Enski boltinn

Derby vill fá Wayne Rooney sem spilandi þjálfara

Anton Ingi Leifsson skrifar
Wayne Rooney á æfingu með DC United.
Wayne Rooney á æfingu með DC United. vísir/getty
B-deildarliðið á Englandi, Derby County, vill fá Wayne Rooney sem spilandi þjálfara en BBC fréttastofan greinir frá þessu nú undir kvöld.

Mel Morris, eigandi Derby, vill ólmur fá Rooney til félagsins og vill gera hann að spilandi þjálfara en fyrrum enski landsliðsmaðurinn er sagður vilja þjálfa eftir að ferillinn er búinn.

Rooney á þó tvö ár eftir af samningi sínum sem hann skrifaði undir við DC United í MLS-deildinni síðasta sumar en Derby vill klófesta fyrrum enska landsliðsframherjann.







Ekki er vitað hversu langt viðræðurnar séu komnar en talið er að Derby sjái möguleika í að láta þetta gerast áður en félagaskiptaglugginn lokar á Englandi.

Phillip Cocu tók við stjórnartaumunum hjá Derby í sumar eftir að Frank Lampard fór frá félaginu eftir eitt ár til þess að taka við Chelsea. Rooney kæmi því inn í þjálfarateymi Cocu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×