Fótur fyrir grunsemdum um steranotkun í Crossfit Stefán Ó. Jónsson skrifar 4. ágúst 2019 21:00 Crossfit, sem er gríðarlega krefjandi íþrótt, hefur verið í deiglunni um helgina í tengslum við Heimsleikana svonefndu. Sigurvegarar leikanna eru iðulega taldir hraustasta fólk heims. Vísir/getty Steranotkun þekkist í Crossfit segir eigandi Crossfit-stöðvar sem sjálfur hefur vísað steranotendum á dyr. Hann efast þó um að notkunin sé meiri í Crossfit en öðrum íþróttum, auk þess sem hann telur ólíklegt að keppendur heimsleikanna reiði sig á ólögleg efni.Heimsleikarnir í Crossfit hafa staðið yfir síðustu daga, þar sem keppendur skiptast á að hlaupa, klifra og lyfta þungum lóðum á sem allra skemmstum tíma. Crossfit krefst mikillar líkamlegrar hreysti, sem sérfræðing á Landspítalanum grunar að erfitt sé að ná nema með hjálp stera. „Við höfum ekki nákvæmar upplýsingar um þessa notkun, en þetta útlit sem verið er að sækjast eftir er kannski ekki alveg eðlilegt. Það er erfitt að líta svona út án þess að nota einhver efni,“ segir Tómas Þór Ágústsson, innkirtlasérfræðingur á Landspítalanum.Einn eigenda Crossfit-stöðvar á Akureyri, segir ekki hægt að neita því að það sé steranotkun í Crossfit, rétt eins og í öðrum íþróttum. „Ég ætla að vera alveg heiðarlegur með það að ég tel að það sé alveg fótur fyrir þessum grunsemdum [Tómasar] um steraneyslu í Crossfit. Ég held hins vegar að Crossfit sé ekkert öðruvísi íþrótt en handbolti eða fótbolti. Það eru svartir sauðir í þessari íþrótt eins og öðrum,“ segir Unnar Helgason.Unnar Helgason, styrktar- og þrekþjálfari og einn eigenda Crossfit Akureyri.Vísir/þorsteinnHann segir íþróttahreyfinguna nú vinna í því að úthýsa sterum og verður blásið til herferðar gegn steranotkun í haust. Hann segir að fast verði að stíga til jarðar í þessum efnum, hann hafi sjálfur vísað steranotendum á dyr. „Já, því miður þá hefur það komið upp. Það er bara hluti af því að vera í þessum rekstri að taka á þessum málum. Persónulega þá finnst mér það algjörlega ótækt að menn skuli láta svona - og það er ekki í boði innan minna veggja,“ segir Unnar.Hreinir heimsleikar Hann telur hins vegar ólíklegt að keppendur heimsleikanna styðjist við stera, þrátt fyrir að þeir myndu eflaust koma þessu íþróttafólki mjög vel: „Einfaldlega vegna þess að það er mikið lyfjaprófað og það er dýrt fyrir þessa þekktu íþróttamenn að verða uppvísir að notkun,“ segir Unnar. Það þurfi mikla þekkingu og peninga til að komast fram hjá slíkum prófunum og efast Unnar um að upphæðirnar sem til þarf séu til staðar í Crossfit, sem er tiltölulega ung íþrótt þó vinsældir hennar vaxi stöðugt. „Er hægt að plata prófin? Alveg örugglega. Eru keppendurnir að gera það? Einhverjir eflaust en við bara vitum það ekki. Ég persónulega trúi því hins vegar að þessir íþróttamenn hafi einhvers konar líkamlega hæfileika og vinnusemi til að komast á þennan stað. Það er það sem er að skila þeim á heimsleikana - ekki lyfjanotkun,“ segir Unnar. CrossFit Heilbrigðismál Lyf Tengdar fréttir Blása til herferðar gegn steranotkun í ræktinni Lyfjaeftirlitið mun ráðast í herferð í haust til að sporna við steranotkun á líkamsræktarstöðvum landsins. 5. júlí 2019 18:45 Bein útsending: Lokadagurinn á heimsleikunum í CrossFit Nú er komið að úrslitastundu á heimsleikunum í Madison. Vísir fylgist vel með og sýnir beint frá lokadeginum á heimsleikunum í CrossFit. 4. ágúst 2019 21:00 Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Fleiri fréttir Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Sjá meira
