hörku bardagamaður og hefur unnið 14 af 15 bardögum sínum í MMA. Sigur mun tryggja Covington titilbardaga en það eru ansi margir sem myndu vilja sjá Lawler skemma það. Bardagi þeirra verður aðalbardagi kvöldsins á UFC bardagakvöldinu í Newark í kvöld. Bardagakvöldið verður í beinni útsendingu en bein útsending hefst kl. 19:00 á Stöð 2 Sport. MMA Tengdar fréttir Hataðasti maðurinn í UFC stígur loksins aftur inn í búrið Colby Covington mun stíga inn í búrið þann 3. ágúst næstkomandi gegn fyrrum veltivigtarmeistaranum, Robbie Lawler. 25. júní 2019 19:30 Colby: Slæmir strákar vinna alltaf í lífinu Hataðasti maðurinn í UFC, Colby Covington, er ekkert hættur að rífa kjaft og það stendur heldur ekki til að draga úr látunum á næstunni. 7. júní 2018 11:30 UFC ekki ánægt með Covington sem móðgaði heila þjóð Colby Covington er orðinn maðurinn sem fólk elskar að hata hjá UFC enda gengur hann lengra en flestir í móðgunum sínum. 30. október 2017 23:00 Covington ruddist inn á opna æfingu hjá Usman | Myndband Hirðfíflið hjá UFC, Colby Covington, reyndi að stela senunni í Las Vegas í gær er kapparnir í aðalbardögum UFC 235 voru með opna æfingu í borginni. 1. mars 2019 14:00 Usman og Colby í átökum í spilavíti | Myndband Fyrsta titilvörn Kamaru Usman í veltivigt UFC verður væntanlega gegn Colby Covington en þeir tóku smá forskot á sæluna í spilavíti í Las Vegas í gær. 4. mars 2019 23:30 Gunnar: Til í að mæta Colby en hef ekki gaman af því að rífast á netinu Gunnar Nelson er í leit að nýjum andstæðingi og vill komast aftur í búrið hjá UFC snemma á næsta ári. Hann hefur ekki barist síðan í júlí er hann tapaði gegn Santiago Ponzinibbio í umdeildum bardaga. 4. desember 2017 19:15 Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Fleiri fréttir Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Mörk og fagnaðarlæti Íra í Búdapest Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði Jökull Andrésson í FH „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Reynslumiklar Valskonur kveðja „Þetta er allt annað dæmi“ „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Skrýtið að spila þennan leik“ „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi „Hrikalega stoltur af stelpunum“ England og Frakkland gulltryggðu farseðilinn á HM Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Tryggvi fyllti í tölfræðiskýrsluna en Real vann leikinn Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ „Óhræddir við að vinna þennan leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Sjá meira
Einn umdeildasti bardagamaður UFC í dag, Colby Covington, snýr aftur í búrið í kvöld tæpum 14 mánuðum eftir sinn síðasta bardaga. Covington mun fá góðan stuðning frá meðlimum Trump fjölskyldunnar sem verða viðstaddir bardagann. Colby Covington hefur verið afar óvinsæll síðan hann tók þá meðvituðu ákvörðun að rífa kjaft við allt og alla en fram að því fór frekar lítið fyrir honum. Slíkir bardagamenn eru alltaf umdeildir en hafa alltaf átt sína aðdáendur eins og Chael Sonnen og Conor McGregor hafa sýnt. Kjafturinn á Covington virðist þó ekki vera að heilla marga en þó hann sé að koma sér á framfæri á hann fáa aðdáendur. Hann mætir einum vinsælasta bardagamanni UFC í dag, hinum vægðarlausa Robbie Lawler, sem hefur alltaf verið þekktur fyrir að láta verkin tala í búrinu frekar en í viðtölum. Skapgerð þeirra utan búrsins er eins ólík og hún verður en það sama má segja um stíl þeirra innan búrsins. Covington treystir á glímuna og tekur menn niður upp við búrið. Lawler vill halda bardaganum standandi og er með ógnvænlegan kraft í höndunum. Covington hefur reynt eins og hann getur að vekja á sér athygli og bauð t.d. þremur dömum upp á svið á opnu æfingunni fyrr í vikunni í stað þess að æfa. Þá lætur hann varla sjá sig án þess að vera með „Make America Great Again“ derhúfuna sína og hitti Donald Trump í Hvíta húsinu fyrir ári síðan. Í kvöld verða þeir Donald Trump Jr. og Eric Trump viðstaddir bardaga Covington enda kunna þeir að meta menn sem „rífa kjaft og eru sigurvegarar“. Þó Covington sé oft á tíðum kjánalegur verður ekki tekið af honum að hann er hörku bardagamaður og hefur unnið 14 af 15 bardögum sínum í MMA. Sigur mun tryggja Covington titilbardaga en það eru ansi margir sem myndu vilja sjá Lawler skemma það. Bardagi þeirra verður aðalbardagi kvöldsins á UFC bardagakvöldinu í Newark í kvöld. Bardagakvöldið verður í beinni útsendingu en bein útsending hefst kl. 19:00 á Stöð 2 Sport.
MMA Tengdar fréttir Hataðasti maðurinn í UFC stígur loksins aftur inn í búrið Colby Covington mun stíga inn í búrið þann 3. ágúst næstkomandi gegn fyrrum veltivigtarmeistaranum, Robbie Lawler. 25. júní 2019 19:30 Colby: Slæmir strákar vinna alltaf í lífinu Hataðasti maðurinn í UFC, Colby Covington, er ekkert hættur að rífa kjaft og það stendur heldur ekki til að draga úr látunum á næstunni. 7. júní 2018 11:30 UFC ekki ánægt með Covington sem móðgaði heila þjóð Colby Covington er orðinn maðurinn sem fólk elskar að hata hjá UFC enda gengur hann lengra en flestir í móðgunum sínum. 30. október 2017 23:00 Covington ruddist inn á opna æfingu hjá Usman | Myndband Hirðfíflið hjá UFC, Colby Covington, reyndi að stela senunni í Las Vegas í gær er kapparnir í aðalbardögum UFC 235 voru með opna æfingu í borginni. 1. mars 2019 14:00 Usman og Colby í átökum í spilavíti | Myndband Fyrsta titilvörn Kamaru Usman í veltivigt UFC verður væntanlega gegn Colby Covington en þeir tóku smá forskot á sæluna í spilavíti í Las Vegas í gær. 4. mars 2019 23:30 Gunnar: Til í að mæta Colby en hef ekki gaman af því að rífast á netinu Gunnar Nelson er í leit að nýjum andstæðingi og vill komast aftur í búrið hjá UFC snemma á næsta ári. Hann hefur ekki barist síðan í júlí er hann tapaði gegn Santiago Ponzinibbio í umdeildum bardaga. 4. desember 2017 19:15 Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Fleiri fréttir Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Mörk og fagnaðarlæti Íra í Búdapest Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði Jökull Andrésson í FH „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Reynslumiklar Valskonur kveðja „Þetta er allt annað dæmi“ „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Skrýtið að spila þennan leik“ „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi „Hrikalega stoltur af stelpunum“ England og Frakkland gulltryggðu farseðilinn á HM Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Tryggvi fyllti í tölfræðiskýrsluna en Real vann leikinn Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ „Óhræddir við að vinna þennan leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Sjá meira
Hataðasti maðurinn í UFC stígur loksins aftur inn í búrið Colby Covington mun stíga inn í búrið þann 3. ágúst næstkomandi gegn fyrrum veltivigtarmeistaranum, Robbie Lawler. 25. júní 2019 19:30
Colby: Slæmir strákar vinna alltaf í lífinu Hataðasti maðurinn í UFC, Colby Covington, er ekkert hættur að rífa kjaft og það stendur heldur ekki til að draga úr látunum á næstunni. 7. júní 2018 11:30
UFC ekki ánægt með Covington sem móðgaði heila þjóð Colby Covington er orðinn maðurinn sem fólk elskar að hata hjá UFC enda gengur hann lengra en flestir í móðgunum sínum. 30. október 2017 23:00
Covington ruddist inn á opna æfingu hjá Usman | Myndband Hirðfíflið hjá UFC, Colby Covington, reyndi að stela senunni í Las Vegas í gær er kapparnir í aðalbardögum UFC 235 voru með opna æfingu í borginni. 1. mars 2019 14:00
Usman og Colby í átökum í spilavíti | Myndband Fyrsta titilvörn Kamaru Usman í veltivigt UFC verður væntanlega gegn Colby Covington en þeir tóku smá forskot á sæluna í spilavíti í Las Vegas í gær. 4. mars 2019 23:30
Gunnar: Til í að mæta Colby en hef ekki gaman af því að rífast á netinu Gunnar Nelson er í leit að nýjum andstæðingi og vill komast aftur í búrið hjá UFC snemma á næsta ári. Hann hefur ekki barist síðan í júlí er hann tapaði gegn Santiago Ponzinibbio í umdeildum bardaga. 4. desember 2017 19:15