Indverjar afnema sérstöðu Kasmír-héraðs Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 5. ágúst 2019 09:33 Hermenn á vegum Indlands í Jammu-borg. AP/Channi Anand Ríkisstjórn Indlands hefur í hyggju að fella úr gildi ákvæði í stjórnarskrá ríkisins sem kveður á um sérstöðu Kasmír-héraðs. Yfirvöld í Indlandi hafa á undanförnum dögum flutt þúsundir hermanna til Kasmír-héraðs. Amit Shah, innanríkisráðherra Indlands, kynnti áformin á indverska þinginu en þau fela í sér að 370. grein indversku stjórnarskrárinnar verður afturkölluð. Greinin veitir indverska hluta Kasmír töluverða sjálfstjórn í öllum málum nema utanríkismálum, varnarmálum og samskiptamálum. Um 12 milljónir búa í indverska hluta Kasmír, mikill meirihluti þeirra eru múslimar og er fastlega gert ráð fyrir því að fyrirhugaðar aðgerðir Indlandsstjórnar verði mótmælt af íbúum héraðsins. Það hefur lengi verið draumur indverska þjóðernissinna að afnema sjálfsstjórn héraðsins, en þangað til nú hefur engin ríkisstjórn Indlands látið undan kröfum þeirra. Eitt helsta kosningaloforð BJP-flokksins í Indlandi, sem fer með völdin, fyrir síðustu kosningar, sem haldnar voru fyrr í sumar, var að afnema þetta tiltekna stjórnarskrárákvæði. Flokkurinn vann mikinn kosningasigur. Forseti Indlands þarf að skrifa undir tillögu ríkisstjórnarinnar til þess að hún verði að veruleika. Umræða um hana mun fara fram á þinginu en ekki er búist við því að greidd verði atkvæði um hana, stjórnarandstöðunni í Indlandi til mikillar gremju. Búið er að setja hömlur á net- og símaaðgang í héraðinu og segir Mehbooba Mufti, fyrrverandi ríkisstjóri héraðsins, að ákvörðun ríkistjórnarinnar þýði í raun að Indland hafi tekið héraði hernámi. Um myrkasta dag í sögu lýðræðis í Indlandi sé að ræða. Indland og Pakistan hafa lengi deilt um Kasmír-hérað, bæði ríki gera tilkall til alls héraðsins, en stjórna hvort sínum helmingi þess. Búist er við því að yfirvöld í Pakistan muni bregðast harkalega við tillögu Indlandsstjórnar, en tvö af þremur stríðum sem ríkin hafa háð hafa verið vegna Kasmír-héraðs. Indland Pakistan Tengdar fréttir Sagðir brjóta samkomulag Talsmaður bandaríska sendiráðsins í Islamabad, höfuðborg Pakistan, staðfesti í samtali við fréttastofu Reuters að verið væri að skoða ásakanir þess efnis. 4. mars 2019 07:45 Áratugalöng átök um Kasmírsvæðið Indverjar og Pakistanar hafa tekist á í Kasmír undanfarna viku. Forsætisráðherra Pakistans leysti Indverja úr haldi í gær. Átök um Kasmír eiga sér langa sögu, stríð hefur brotist út áður. Heimsbyggðin stendur á öndinni enda búa ríkin yfir kjarnorkuvopnum. 2. mars 2019 09:00 Segja Indverja hyggja á árás gegn Pakistan Shah Mehmood Qureshi, utanríkisráðherra Pakistan, segir yfirvöld ríkisins búa yfir upplýsingum um að Indverjar ætli sér að gera árás á Pakistan. 7. apríl 2019 19:53 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Sjá meira