Steranotkun þekkist í Crossfit segir eigandi Crossfit-stöðvar sem sjálfur hefur vísað steranotendum á dyr. Hann efast þó um að notkunin sé meiri í Crossfit en öðrum íþróttum, auk þess sem hann telur ólíklegt að keppendur heimsleikanna reiði sig á ólögleg efni.Heimsleikarnir í Crossfit hafa staðið yfir síðustu daga, þar sem keppendur skiptast á að hlaupa, klifra og lyfta þungum lóðum á sem allra skemmstum tíma. Crossfit krefst mikillar líkamlegrar hreysti, sem sérfræðing á Landspítalanum grunar að erfitt sé að ná nema með hjálp stera. „Við höfum ekki nákvæmar upplýsingar um þessa notkun, en þetta útlit sem verið er að sækjast eftir er kannski ekki alveg eðlilegt. Það er erfitt að líta svona út án þess að nota einhver efni,“ segir Tómas Þór Ágústsson, innkirtlasérfræðingur á Landspítalanum.Einn eigenda Crossfit-stöðvar á Akureyri, segir ekki hægt að neita því að það sé steranotkun í Crossfit, rétt eins og í öðrum íþróttum. „Ég ætla að vera alveg heiðarlegur með það að ég tel að það sé alveg fótur fyrir þessum grunsemdum [Tómasar] um steraneyslu í Crossfit. Ég held hins vegar að Crossfit sé ekkert öðruvísi íþrótt en handbolti eða fótbolti. Það eru svartir sauðir í þessari íþrótt eins og öðrum,“ segir Unnar Helgason.Unnar Helgason, styrktar- og þrekþjálfari og einn eigenda Crossfit Akureyri.Vísir/þorsteinnHann segir íþróttahreyfinguna nú vinna í því að úthýsa sterum og verður blásið til herferðar gegn steranotkun í haust. Hann segir að fast verði að stíga til jarðar í þessum efnum, hann hafi sjálfur vísað steranotendum á dyr. „Já, því miður þá hefur það komið upp. Það er bara hluti af því að vera í þessum rekstri að taka á þessum málum. Persónulega þá finnst mér það algjörlega ótækt að menn skuli láta svona - og það er ekki í boði innan minna veggja,“ segir Unnar.Hreinir heimsleikar Hann telur hins vegar ólíklegt að keppendur heimsleikanna styðjist við stera, þrátt fyrir að þeir myndu eflaust koma þessu íþróttafólki mjög vel: „Einfaldlega vegna þess að það er mikið lyfjaprófað og það er dýrt fyrir þessa þekktu íþróttamenn að verða uppvísir að notkun,“ segir Unnar. Það þurfi mikla þekkingu og peninga til að komast fram hjá slíkum prófunum og efast Unnar um að upphæðirnar sem til þarf séu til staðar í Crossfit, sem er tiltölulega ung íþrótt þó vinsældir hennar vaxi stöðugt. „Er hægt að plata prófin? Alveg örugglega. Eru keppendurnir að gera það? Einhverjir eflaust en við bara vitum það ekki. Ég persónulega trúi því hins vegar að þessir íþróttamenn hafi einhvers konar líkamlega hæfileika og vinnusemi til að komast á þennan stað. Það er það sem er að skila þeim á heimsleikana - ekki lyfjanotkun,“ segir Unnar.
CrossFit Heilbrigðismál Lyf Tengdar fréttir Blása til herferðar gegn steranotkun í ræktinni Lyfjaeftirlitið mun ráðast í herferð í haust til að sporna við steranotkun á líkamsræktarstöðvum landsins. 5. júlí 2019 18:45 Bein útsending: Lokadagurinn á heimsleikunum í CrossFit Nú er komið að úrslitastundu á heimsleikunum í Madison. Vísir fylgist vel með og sýnir beint frá lokadeginum á heimsleikunum í CrossFit. 4. ágúst 2019 21:00 Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Fleiri fréttir Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Sjá meira
Blása til herferðar gegn steranotkun í ræktinni Lyfjaeftirlitið mun ráðast í herferð í haust til að sporna við steranotkun á líkamsræktarstöðvum landsins. 5. júlí 2019 18:45
Bein útsending: Lokadagurinn á heimsleikunum í CrossFit Nú er komið að úrslitastundu á heimsleikunum í Madison. Vísir fylgist vel með og sýnir beint frá lokadeginum á heimsleikunum í CrossFit. 4. ágúst 2019 21:00
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent