Sat föst í bíl sínum í sex daga eftir bílveltu Sylvía Hall skrifar 3. ágúst 2019 22:30 Bastide sat föst í bílnum í sex daga. samsett/AP Bíll hinnar 45 ára gömlu Corine Bastide endaði utanvegar og valt í skóglendi rétt fyrir utan borgina Liege í Belgíu í síðustu viku. Bílinn endaði á hvolfi og sat hún föst í bílnum í sex daga eftir slysið. Að sögn Bastide hringdi síminn hennar stanslaust fyrstu nóttina. Hún reyndi að ná í hann en var of verkjuð til þess að hreyfa sig eftir slysið. Daginn eftir hætti síminn svo að hringja og þá vissi hún að rafhlaðan var tóm. „Ég reyndi að öskra þegar ég heyrði í fólki en það heyrði greinilega enginn í mér,“ sagði Bastide í samtali við ríkisfjölmiðilinn. Á sama tíma reið hitabylgja yfir landið og fór hitinn hæst yfir fjörutíu gráður. Hún náði að halda í sér lífinu með því að drekka vatnsflöskur sem hún hafði safnað og geymt í bíl sínum eftir að stormur reið yfir svæðið. „Hitinn var kæfandi í fyrstu. Ég náði að opna hurð með fætinum. Svo fór að rigna yfir helgina og það var gott. Á hinn bóginn þurfti ég að sofa í vatni í tvær nætur. Mér var kalt og ég skalf allan tímann,“ segir hún og bætir við að það hafi verið erfiðast að liggja á brotnu gleri. Vinir fjölskyldu Bastide komu auga á bíl hennar þegar þeir voru að dreifa auglýsingum þar sem lýst var eftir henni. Þeir gerðu lögreglu viðvart sem bjargaði Bastide úr bílflakinu. Belgía Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Sjá meira
Bíll hinnar 45 ára gömlu Corine Bastide endaði utanvegar og valt í skóglendi rétt fyrir utan borgina Liege í Belgíu í síðustu viku. Bílinn endaði á hvolfi og sat hún föst í bílnum í sex daga eftir slysið. Að sögn Bastide hringdi síminn hennar stanslaust fyrstu nóttina. Hún reyndi að ná í hann en var of verkjuð til þess að hreyfa sig eftir slysið. Daginn eftir hætti síminn svo að hringja og þá vissi hún að rafhlaðan var tóm. „Ég reyndi að öskra þegar ég heyrði í fólki en það heyrði greinilega enginn í mér,“ sagði Bastide í samtali við ríkisfjölmiðilinn. Á sama tíma reið hitabylgja yfir landið og fór hitinn hæst yfir fjörutíu gráður. Hún náði að halda í sér lífinu með því að drekka vatnsflöskur sem hún hafði safnað og geymt í bíl sínum eftir að stormur reið yfir svæðið. „Hitinn var kæfandi í fyrstu. Ég náði að opna hurð með fætinum. Svo fór að rigna yfir helgina og það var gott. Á hinn bóginn þurfti ég að sofa í vatni í tvær nætur. Mér var kalt og ég skalf allan tímann,“ segir hún og bætir við að það hafi verið erfiðast að liggja á brotnu gleri. Vinir fjölskyldu Bastide komu auga á bíl hennar þegar þeir voru að dreifa auglýsingum þar sem lýst var eftir henni. Þeir gerðu lögreglu viðvart sem bjargaði Bastide úr bílflakinu.
Belgía Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Sjá meira