Ríkisstjórn Indlands hefur í hyggju að fella úr gildi ákvæði í stjórnarskrá ríkisins sem kveður á um sérstöðu Kasmír-héraðs. Yfirvöld í Indlandi hafa á undanförnum dögum flutt þúsundir hermanna til Kasmír-héraðs. Amit Shah, innanríkisráðherra Indlands, kynnti áformin á indverska þinginu en þau fela í sér að 370. grein indversku stjórnarskrárinnar verður afturkölluð. Greinin veitir indverska hluta Kasmír töluverða sjálfstjórn í öllum málum nema utanríkismálum, varnarmálum og samskiptamálum. Um 12 milljónir búa í indverska hluta Kasmír, mikill meirihluti þeirra eru múslimar og er fastlega gert ráð fyrir því að fyrirhugaðar aðgerðir Indlandsstjórnar verði mótmælt af íbúum héraðsins. Það hefur lengi verið draumur indverska þjóðernissinna að afnema sjálfsstjórn héraðsins, en þangað til nú hefur engin ríkisstjórn Indlands látið undan kröfum þeirra. Eitt helsta kosningaloforð BJP-flokksins í Indlandi, sem fer með völdin, fyrir síðustu kosningar, sem haldnar voru fyrr í sumar, var að afnema þetta tiltekna stjórnarskrárákvæði. Flokkurinn vann mikinn kosningasigur. Forseti Indlands þarf að skrifa undir tillögu ríkisstjórnarinnar til þess að hún verði að veruleika. Umræða um hana mun fara fram á þinginu en ekki er búist við því að greidd verði atkvæði um hana, stjórnarandstöðunni í Indlandi til mikillar gremju. Búið er að setja hömlur á net- og símaaðgang í héraðinu og segir Mehbooba Mufti, fyrrverandi ríkisstjóri héraðsins, að ákvörðun ríkistjórnarinnar þýði í raun að Indland hafi tekið héraði hernámi. Um myrkasta dag í sögu lýðræðis í Indlandi sé að ræða. Indland og Pakistan hafa lengi deilt um Kasmír-hérað, bæði ríki gera tilkall til alls héraðsins, en stjórna hvort sínum helmingi þess. Búist er við því að yfirvöld í Pakistan muni bregðast harkalega við tillögu Indlandsstjórnar, en tvö af þremur stríðum sem ríkin hafa háð hafa verið vegna Kasmír-héraðs.
Indland Pakistan Tengdar fréttir Sagðir brjóta samkomulag Talsmaður bandaríska sendiráðsins í Islamabad, höfuðborg Pakistan, staðfesti í samtali við fréttastofu Reuters að verið væri að skoða ásakanir þess efnis. 4. mars 2019 07:45 Áratugalöng átök um Kasmírsvæðið Indverjar og Pakistanar hafa tekist á í Kasmír undanfarna viku. Forsætisráðherra Pakistans leysti Indverja úr haldi í gær. Átök um Kasmír eiga sér langa sögu, stríð hefur brotist út áður. Heimsbyggðin stendur á öndinni enda búa ríkin yfir kjarnorkuvopnum. 2. mars 2019 09:00 Segja Indverja hyggja á árás gegn Pakistan Shah Mehmood Qureshi, utanríkisráðherra Pakistan, segir yfirvöld ríkisins búa yfir upplýsingum um að Indverjar ætli sér að gera árás á Pakistan. 7. apríl 2019 19:53 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Sjá meira
Sagðir brjóta samkomulag Talsmaður bandaríska sendiráðsins í Islamabad, höfuðborg Pakistan, staðfesti í samtali við fréttastofu Reuters að verið væri að skoða ásakanir þess efnis. 4. mars 2019 07:45
Áratugalöng átök um Kasmírsvæðið Indverjar og Pakistanar hafa tekist á í Kasmír undanfarna viku. Forsætisráðherra Pakistans leysti Indverja úr haldi í gær. Átök um Kasmír eiga sér langa sögu, stríð hefur brotist út áður. Heimsbyggðin stendur á öndinni enda búa ríkin yfir kjarnorkuvopnum. 2. mars 2019 09:00
Segja Indverja hyggja á árás gegn Pakistan Shah Mehmood Qureshi, utanríkisráðherra Pakistan, segir yfirvöld ríkisins búa yfir upplýsingum um að Indverjar ætli sér að gera árás á Pakistan. 7. apríl 2019 19:53
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent