Systir árásarmannsins sem varð níu manns að bana í skotárás í borginni Dayton í Ohio-ríki er meðal þeirra sem létust í árásinni. Hún hét Megan Betts og var 22 ára. BBC greinir frá.
Þetta kom fram á blaðamannafundi þar sem fórnarlömb skotárásarinnar voru nafngreind.
Ekki er vitað hvað árásarmanninum, hinum 24 ára Connor Betts, gekk til en hann var skotinn til bana af lögreglu á vettvangi.
Árásin var gerð aðeins 13 tímum eftir að 21 árs karlmaður varð 20 manns að bana í stórmarkaðnum Walmart í borginni El Paso í Texas-ríki Bandaríkjanna.
Systir árásarmannsins í Dayton meðal látinna

Tengdar fréttir

Þrír í haldi eftir skotárás í Walmart
Fjöldi fólks er látinn eftir skotárás í verslun Walmart í El Paso í Texas.

Tuttugu látnir eftir skotárás í Walmart: Trump segir ekkert geta réttlætt dráp á saklausu fólki
Skjáskot úr eftirlitsmyndavélum hafa verið sýnd í fjölmiðlum þar sem árásarmaðurinn sést í svörtum stuttermabol, með heyrnarhlífar og árásarriffil.

Níu látnir eftir aðra skotárásina á 13 tímum
Níu eru látnir og 16 særðust í skotárás í borginni Dayton í Ohio-ríki í nótt. Lögreglan í Dayton segir að auk hinna níu fórnarlamba sé árásarmaðurinn látinn.

Öldungadeildarþingmaður Ohio gefur lítið fyrir bænir stjórnvalda
"Bænir duga skammt,“ segir Sherrod Brown öldungadeildarþingmaður Ohio, eftir að níu létust í skotárás í borginni Dayton í ríkinu í nótt.